Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS T
483
sem. Ólafilr Pái setti bæ sinn. Þar
er enn fagurt sem forðuijt, þótt
skógurinn sje liorfinn. Fjallahring-
urinn er hinn sami og blálygn fjörð-
urinn, og Laxá liðast niður dalinn
rjett við túnið. Ræktunarskilyrði
eru þar mikil, og þar er vel búið
og reisulega. Fyrir sunnan ána,
andspænis Hjarðarholti, eru Hösk-
uklsstuðir, bær Ilöskuldar Dala-
kollssonar. Vestan við túnið er
blómum skreyttur hvammur. Lítill
lækur niðar þar og hjalar við hóf-
sóley. Ef hann fengi mál, mundi
hann herma okkur sorgleg örlög
írsku konungsdótturinnar, Mel-
korku. 1 hvaunninum undi hún með
syni sínum ungum og rakti honum
þætti úr dapurri ævi sinni. Tilfinn-
ingar hennar voru særðar og stór-
lætið ósvcigjanlegt, þcss vegna
hafði hún látist vera mállaus.
1 Búðardal söng kórinn við ágæt-
ar undirtektir, og er kvöldverður
hafði verið snæddur’í boði ung-
mennafjelagsins, var haldið sem
leið liggur vestur í Saurbæ. Nú för-
um við um landnám Auðar djúp-
úðgu, landnámskonunnar mikil-
hæfu. Þcgar ekið er fyrir Hvamms-
fjarðarbotn, er Hvammur, þar sem
liún settist að, skammt fyrir utan
fjarðarbotninn. Bærinn Hvammur,
sem nú er kirkjustaður og prests-
setur, stendur í allvíðáttumiklum
dal. Þar er veðursæld mikil og
gróðursælt. lllíðin austan megin
dalsins er vaxin miklii og nokkuð
stórvöxnu kjarri. Ðalurinn allur
hefir efalaust verið skógi klæddur
til forna. Mörgum þykir fagurt í
Ilvammi. En fegurðin hefir verið
meiri og fjölbreyttari, þegar Auð-
ur djúpúðga nam þar land, og er
ekki líklegt, að hún hefði gctað
valið sjer hlýlegri bústað.
Fyrsti bærinn, sem við förum hjá
í Saui-bænum, er Bessatunga. Þar
átti hann heima óðsnillingurinn
Stefán fró Hvítadal, seinustu árinn,
sem hann liiði.
Langt til vegg.ja, heiði hátt,
hugann eggja bröttu sporin,
hefði jeg tveggja manna mátt,
mundi jeg leggjast út á vorin,
Kvað hann einhverju sinni. Jcg
kynntist Stefáni aldrei, en jcg býst
við, að hann hafi verið svo mikið
barn náttúrunnar, að fátt hat'i lyft
huga hans hærra í Bragaheiininum
en töfrar sólar og sumars.
Þegar við ókum niður Saurbæ-
inn, mættum við svanahópi, sem
heilsaði okkur með sínu fagra, al-
þekkta kvaki. Það var kærkomin
kveðja, er hlýleiki íylgdi og vin-
arhugur frá æskustöðvunum. Þá
varð eiuum hagyrðingnum í ferð-
. inni að orði:
Þegar Saurbæ svásan leit,
sætir tónar klingja,
hcilsaði fögur svanasveit
svönum Breiðfirðinga.
]Jegar komið er í Saurbæinn,
blasir við blómlcg byggð og gróð-
ursæl. Jeg hefi óvíða komið, þar
sem mjer líst fegurra og byggilegra
um að litast en þar. A báðar hend-
ur eru há og syipmikil fjöll, eins
og þau eru tígulegust hjer á landi.
Að sunnan og á vinstri hönd er
fyrst Illviti, þá Þverfell með Múla-
hyrnu og vestast Torffjall, sem
gengur fram í Tjaldaneshyrnu. Að
norðan og á vinstri hönd er IIvols-
fjall með Brunnárhyrnu og Holta-
hyrnu vestar.
A Kirkjuhóli var fjöldi fólks
saman komið til þess að hlýða á
sönginn, þótt komið væri fast að
miðnætti. Var honum vel tekið, cn
að honum loknum var setst að
kaífidrykkju í boði upgmennafje-
lagsins „Stjarnan". Því næst hófst
danslcikur í samkomuhúsi, sem er