Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1944, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1944, Blaðsíða 6
J74 LESBÓK MOROUNBLAÐSINS sorg, því að Litla Systir var ekki með í hópnum. Hafði hún fengið hjartaslag af ofþreytu, blesuð gamla konan, eða höfðu hinar gæsimar skilið hana eftir? En vlð UppgÖtv. uðum nú, að það vantaði einnig einn ungan hennar, svo að það var von um, að hún væri einhversstaðar með honum. Við náðum í kíkirinn og kíktum og kíktum þar til við komum auga á stóran gæsahóp. Það gat vel verið„ að Litla Svstir hefði vilst og væri einhverstaðar í hóp þessum, en hvernig áttum við að ná í hana? Jíi, þá datt okkur aftur snjall- ræði í hug. Við sendum hinar gæs- iinar eftir henni. Hve var stór- móðgaður yfir að vera rekinn í sjóinn aftur og reyndi að stuia við, en við hentum smásteinum á eftir honum, þar til honum skildist að hann fengi ekki að koma heim, fvrr en hann kæmi með alla fjöl- skylduna með sjer. Þær syntu síðan af stað. þvert yfir fjörðinn, á móti hinum hópn- um. Og nú sáum við dálitið skemti- legt, sem við gleymum áreiðaulega, aldrei. Við fylgdumst með frá svöl- unum, og slógumst utii að hafa kíkinn. „Gag. gag, gag“, öskraði Hye, og úr hinum hópnuni var þegar svarað: „Gag, gag, — já, já verið þið bar róleg. Jeg var svo þreytt og þú þurftir að flýta þjer þau ósköp, pabbi gamli“. Eftir að hafa hjalað samati góða stiind, syntu þau svo aftur heim á leið, með pabba Lbroddi fylkingar, og Litlu Systir nr. Þegar heim kom, fengu þau heil- mikið af kórni, sem ekki var ama- legt, eftir að hafa lifað á grasi alt sumarið. Síðan var öll fjölskyldan sett á 14 daga fitukúr, og ungarnir svo skotnir og sendir á íshúsið. Svonu nóon: Jón Mngnússon, skúld Gleymdust fuglum á vordegi fegurstu ljóð, þegar fregnin um andlát þitt barst. — þú varst söngvari prúður hins söngelska lands. — Þín er saknað í vestrinu fjarst. Loga norðurljós skært þegar nóttin er dimm. — Þú varst norrænn að eðli og sýn. Ortir skilnaðarljóð stríðsins harmdimma heim, meðan Hel bár þjer óminnis vín. Tæmdir síðasta fullið — og söngreifur. hvarfst, inn á söngvanna Bláskógálönd. — Fyrir hreinviðrið alt sem í hug þínum bjó hjartans þakkir — af fjarlægri strönd! Jakobína Johnson, Seattle, Washington. « gengur það til í lífinu! Það var undarlegt, að yið skyldum aldrei verða vör við neinn söknuð hjá gömlu gæsunum, þegar ungarnir voru teknir frá þeim. Seinni árin voru gæsirnar orðnar það vitrar, að þær komu sjálfkrafa heim. — í fyrravetur urðuni við að skjóta allar gæsirnar. Óli gamli gerði það fyrir okkur. Við sendum þær allar á íshúsið — nema Litlu Syfitir. — Ekkert okkar gat fengið af sjer að borða hana. Við höfðum í hyggju, að graía hána með mikilli viðhöfn, úti í garðiuum. En gæsa- kjöt er dýrt nú á dögum, og Óli gamli er hálfgerður villimaður. „Þið megið grafa hausinn og lapp- irnar, ef þið viljið, en það seni eftir er, borða jeg“ — og hann sleikti út um, bjáninn sá arnal Nokruin dögum seinna mætti jeg Ólá og spurði hann, hvernig honum hefði bragðast Litla Systir. „Tja,“ svaraði sá gamli þurlega. „Hún var að yísu dálítið seig, blessuð mad- daman, en það var þó altaf gæsa- kjöt ........“. Smælki — En hvað maðurinn þinn hefir gefið þjer fallegan ref. — Hann komst ekki hjá þvi. Jeg sá hann kyssa vinnukomma. -4- Er það satt. Þú hefir líklega sagt henni upp á stundinni. — Nei, jeg þarf líka að fá nýjan klæðnað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.