Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Qupperneq 5
LESBÓK M0KGUNBLAÐS1N8
485
Ferðafólkið við Flateyjarkirkju. (Ljósm.: Vignir).
biðu flestir eftir sólaruppkomunni.
Þessi nótt var einmitt Jónsmessu-
nóttin. Þjóðtrúin segir. að þá sje
hœgt að hreppa eina, ósvikna ósk,
ef yjettir siðir og saei'ingar eru við
hafðar. Og hver vill ekki falla í
þann lukkupottf En sólarupprásin
í Flátey var dásamleg og niinnis-
stæðasti þáttur ferðarinnar. Fvrst
sást sólin eins og örlítil rönd eða
geii'i yfir Vestfjarðahálendinu. Ilún
stækkaði ört. og elfur ljóss og lita
óx stöðugt. Geislarákiii sindraði i
haffletinum, og sáum við greini-
lega hvernig hún breikkaði um leið
og sólin hækkaði á lofti. Birtan og
litbrigðin breyttust sífellt og tóku
á sig slíka fegurð og töfra, að undr-
un sætti. Við áttum erfitt með að
slíta okkur frá þessum stórfeng-
lega sjónleik vornæturinnar. En að
lokum gengum við þó til hvílu,
sennilega hvert með sína ósk í
huga.
Það er fallegt í Flatey. Eyjar og
sund blasa við hvert sem litið er.
En staðurinn ber merki fornrar vel-
megnunar og fjölbýlis, en ýms
mannvirki virðast vera að ganga
úr sjer. Það stafar sennilega af
fólksleysi, enda sagði mjer einhver.
að fólkið hefði fækkað þar um
helming á síðast liðnum 20—30 ár-
um. Ilið sama mun vera upp á teti-
ingnum með aðrar ey.jar. á Brefða-
firði. Þær eru að leggjast í eyði
vegna skorts á vinnukrafti. í Flat-
ey er knýjandi þörf fyrir frysti-
hús, og þar þyrfti að rísa upp fiski-
mjölsverksmiðja eða einhver annar
fiskiðnaður, því að sjórinn cr auð-
lind eyjarinnar.
Sunnudaginn 24. júní söng kór-
inn í Flateyjarkirkju kl. tvö síð-
degis. Fjölmenni var og undirtekt-
ir ágætar, og að einu leyti var dag-
urinn óvenjulegur þar. Það var al-
ger nýlunda, að fjörutíu manna
hópur heimsækti eyna með söng.
Strax að honum loknum, hurfum
við frá.Flatey, þakklát eyjaskeggj-
um fyrir elskulegar móttökur, og
skyldi þá haldið til Stykkishólms.
Þegar við fórum frá Flatey út.
Breiðafjörð, var sjór spegilsljettur
og veður fagurt, enda kom það sjer
vel. Við vorum svo heppin, að einn
kórfjelaga er ágætur harmoniku-
leikari. Ilann Ijek nú dillandi dans-
lög suður Breiðafjörð, en við döns-
uðum á þilfarinu á „Baldri“.
Um kvöldið voru tvær söng-
skemmtanir hafðar hver eftir aðra
í samkomuhúsi Stykkishólms. Þeg-
ar síðari sörigskemmtuninni lauk.
var setst að kaffidrykkju í boði
Stykkishólmshrepps. En því næst
hófst dansleikur í samkomuhúsinu.
og skenímti fólk sjer þar hið besta
fram undir morgun.
Stykkishólmur stendur á nesi,
sem gengur nokkuð lit í Breiða-
fjörð, skammt fyrir utan mynni
ílvammsfjarðar. Ncs þetta er hið
fræga Þórsnes, þar sem elsta þing
á landinu, Þórsnesþing, var haldið.
Bær er á nesiu, ekki laugt frá
Stýkkishólmi, er heitir Þingvellir.
Þarna mun þingið hafa verið háð.Á
Þórsnesi er einnig hið fornfræga
höfuðból, llelgafell, Þjóðtrúin seg-
ir. að sá, sem gengur upp fellið í
fyrsta skipti, eigi aldrei að líta til
baka á leiðinni npp, og geti hann
þá óskað sjer hvers sem hann fýsi,
er upp kemur. ilelgafell var um
langt skeið bær Guðrúnar Ósvífurs-
dóttur. Þar bjó einnig Snorri goði.
Hann þótti spakur að yiti og ieit-
uðu margir ráða til lmns. Það var
hann sem svaraði ádeihuu heiðinna
manna á alþingi hristnitökuárið
með hinum alkunnu orðum:
„Ilverju reiddust goðin. þji er jörð
brann, þar sem nú stöndum vjer.“
Á Ilelgafelli var .spðar stofnað mik-
ið og auðugt munkaklaustur.
Mánudaginn 25. -jmri, . sem var
síðasti dagur ferðurmnar,,. var lagt
af stað úr Stvkkishóhui sköinmu
eftir hádegi og ek-ið setn Icið ligg-
ur til Reykjavíkur.
Er þangað kom fúr hver heim til
sín með ógleymaulegnr írrinriingar
um skemmtiiega för. Allt stuðlaði