Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1944, Blaðsíða 5
'LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS
549
- LOKUNARTÍMI -
Smásaga eítir Þóri
Bergsson
JEG LEIT UPP frú verki mínu
og horfði yfir hópinn. —
Uti skein haustsólin, þennan
fagra laugardag. P>lessað veðrið
var unaðslega gott. Ekki ský á
lofti — ekki andblær. Gluggarnir
stóðu opnir. En þó var loftið þungt
og fúlt og þrungið af lykt af göml-
nm skræðum inni í þröngri skrif-
stofunni. Það var líkt og að finna
ilm af einhverju lostætu og girni- •
legu en geta ekki með nokkru móti
náð í það og notið þess.
Þarna sat hópurinn, boginn vfir
bækur og blöð, — lokaður inni.
—- .Teg tor að hugsa um það, að
flestir unnum við þetta verk, af
því að við þurftum að fá laun og
lifa; — það var áhættulaust og
hreinlegt starf, reglubundið og ör-
ugt. Enginn sjerstakur áhugi nje
dugnaður gaf nein fvrirheit sem
voru þess verð að leggja hart að
sjer. Dutlungar eins eða tveggja
manna rjeðu úrslitum hvort Sigurð
ur fjekk tuttugu króna launahækk-
un á mánuði en Jón, sem kannske
vann meira, stóð í stað. — Páll
hafði í tvö ár unnið meira og bet-
ur en hann þprfti og enn voru laun
hans hin sömu og áður. Þó hafði
þann eingöngu lagt þetta á sig,
1il þess að fá betri laun, en var
alveg áhugalaus frir starfinu að
öðru leyti. — Gunnar hafði, aftur
á móti, fengið góða kauphækkun,
)iann var ekki meira en meðal-
maður í neinu öðru en því, að
hann hafði eitthvert lag á því, að
koma sjer vel við alla, háa og
lága. — Þannig var það.
— Jeg sat og horfði á hópinn,
hafði í raun og veru lokið við dags-
verkið. enda komið að lokunartíma.
Og, eins og í vökudraumi, sá jeg
inn í hugskot fjelaga minna, eins
og það var, þegar blæja daglegra
nnnn og þess starfs, sem lífið hafði
úthlutað þeim, var dregin frá. —
Þarna sat einn, hár og herða-
breiður maður. Ilann hafði þann
vana að láta brúnirnar síga og af
því höfðu myndast krukkur á milli
þeirra. ITann var mikilúðlegur á,
svip en fremur þunglamalegur í
hreyfingum og seinn til svars, ef
á hann var yrt. Vonlaus raaður til
frama á þessum stað. — 1 æsku
hafði hann ætlað sjer að verða
stórbóndi. Ekki eins og faðir hans,
sem bjó snotru búi á einni jörð,
.— nei, hann ætlaði að sameina
fjölda jarða í sveitinni sinni, eiga
þúsundir sauða og hundruð nauta.
•— Ætlun hans var sú, að ráða yfir
öllu hjeraðinu, hinir kotbændurnir
áttu að vera „þingmenn" hans,
goðans volduga, boðnir og búnir að
blýða honum í öllu. Þeir sóttu til
hans heilræði og lijálp í öllum
vandamálum og vandræðum, enda
rjeði hann öllum málum er undir
hann voru borin til lykta á þann
hátt að allir máttu vel við una.
Ilann reið^til Alþingis og þótti
þar hinn mesti höfðjngi, ráðsnjall
og ráðhollur, samdi frið milli
manna og öðrum stórhöfðingjum
bauð hann heim og hjelt þeim fagr
ar veislur.
En svo fór hann í skóla, eignir
foreldra hans evddust, æskudraum-
arnir fölnuðu og dóu. Sveitin fjar-
lægðist þótt samgöngutækin bötn-
uðu. Hann liætti skólalærdómi, —
hætti að dreyma. — Og nú sat hann'
lokaður inni á skrifstofunni með
hrukku á milli augabrúnanna, þung
lamalegur, seinn til svars, ramur
að aflí og traustur í lund — bónd-
inn með pennastöngina — maður
inn sem notaði mest strokleður af
öllum í okkar hópi.
Þar sat annar maður, grannur,
lítið eitt lotinn orðinn í herðum
af skriftunum, beinaber og þunn-
hærður.
Fyrst ætlaði hann að verða kon-
ungur, hvorki meira nje minna!
Ríki hans átti sjer stað einhver-
staðar suður í sólríkum löndum,
— einhverstaðar suðaustur í dular-
fullum fjarska, í nándinni við Para-
dís. Ilann kom þangað á örlaga-
ríkri stund, íslendingurinn, sem
út hafði leitað að afla sjer fjár og
frama. Kom hann upp á há fjölþ
sem einginn maður hafði áður kom-
ist yfir og sá landið fagra og borg-
ina miklu. — Svo vildi til að óvina-
her sat um borgina, vellirnir voru
þaktir af tjöldum þeirra og víggirð-
ingum, vígvjelum og járnklæddum
berserkjum. Borgarhliðin voru ram-
lega lokuð og uppi á múrunum
blikuðu gullnir skildir og hjálmar
varnarliðsins. En þetta fagra lið,
er borgina varði, var mjög aðfram-
komið sökum vistarskorts. — Hann
kom niður á vellina er kveldsólin
glampaði á gulli roðna turna borg-
arinnar og beið hann þar til myrkr-
ið fjell á, í fylgsni sínu. — Þá tókst
honum, með fádæma dirfsku og
snarræði að komast gegn um um-
sátursherinn að borgarhliði einu.
Hitti hann þar varðmann og spurði
hann, hvernig ástatt væri. Varð-
maðurínn sagði honum, að svo væri
komið, að konungixr hefði heitið
hverjum þeim, er sigraði óvinina
og bjargaði ríkinu dóttur sinni og
hálfu ríkinu þegar, en öllu eftir
sinn dag, og spurði hvort hann