Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1944, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1944, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS P ♦éi#:** i-.SiP’ 4 ■v'-& x 247. Aldarminning Geirfuglsins Þeir síðustu drepnir hjer við iand GEIRFUGLABEIN íundust ný loga í sorphaug þeim, er suniir telja að geti verið frá tímum Ing- ólfs Arnarsonar. Slík bein hafa fundist víða í sorphaugum báðum megin Atlantshafsins, suður undir Spán að austan og tii Florídaskaga að vestan. Við fund þennan rifjast upp raunasaga geirfuglsins, en hana œttu allir Islendingar að kunna, því þann 3. júní næstkom- andi era 100 ár liðin síðan síðustu tveir geirfuglarnir í veröldinni ljetu lífið fyrir höndum íslenskra manna. Geirfuglinn var einkenni- legur fugl. Fugl, sem gat ekki flogið_ Vængir hans voru litlir líkt og hreyfar, enda ófærir til flugs. Hinsvegar notaði hann vængina til þess að synda með í kafi, og var svo harðsyntur, að hraðskreiðustu bátar drógust aftur úr. Á yfirborði hafsins var hann ekki síður fimur, enda var hið víðáttumikla Atlants- haf heimili hans og leikvangur. Ilann kafaði fyrirhafnarlítið í hafdjúpin og aflaði fæðu sinnar meðal hinna andvaralausu fiska undirdjúpsins. G’ieirfuglinn náði meðalmanni í mjöðm og var á þyngd á við villi- gæs. Ilann var svartur á bak og hvítur á bringu, á höfSinu milli nefs og auga skartaði sporöskju- laga hvítur blettur. Vængir hans voru eins og áður getið mjög litlir, enda notaðir til sunds en ekki til flugs. Fætur hans voru mjög aftar- lega á búknum, og hann gekk því nærri upprjettur.Honum var þungt um gang, gekk hægt og klunna- lega, og baðaði þá oft snubbóttum vængjunum út í loftið. — Hann' lifði lífu sínu á hinu opna hafi. Ferðaðist um alt Atlantshafið norðan frá en ekki norður fyrir heimskautsbaug, flutti sig suður á veturna, suður undir Spán að aust- an og Cape Cod að vestan, en flutti sig norður á bóginn í gríðarstórum hópum á vorin til varpstöðvanna við New Foundland, Island, Orkn- eyjar og Færeyjar. Ellefu mánuði ársins í stórviðri sem stillilogni, klaxif þessi óþreyt- andi sundfugl endalausar öldur út- hafsins. Þar til varptíminn kmVði hann til hinna gróðurlausu útskerja. 1 maímánuði ár hvert leituðu milj- ónir geirfugla varpstöðvanna; við- komán var lítil aðeins eitt stórt grátt egg með gráum, brúnum eða svörtum dropum, mjótt í annan end- ann eins og öll svartfuglaegg. Hann bjó sjer ekkert hreiður heldur verpti á berann klettinn. Að áliðnu sumri yfirgáfu þeir varpstöðvar sínar og hurfu út á mistur hafsins. Framan af öldum var gejrfugl- inn að mestu óhultur fyrir óvinum sínum, bæði vegna þess að sökum simdfimi sinnar var torveiddur á sjóniun og svo hitt að varpstaðir hans voru svo afskektir að mennirn ir þektu þá lítt eða ekki. Öldum sam an lifðu þannig geirfuglaflokkar lífi sínu á úthafinu, kynslóð eftir kynslóð leituðu þeir sömu varp- stöðvanna eftir órannsakanlegum vegum eðlishvatanna. I byrjun sextándu aldai'innar, skömmu eftir að Cólumpus fann Ameríku hófst upphafið að þeim hildarleik er lauk með aldauða geirfuglsins. Sjómenn frá Frakk- iandi tóku að stunda veiðar við New Foundland og rákust þar á ó- tölulegan grúa geirfugla, sjerstak- lega á eyju þeirri, er síðar nefndist Funkeyja. Þeir drápu og söltuðu geirfuglinn sjer til rnataf. 1534 lýs- ir Cartier skipstjóri heimsókn franskra sjómanna á geirfugla- varpstað. „Sjómennirnir fyltu báta sína af geirfugli á fáeinum mínút- um. Þeir drápu þá með kylfum og hrúguðu skrokkunum í bátana“. Eggin vora kærkomin tilbreyting í mataræði sjómannanna, sem jafn- vel gengu svo langt í eggjaráninu að þeir notuðu rauðu geirfuglseggj- anna til beitu. 1 meir en 200 ár hjeldu sjómenn áfram þessu árlega geir- fugladrápi og eggjaráni á varp- stöðvunum við NeAv Foundland. Auk þess bygðust nú lönd þessi og <

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.