Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1945, Blaðsíða 16
8S
LESBÓK MORGUNBLAÐST!ÍS
með aldrinum. Bindur s.jer ekki
fjötra með föstum kennisetningum
um aukaatriði, eða blindum játn-
ingum. Kristseðlið, kærleiksstarfið,
þjónslundin, lifandi breytni. Allt
þetta verða aðalatriðin hjá prestun-
um og hverjum kristnum manni.
Minningar tómlætis, iðrunar, af-
skiptaleysi verða margar hjá þeim
sem langt æviskeið hafa að baki.
En minningar um einlæga trú, trún-
aðartraust, barnslega gleöi eru líka
rnargar. Við eigum ekki að jafnæ
metin, heldur guð, og það er skylda
iikkar að leita hins góða, gleðjast
við það sem gott er og gleyma því
aldrei.
Þessi heiðríkja þarf að 'drottna
alls staðar.
Arngr. Fr. Bjarnason.
*
Framhald af bls. 84.
rjettur einstaklingsins leiddur hjer
til öndvegis.
Lýsi jeg svo yfir því, að
Vinnuheimili S.I.S.B. tekur til
starfa í dag: hinn 1. febrúar 1945.
Heill fylgi þessari stofnun og
störfum öllum, sem h.jer verða unn-
in.
Hugsjónir rætast þá mun aftur
morgna.
★
MYNHIRNAR, sem fylgja grein-
inni um vinnuheimili berklasjúkl-
inga eru af meðlimum miðstjórnar
S.Í.B.S. — Forseti sambandsins er
Andrjes Straumland, Maríus Helga
son, varaforseti, Oddur Ólafsson,
meðstjórnandi og yfirlæknir heim-
ilisins, Ólafur Björnsson, gjaldkeri,
Árni Einarsson, ritari og Eiríkur
Albersson og Sæmundur Einarsson,
meðst.jórnendur.
FJAÐRAFOK
Maður nokkur ferðaðist með konu
sinni og syni í svefnvagni og var
strákur látinn vera í efra rúminu.
Honum var ekki um sel, þegar ljós-
in voru slökkt og kallaði: „Pabbi,
ertu hjerna,“ „Já, jeg er hjerna“,
svaraði faðirinn, „en farðu nú að
sofa„. Eftir dálitla stund spyr strák
ur: „Mamma, ertu hjerna líka“.
„Já“, svaraði móðirin, ,,en vertu
ekki að þessu, farðu bara að sofa“.
Ekki var strákur ánægður að held-
ur, og eftir stutta stund byrjar
hann að spyrja á nýjan leik. Maður
nokkur, sem var í sama vagni,
missti nú þolinmæðina og hrópaði
til stráksins: ,,.íá, faðir þinn er
hjerna, móðir þín er h.jerna og all-
ir ættingjar þínir eru hjerna. Farðu
nú að sofa, og vertu ekki með þessa
vitleysu“. Það leið samt ekki á
löngu, þar til strákur l.jet til sín
heyra að nýju og nú var hann al-
varlega hræddur: „Mamma“,
sagði hann, „var það guð, sem var
að tala?“
★
Jurtin Selagurella í Suður-Ame-
ríku hefir einkennilega hæfileika lil
þess að sjá fyrir sjer. Ef jarðvegur-
inn, þar sem hún vex, verður of
þurr, kippir hún rótum sínum upp,
vindur sig upp í kuðung og lætur
vindinn bera sig á hentugri stað.
Þar festir hún rætur. Og ef jarð-
vegurinn hentar henni ekki enn,
flytur hún sig aftur úr stað með
sama hætti.
★
George B. McClellan var einn af
hershöfðingjum Norður-ríkjanna
í ameríkska þrælastríðinu. Eitt sinn
hafði hann beðið alllengi með her
sinn eftir tækifæri til sóknar. t til-
efni af því skrifaði Abraham Lin-
coln honum brjef og sagði:
— Kæri McClellan, ef þjer þurf-
ið ekki að nota herinn, þætti mjer
vænt um, ef jeg gæti fengið hann
lánaðan nokkurn tíma. A. Lincoln.
★
Á sínum yngri árum sendi George
Burns rósir til Gracie Allen, sem lá
veik. En vegna jiess. að hann átti
ekki næga' peninga, gat hann ekki
kevpt nema 11 rósir. Hann sendi því
svohljóðandi br.jef með blórnunum:
— Kæra Gracie, sendi þjer 11
rósir. Þú ert sú tólfta.
- Torfhildur Hólm
Framh. af bls. 79.
ka-rleika og guöhræðslu þessa mikil-
mennis. En sjerstaklega nefndi hann
eina fátæka og umkomulausa ungl-
ingsstúlku, Friðriku að nafni, sem
greifinn ljet mennta og upp fræða
á sinn kostnað, og sem hann auk
þess hefði ánat'naö talsverða pen-
ingaupphæð að sjer látnum.
„Og það má nú seg.ja um þann
mann, að vinstra hönd hans viti
ekki, hvað hin hægri gjörir, hjelt
veitingamaðurinn áfram, „því ef
einhver dáist að þessu mikla góð-
verki hans, kannast hann ekki við,
að það s.je nokkurs vert, og um
þakklæti vill hann aldrei heyra tal-
að. Það er sem honum finnist hann
skulda miklu meira“.
Jeg hafði gaman af að hlusta á
ræðu þessa, því að jeg kannaðist við
hver stúlka þessi var, og jeg var
líka sannfærður um með sjálfum
m.jer, að stafrófslestur sakleysisins
hefði hrundið þeim nrisskilningi, og
slitið þau ógæfubönd, er margra
ára veraldarviska og lærdómur
hnýtti, eða að minnsta kosti orkaði
ekki að levsa.