Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1944, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1944, Page 4
* !>2 LESBÓK MOROUNBLAÐSTNS sjóleiðis ])an«að, sumir ríðandi op: nokkrir fóru gangandi. Um kvöldið var heimförinni haprað á sama hátt. í bátiun fóru auk systkinanna, sem áður er getið, 2 danskir bevk- irar, Frederiksen og Linnert, ung- iingsstiilka, Jakobína að nafni, dóttir Jakobs nokkurs, er var vinnu- maður Weywadt, Jón sonur Jóns bónda Jónssonar í Borgargarði, er var vinur Weywadt og hans önnur hönd til ráða og dáða. Kjartan Ein- arsson frá Þernunesi við Fásknið.s- fjörð, sem var starfmaður við versl- unina og unnusti elstu dóttur Weywadts, og loks Anton Meilbye, aðstoðarmaður við verslunina. Báturinn mun hafa verið mjög hlað- inn og sagt er, að gamli Wevwadt hafi haft svo þungar áhyggjur af sjóferðinni, að hann hafi skolfið sem laufblað, er báturinn !jet frá landi. Og er hann sá að Fréderik- sen settist við stýrið, hafi hann andvarpað: „Og á hann nú að stýra!“ — Gömlu hjónin fóru ríð- andi heimleiðis. en gangandi fólks er ekki getið. Á bátnum voru sett upp segl: hægur norðanvindur var og leiði gott út eftir firðinum, en nokkuð út með ströndinni, sáu menn úr landi, að báturinn sökk alt T einu að framan og hvarf með öllu, svo að segja á svipstundu, ætla menn að hann hafi rekist á svo nefnt Flatasker, sem er skamt frá landi. — Sagt er að vasabók, sem N. E. Weywadt hafði meðferðis, hafi fundist langt fvrir ofan flæðarmál skamt frá slysstaðnum. Sú skýring á þessu hefir verið gerð, að hann sem var syntur, hafi náð landi. losað sig við vasabókina og svnt út aftur í því skyni að bjarga ein- hverjum,en hafði svo förlast þróttnr áður en hann næði landi í annað sinn. Iljer áttu ýmsir um sárt að binda, en engir eins og Weywadts-hjónin. Gamli maðurinn barst lítt af og a <* ' o Johanne Frederikke Weýwadt með fyrstu saumavjel, sem talið er að komið hafi til landsins. að hafa orðið gráhærður á fáum dögum. Konur eru einatt kjark- meiri, en karlar, ef mikið reynir á; svo var líka hjer, því svo er sagt að frúin hafi tekiö þátt í leitinni að líkunum út með sjónum. Sumir segja, að þau muni liafa fundist öll rekin, en þar ber öðrum sögnum mikið á milli. — Þess má geta, að Weywadts-hjónin mistu yngsta drenginn sinn á öðru árinu 4. mars þetta sama ár. Tvær dætur Weywadts voru ytra við nám, er slysið bar að höndum, Nicoline og Susanna, hin fyr nefnda lærði myndasmíði í Ivhöfn. en hin hafði verið 2 ár á Jótlandi til þessað læra ostagerð. Seinna um liaustið komu þær með kaupskipinu til Djúpavogs; var .Tón í Borgargarði þá fenginn til þess að fara út í skip- ið og segja þeim sorgarsöguna miklu, áður en þær stigju á land. Af líkum má ráða það, að ýmsir hafa reynt að railda sorg þeirra. sem mest höfðu mist, en þess er einkum getið, að siera Eggert Ól- afsson Briem, bróðir sjera Valdi- mars vígslubiskups og sálmaskálds hafði orkt gullt'alleg kyæði ^út af þQssum sorglega atburði. Var hann þá orðinn prestur' að Höskulds- stöðum á Skagaströnd, en hafði nokkru áður verið um tíma heim iliskennari hjá WeyWadt. Annars fara litlar sögur af skáldskap sjera Eggerts, en skarpgáfaður sögu- og fræðimaður þótti hann. Þegar hjer var komjð voru að- eins 5 dætur á lífi af WeyWadts- systkinunum, því ein þeirra, nr. 3., dó aðeins 15 ára, 1865. Skal nú far- ið nokkrum orðum um þær 5, sem eftir lifðu: Nr. 2. Nicoline Marie Elise hafði, eins og áður er sagt, lært ljós- myndagerð.í Khöfn, en til þess að kynnast öllum framförum, sem áttu sjer stað í þeirri grein eftir að hún kom út 1872, sigldi hún aftur til Hafnar um 1888. Þótti liún um eitt skeið einhver snjallasti ljós- myndari á landi hjer og tók fjölda mynda af ýmSu tagi; eru mynda- plötur hennar nú komnar á Þjóð- minjasafnið. — ITún var mjög at- orkusöm og tók við búinu í Teig- arhorni eftir dauða föður síns, sá um móður sína til dauðadags og ól upp systurdóttur sína, er síðar tók við búinu í Teigarhorni ásamt manni sínum. I klettunum hjá Teigarhorni eru margskonar sjald- gæfar steintegundir. Þess vegnn mun Nieoline hafa gert sjer mikið far um að kynna sjer steinafræði, enda varð hún vel heima í þeirri grein, hjó hún út úr klettunum fjölda steina með miklum erfiðis- munum og sendi marga þeirra til steinasafna erlendis. Hún var m.iög heilsuveil, en æðrulaus og vann oft. þótt sárþjáð væri. Tlreinlvnd var liún og vel metin af samtíðamönn- um sínum. Hún dó 20. febr. 1021. ógift og barnlaus. Nr. 4. iSusanna Sonhie Emilie, giftist 10. júní 1880 Birni (f. 28. okt. 1848, d. 28. sept. 1006) Eiríks- Frarnh. á bls. 104.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.