Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1944, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1944, Qupperneq 7
LESBÓK MORG'UNBLAÐSíNS 399 Þeir vorti allir í frökkum, með húf- ur og hlífðargleraugu, einkenni- lega líkir: laglegir menn, allir með skegg, hraustlegir og kraftalegir. — En sú hepni, sagði Jalin. En hlátur hans hætti skyndilega. Ilönum hafði orðið litið á augu dádýrsins: Það var í þeim angur- blíða, hrygð, ótti, þessi óttablandna spurning, hvers vegna það væri, þarna og hvað liefði helsært það. Aumingja litla, fallega dýrið. Aum- ingja dýrið, vilt og saklaust. Allir höfðu þeir drepið dádýr, þegar þeir voru á veiðum með hesta og hunda. En það var ekki svona. Það lá þarna í dauðateygjunum og stundi með örvæntingarsvip í brest- andi augum. — Við verðttm að fara aftur til Brantes, sagði Jalin. Jeg get ekki ekið bílnum ljóslausum. Við getum sofið í gistihúsinu, þar sem við borðuðum. Þeir fóru allir upp í bílinn, og Jalin ók til Brantes eins hægt og hann gat. Brátt hættu þeir að hugsa um dádýrið. Það hefði getað verið maður, sem þeir óku á, og svo höfðu þeir sjálfir lent í greipum dauðans. En þeir voru lifandi, og blóðið svall í æðum þeirra. Og líf- ið var framundan, eins og sljett súlnagöng, óslitin hamingjubraut. Dyrnar á ITótel des Deux Cor- onnes voru læstar. Allir voru í fasta svefni. Þeir bÖrðu lengi, þang- að til ljós sást. — Sjáið þið, sagði Bottiaux, þegar dyrnar opnuðust. Þetta er Bretónastúlkan. , Ilún hjelt á litlum olíulampa. Daufur bjarmi af iampanum lýsti andlit hennar, barnslegt og blíð- legt, og snjáða sloppinn, sem húrt hafði farið í utan yfir náttkjólinn. Berir fæturnir sáust ekki í myrkr- inu. — Herbergi? spurði hún frekar hásri röddu, eins og margir gera, þegar þeir tala erlent mál. — Já, sofa. Rúm. Góð rúm, sagði Bottiaux. Ilún kveikti á kertum fyrir þá, brosti, vísaði þeim til herbergjanna, og fór. En þegar Béville var háttaður, fann hann, að hann gat ekki sofn- að. llann var ölvaður af yndisleilc næturinnar, hraða bílsins og þakk- læti til forsjónarinnar, sem maður finnur til, þegar maður hefir slopp- ið úr einhverri mikilli hættu. Svo' mundi hann eftir orðum bílstjór- ans: Bretónastúlkan. Til þess er hún. Og hann fór fram úr og læddist berfættur út á ganginn. Béville hafði tekið eftir, hvar Bretónastúlkan svaf. Hún svaf í lítilli kompu, sem afþiljuð hafði verið á stigapallinum milli fyrstu og annarrar hæðar. Hann fór beina leið þangað. Já, þarna var það. Iíún svaf í venjulegu járn- rúmi. Hárið liðaðist laust um herð- ar hennar, og hún hjelt annarri hendi undir hnakkanum, því að hún hafði engan svæfil. Af líkama henn ar sást aðeins fallegur hálsinn og lífi þrungin, fagurlöguð, kornung brjóst. Béville lagði lófann á herð- ar henni og kysti hana. Hann hafði slökkt á kertinu. Stúlkan hrökk- upp og snerist af eðlishvöt til varnar. 4 En Béville hafði þegar tekið hana í fang sjer, og hún fann varir hans snerta sínar. Já, það var satt, hún var Bretónastúlka, til þess vah hún ráðin, og fyrir þetta voru henni greiddir þrjátíu frankar á mánuði auk gjafa, sem gestirnir gáfu henni. Og svo var þetta líka fínn maður. öldum saman hafði ætt hennar bú- ið við undirgefni, næstum þrældóm, og það hafði kent henni, að maður verður altaf að lilýða fínum mönn- um, foringjum, yfirboðurunum. Hún varð því að láta undan. Bljúg sál hennar þorði ekki að mótmæla. En líkami hennar færðist undan með hryllingi, þvl að hún var enn ó- snortin. Sjerhver hrein mær verst, sjerhver hrein mær er hrædd. Það er enginn vafi á því, að þetta er, eðlishvöt, sem náttúran hefir gef- ið konunni, til þess að hiin þi;rfi hugrekki. til að gefa sig og færi fórnina aðeins þeim manni. sem hún elskar. Bretónastúlkan, vilt og auðjnjúk, var seld eins og ættmenni hennar fyr á öldum. Hún var grip- in sþelfingu. Hún grátbað hann að sleppa sjer, ruglingslegum,1 hrað- mæltum orðum á sínu einkenni- lega máli, sem aðeins er talað á vesturströndinni, eina málinu, sem. hún kunni. En Béville skildi hana ekki. Hann skildi aldrei í því, að stúlk- an skyldi ekki svara kossunum, sem hann kysti hana, áður en hann náði henni á sitt vald. Ilann hafði fullnægt hvötum sinum, en samt var hann dálítið vonsvikinn, en sú refsing er lögð á kærulausa, rudda- lega karlmenn, að þeir vilja borga fyrir sig og komast brott sem skjót- ast. Honum var það óskiljanlegt, að hún skyldi aldrei hafa snert varir hans með sínum, heldur kinn- ar og enni: en þannig voru atlot óframfærins barns, sem þráði svo mjög að geta ímyndað sjer, að það hafi orðið sannrar blíðu aðnjótandi eftir skelfingu nauðgunai'innar. En það var ekki um neitt slíkt að ræða. Hann fór bara. Það var alt og sumt. í dögun vakti Jalin fjelaga sína. Þegar Béville kom niður, var hann hjer um bil búinn að gleyma þessu. Ilamingjusamir menn eins ög'ha'jin eru fljótir að gleyma. Þeii' lifa á; líðandi stund. Ef hann hefði hlígs- að um atburð næturinnar, hefði honum fundist hann hafa verið'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.