Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLABSINS
489
Sýnishorn af hernaði skóg'arniaðksins í Bakskógum.
Nú leggjum við land undir fót
og göngum snemma dags sniðgötur
upp frá bænum, upp á brún og
norður í fellskinnina. Þar heita
Bakskógar. Gengum við þar nokkra
stund eftir lyngmóum, en fanst lít-
ið að sjá svo að við fórum upp á
Brúnir aftur og heldum Vestur
J>ær þangað sem liæst ber. R.jett
fyrir vestan Staðarfell byrja hengi-
ílug í brúnunum og haldast óslitið
vestur að Harastöðum. En þarna
þar sem hæst er fjallið, tökum viö
okkur gönguhvíld. Hjeðan er mjög
víðsýnt. Á Efribygð blasa við bæ-
irnir Túngarður, 1 lallstaðii’ og
Svínaskógur, og s.jer enda til fleiri
l)æja vestur. Tnn til Dala s.jest vel
og út idt Snæfellsnes vestur að Eyr
arfjalli, og þar í milli eyjamorið
úti fyrir Hvammsfirði. Jeg fæ al-
drei skilið ])á menn, seni dásama
hve fagurt sje að horfa ýfir þessar
eyjar. ,Tcg hefi horft á þær hjeðan
jif Brúnum, frá TLnúki, af Helga-
felli og úr lot'ti og mjer sýnast þær
allar svartar og grettar eins 0 g
sker. Allar nema Dimon. Það er
falleg eyja. Þarna rísa Upp Úl’
skerjagarðinum tveir keilulaga
klakkar háir og skrúðgrænir og það
er regluleg hvíld fyrir augun iið
staðnæmast við þá. Þetta er 1 íl-tii
sögustaður. í Dímonarvogi var fal-
ið skip Eiríks rauða áður en hann
sigldi til Grænlands og á meðan
fjandmenn hans leituðu hans um
eyjarnar. Segir þjóðsaga að þá hafi
verið svo mikill skógur í eyjuimi
að greinar trjánna hat'i náð saman
yfir voginum og þess vegna hat'i
skipið ekki sjest, falið undir lauf-
skrúði þeirra. En þetta mun tilbún-
ingur einn. Þó er ekkert að því að
hugsa sjer að Dímon hafi eitt sinn
yerið svo ævintýrafögur.
A meðan við hvíldum okkur
þarna í lyngbrekku við grösugan
hvanim, gerðuni við það að gamni
okkur að athuga hvíið gróður væri
þarna fjölbreyttur.
Þegar rætt er og ritað um nátt-
úru íslands, er það ven.julega hið
stórbrotna og hátignarlega. sem
verður efst á baugi, jöklar, háf.jöll,
fossar, hrikaleg gljúfur, himingnæf
andi standbjörg. jarðhitinn og hin
sýnilegu tákn um hamfarir eldfjall-
anna. Því næst er talað um.þá feg-
urð, sem laðar huganh ntest, hin
törfandi litbrigði. samstilling and-
stæða í landslagi, birkislcógapa,
fuglalífið. Þessu öllu kynnast menn
í einum svip án þess að hafa meira
fyrir en beita augum og athygli.
En dásemdir íslenskrar nátturu
eru eigi síður merkilegar og heill-
andi í því smáa, sem flestum yfir-
sjest,. Menn ganga hugsunarlaust
framhjá þeám; vegna l)ess að þeir
eru ekki læsir á smáletrið í lífsins
bók.
Þar er J)á fyi'st og fremst að
nefna gróðurríkiö. Menn Jnirfa clcki
endilega að vera grasafræðingar lil
þess að hafa ánæg.ju af því að
skoða J>að. Hverjum verður t. d.
ekki hlýtt í hug við það að Ijla á
brekku þakta blágresi, sóloyjar í
túni og hið marglita l)lómsknið í
skógunum. En til eru enn fegurri
og Iitauðgari blóm, fjallablómin,
sem felast í skjóli steina og alls
staðar, þar sem nokkurt afdrep er
að fá. Fegurð þeirra verður ekki
greind með' berum augum. Þess
vegiia er stækkunargler eitt hið
nauðsynlegasta, seDi hver ferðamað
ur verðumað hafa með sjer.
Gaktu einhvern tíma upp í f.jalls-
hlíð, sem virðist alveg gróðursnauð,
og svipastu ]mr uni með aðgaúni.
Það fer varla hjá því að ])ú s.jáir
þá alla vega lil blóm hingað og
þangað. Þau eru máske svo smá,
að þau eru lítið stærri en sand-
korn. En skoðaðu þau í stækkuiiar-
gleri. Og .sú undra fegurð lita og
samræmis, sem þú s.jerð þá, mun
þj'er seint úr minni líða. Litiruij' á
fjallablómunum eru yfirleitt miklu
sterkari og skærari, heldur en á
þeim blómum, sem vaxa í frjósöm-
um jarðvegi, Þau lifa stutt og við
erfið skilyrði. en það er eins og
náttúran sjálf bæti þeim það upp
n|eð því að gera þau fegurst allra
blóma.
%
Þegar þú ert svo farinn að beita
stækkunarglerinu til þess að kynn-
ast þessum töfraheimi. þá mun ekki
fará h.já því, að þú kynnist éinnig
öðnun töfraheimi, heimi skordýr-
aiina. og það er sjálfsagt miklu
fróðlegra að kjmnast honum heldur
en margur hyggur. Skordýrafræð-