Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Síða 8
4S8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Staðarfell. lítil húsakynni. að haim getur ekki liýst næturgesti. Þarna stöildum við ráðalaus. Okkur þykir ]>að óskemti lcg tilhugsun að níðast á framandi fólki. En hvað á að gera'! Ekki getum við legið úti allslaus í kaisa- veðri. b’yrir íslenska gestrisni. en ekki fyrir forsjá þeirra. sei'n eiga að s.já um samgöngurnar innan- iands, fór alf betur en á horfðist. Þess skal getið. að á undanförn- um árum hefir veriö sumarheimili fyrir börn í skólaaum, en ekki í sumar. Það átti að gera við húsið. og eftir því sem jeg leit til mun ekki vera vanþörf á því. En sú við- gerð var ekki bvrjuð og skólinn hefir staðið ónotaður í alt sumar. Eorstöðukona skólans. Kristjana Hannesdóttir. var heima, en ætlaði snemma næsta morgun út í Stykk- ishólm. Ilún skaut skjólshúsi vfir okkur um nóttina. og IFalldór Sig- urðsson bóndi gaf okkur að borða, svo að okkur leið þarna prýðilega. Staðarfell stendur hátt á h.jalla undir klettabelti. Iljallinn er gamall sjávarkambur og er þar alls staðar grunt á sjávarsand. Skamt er þarna til s.jávar. í sjávarbakkanum niður af bænum var um aldamótin 1800 stór steinn. sem sagt var að álfar byggi í. En vegna þess að altaf var að hrynja framan úr bakkanum var steinninn kominn hálfur frain af. en sat ]>ó fastur. Var öllum tekinn vari við því að glettast við steininn. En þó gerðu vinnumenn það af glensi. að þeir hrundu stein- inum í sjó fram. Nóttina eftir dreymdi Benedikt gamla Iíogason að álfkona kom til hans og sagði að hann skyldi ekki hafa betra af því að vinnumenn hans hefði felt húsið sitt. R.jett á eftir brann bær- inn, svo að álfkonan stóð við hót- un sína (Bærinn á Staðaríelli branu vcturinn 1808). Það er og í þjóð- sögum, að í kirkjugarðinum á Stað- arfelli s.je fornmanns steinn, sem k kallaður cr llrómundarsteinn. Er það trú manna að ekki megi hrófla við honum, því að þá verði eitt- hvert óhapp. •leg gekk út í kirkjugarðinn til þess að s.já Ilrómundarstein, en ]>ar er ekki á vísan að róa, því að brjóst háir ruijnar af sigurskúf þekja stór svæði í garðinum. Neðst í garðhorn inu er ættargrafreitur og öll minn- ismerki komin þar í kal' nema hvað legsteinn Ilildar Sólveigar Bjarna- dóttur amtmanns gnæfir up]> úr blómahafinu. «Þar rjett hjá er leg- steinn Boga Thorarensens sýslu- manns, en hann er í kafi og enn fleiri legsteinar. Efst í garðinum austanundir kirkjunni (en hún stendur utan garðs) er stór afgirt- ur grafreitur með háum bautasteini yfir Gest son Magnúsar bónda Frið- rikssonar og það þrent. sem drukn aði með honum. Þetta fólk fór á báti út í eyjar, en druknaði alt rjett við Jand með óskil.janlegum hætti. og hvílir nú alt í sömu gröf. Þar hefir verið gróðursett revni- trje og er nú orðið hátt, og gnæfir yfir stóran rúnna af sigurskúf. At't- an við þennan grafreit hefir nýlega verið steypt grafhýsi; þar ætla þau Magnús og kona hans s.jer legstað. Þau eru nú í Stykkishólmi. Moldin, sem kom þar upp þegar grafið var cr þar í bing og hefir að mestu hulið gamla íslenska leghellu, sem virðist vera ágætlega vel ^iöggin. Þetta er máske llrómundarsteinn, annars saðar er hann trauðlega nema hann s.je kominn í kat'. Og þessi steinn fer brátt í kaf, ef ekki er að gert. Nú er þessi kirkjugarð- ur algerlega • fitgrafinn, og hefir verið gerður nýr kirkjugarður ut- an túns. þar austur með brekkun- um, en þó uppi á hjallanum. Fram undan Staðarfelli er ey.ja nokkuð há meö grænum kolli. Ilún heitir Lambev. Þar voru og eru máske etin, tveir skerklakkar sem h.jetu Karl og Kerling, Auk ]>ess á staðurinn nokkrar smærri ey.jar þar vestur með landi og enn fremur Deildarey vestur undir Dagverðar- nesi. í þessum eyjum er dálítið æðarvarp og hagagang/i. Selveiði er þarna talsvero og veitt í nætur. I vor veiddi bóndinn 80 kópa, en 'hefir mest fengið llf> á vori: Fallegt cr á Staðarfelli, stórt og mikið tún, sjórinn framundan eins og stórt stöðuvatn og hinum 'megin Dalafjöllin og insti hlutinn af Snæ- f el Isn esf jnll ga r<Yi n iþg. Ey:( r ojfan bæinn klettahjallar með grónum stöllum og veita skjól fyrir norðan- áttinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.