Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Side 10
490 LESBÓK MOROUNBLAÐSINS Harastaðir og útsýn in er eitt af því, sem verða mun Is- landi til mikils sag:ns á komandi árum. Fram á daga Linné heldu menn að mjög fá skordýr væri til á Norðurlöndum og nær engin á ís- landi. Var kuldanum kent um. En Linné sýndi fram á að fjöldi skor- dýra væri í Lapplandi og Svíþjóð, og Horrebow hnekkti þeirri skoð- un, að engin skordýr sje til á ís- landi. Sumarið 1760 helt Eggert Ólafsson kyrru fyrir í Sauðlauks- dal, og tók þá að safna skordýrum. Varð hann miklu fengsælli heldur en hann hafði búist við, því að í litlu dalverpi safnaði hann 200 teg- undum. Síðan hefir fengist miklu A'íðtækari þekking á þessu, og veit jeg ekki hve margar tagundir skor- 'dýra hafa fundist hjer á landi, en hitt er víst, að öll jörðin morar af þeim, og þau kunna ráð til að verjast kuldanum. Iljer leyfist mjer máske að segja smásögu tli sannindamerkis um það Þetta skeði að vetrarlagi áður en hitaveitan kom hjer í Reyk.javík, en hitaveituskurðir voru víðs vegar um göturnar og malar og grjóthrúg ur meðfram þeim. Kunningi minn hafði ekki annað en steinolíuofn til að hita upp herbergi sitt og þótti hann heldur Ijelegur, því að kalt var í veðri. En þar sem maður- inn er hugkvæmur fann hann það ráð að gott væri að hafa stein of- an á ofninum ; þegar steinninn hitn- aði mundi hitinn verða jafnari og betri. Hann sótti sjer því hreinan og fallegan stein út í grjóthrúgu, og setti hann á ofninn.. En hvað haldið þið að verði þegar steinn- inn hitnaði? Þá skreið út úr hon- um slíkur aragrúi af pöddum, að það var engu líkara en steinninn væri kvikur. Og svo hrundi þessi ófögnuður ofan á gólfið og moraði umhverfis ofninn. I hryllingi þreif maðurinn steininn og henti honum. út í grjóthrúguna aftur, og kvaðst aldrei framar munda bera stein inn í sín húsakynni. I skordýraheiminum er lífið tví- skift eins og annars staðar, gróður- líf og spillilíf. Enn er fátt um það vitað hverju þessi mergð lífvera orkar á jurtalíf landsins. Spillilífið gerir þó mjög áþreifanlega vart við sig oft og tíðum. Til spillilífs má telja grasmaðk, skógarmaðk og ýmsa kálorma, sem flust hafa hing- að á seinni árum. Yjer þurfum á- reiðanlega að læra einhver ráð til að verjast spillilífinu. Sums staðar út um heim hefir tekist að ráða niðurlögum skaðsemis skordýra með því, að flyt.ja inn önnur skor- dýr, sem ekki eru eins hættuleg jarðgróðri, en hefja hernað á hættu legu skordýrin og útrýma þeim. Máske okkur takist með tíð og tíma að finna einhverja slíka sam- herja í ríki skordýranna, til þess að geta unnið sigur á kálormun- um og skógarmaðknum. Það væri stórt framfarnspor.. Það er eðlilegt að slíkum hugs- unum sk.jóti upp þegar maður horf ir yfir Bakskóga og þau hervirki, sem skógarmaðkurinn hefir gert þar. Um endilanga hlíðina frá austri til vesturs, en það er á að giska 10 kílómetra vegalengd, er eins og her- yfir Hvammsfjörð. fylking af snjóhvítum beinagrind- um. Þetta eru hvítfeyskin birki- trje í þúsundatali. Og oll hefir skóg armaðkurinn drepið. Bóndinn á Fremra-Felli sagði mjer að maðkur hefði komist í skóginn laust eftir 1930. Varð hans fyrst vart austast. eða inst í skógunum, fyrir innan Staðarfell, en færðist svo smám saman lengra vestur á bóginn. Á árunum 1934—’35 var hann í skóg- unum út af Felli, en þó ekki jafn aðsúgsmikill og áður, enda fóru skógarnir þar ekki jafn illa og aust ar, og eru nú að ná s.jer aftur, því að síðan hefir enginn maðkur ver- ið þar. En alls staðar má þó sjá: hvítar og kræklóttar beinagrindur innan um laufgaðán skóginn og surns staðar feiskna stofna og sprekarusl ftr heilum skógalund- um. Þar hefir ekki staðið smáhrísla eftir. Alt hefir maðkurinn drepið svo g.jörsamlega, að ræturnar hafa ekki einu sinni getað skotið ný- um frjóöngum. Við höldum enn vestur Brúnir og förum niður skarðið h.já Hara- stöðum. Það er snotur lítill bær og bæjarstæðið einkar fallegt á sljettu túni utu.ir háum hömrurn. Litlu vestar ge tgur klif fram í sjó- Framh. á bls. 494.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.