Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1944, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1944, Blaðsíða 2
I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 242 I i ■ í styrk hvers manns er fólginn ættlandsauöur í orkutaugum vinnufúsra handa- í fræjum sálar frelsi blóðs og anda, sem festir tryggð við bernsku sinnar hauður. Ef geymast stofnsins göfgu eðlisþættir við glötum aldrei sæmd hins mikla frama. í gleði velur hjartað trúartama, því tökum okkar rjett við guðasættir Og mundu þjóð, í meginstyrk þíns vilja býr máttur sá er framtíð himinn reisir- En frelsið nýjan kraft úr læðing leysir er lærum við hvers annars sál að skilja- I verkahring sem rjettlát skifting ræður við rækjum okkar skyldur hver við annann, með fórnarlund og fjelagsþroska sannann, sem fegurst rækta hinar göfgji mæður. Því vaki þjóðin frjáls og stór í starfi og stundi rjett að vilja á framabrautum. Með eðlið forna, dirfsku og þrek í þrautum sem þáðum við með feðra dýrum arfi. Svo margt er hjer sem þarf að rækta og reisa í röðulskini nýrra frelsistíða. Við þurfum landsins björk að bæta og prýða, af blómans fræjum klaka hlekki leysa- Nú knýr á hugann fagur frelsisbragur, þar fagnaðshljómar andansvonir glæða. Um blessað landið ljóssinsöldur flæða frá lindum þínum himinnborni dagur. fni slái í auðmýkt þakklátt þjóðarhjarta, sem þáði lífsins ráð af guði sínum I>á vernd, það frelsi er aldrei aftur týnum, þar cilíf minning lýsi um framtíð bjarta. í, ý. »<»♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦•••♦••♦^^*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.