Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Side 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 491 BJÖRN Á KLÚKU Ur handritaíaj-ni Uda lldórS ^ói oniSonar i B.JÖRN Á KLÚKU er fæddur 9. ágúst 1809 í-Tröllatungu. Foreldrar lians voru Björn prestur í Trölla- tungu JJjálmarsson prests samast., Þorsteinssonar. Móðir Björns, og kona sjera Björns, var Valgerður Björnsdóttir, sunnlensk að ætt. Út af þeim hjónum er kominn fjöl- mennur ættbálkur (kölluð sjera Björnsætt). Systkini Björns á Klúku voru 14 og var hann næst yngstur þeirra. Hann ólst upp í foreldrahúsum og var hjá þeim í 36 ár. Fyrst- í Tröllatungu, til þess vorið 1813 að faðir hans flutti að Kirkjubóli í sömu sókn, þaðan aftur að Trölla- tungir 1818, þaðan að Klúku 1843. Ilautið 1845 5. okt. giftist Björn’ Ilelgu Zakaríasdóttur smiðs á) Heydalsá, Jóhannssonar prests í Garpsdal, Bergsveinssonar. . Móðir Jlelgu var Guðrún Sigurðardóttir fyrri kona Zakaríasar. Vorið 1848 tók Björn við jörð- inni af föður sínum, og hjó þar allan sinn búskap. Þau Björn og Helga áttu fjölda barna, og áttu oft við þröngan kost að biia, en björguðust þó af, án sveitarstyrks, með alla sína ómegð. Björn var vitur og vel metinn. Hann var gleðimaður mikill og góð- ur söngmaður, eins og margir fleiri í þeirri ætt. Forsöngvari var hann lengi í Tröllatungukirkju. Sjálf- sagt þótti, að hann væri boðinn í hverja veislu, því hann var hrókur alls fagnaðar, þar sem annarsstað- ar er menn komu saman. Til þess benda vísur tvær, eftir hann er jeg tilfæri hjer: Geng jeg oft með granna kinn glaður í hópinn snjallra þó mjer fylgi fátæktin fyrirlitning allra. Og enn: r 1 góðu skyni get jeg krinið geiraklyn til skemtunar. Er þó linur eins og hinir aldavinir Bakkiisar. Einhverju sinni er Björn var í veislu, var hann kvefaður og gat ekki sungið; þá kvað hann: Má nú segja mjer er gengið mark ber ellin sitt, jeg hef marga fylli fengið fyrir raulið mitt. Ilann var vel hagmæltur, og orti oft tækifærisvísur. Faðir hans og afi voru hagyrðingar, og eru til ijóðasöfn eftir þá báða í handriti. Birni þótti gott vín, en gætti þó hófs við nautn þess, og aldrei hef jeg heyrt þess getið, að hann hafi drukkið sig ölvaðan. Því sagði hann eitt sinn í veislu við drykkju- mann: Láttu ekki lausan taum á löngu þinni körgu jeg er oft í gleði og glaum en gæti þar að mörgu. f hverri drykkju hófið ber hreint burt rykkir trega að geta óskrykkjótt gannað sjer og gengið skykkanlega. Um Björn kvað svo Guðmundur Sveinsson, sem hjó á Hvalsá og síð- ar í þorpum í sveitarrímnum um Tungusveit: Klúku byggir kátur Björn kænn og trvggur greynist, metorð þiggur mörg á börn maður hygginn reynist. Nokkrum sinnum keypti Björn brennivínstunnu, og hjálpaði ná- unganum um á ferðapelann, munu hafa borgað það fremur vel, þegar svo á stóð. Um tunnuna gerði Björn vísu þessa, sem eftirmæli um tunn- una er híin var tæmd: Þarna liggur Þuríður heitin, þig var margur piltur áleitinn af því þú vart fríð kona fundin farðu vel því komin er^stundin. Meðan þinn jeg mældi út svitann margan skilding fallega litann fjekk jeg meðan fjörið var heitast. Fjarski er hváð tímarnir breytast. Öndin þegar skrapp út úr skrokkn- _ um skiftí fljótt um hljóð í strokknum vinakossinn verður ei fremur votur þar til sumarið kemur. Björn var eini bókbindarinn hjer í nálægum sveitum í marga ára- tugi, og vann sjer mikiö_ inn með því. Blóðtökur sAmdaði hann líka og heppnaðist oft vel. Skrifari var hann góður, og skrifaði settletur, skrautstafi, og fljótaskrift mjög laglega. Dagbækur hjelt hann þar til hann misti sjónina fyrir rúmum áratug, og gaf út veðráttu spá- dóma, með almanökum, sem hann árlega skrifaði fyrir fjölda manns, nær og fjær. Trúðu sumir því að hann hefði einhverja spámanns- andagift til að bera. Hann hafði fyrir fasta venju, að yrkja eina vísu eða fleiri á hverj- um afmælisdegi sínum. Set jeg hjer lítið sýnishorn af þeim, tekið eftir minni, ,og af handahófi: Veikir kraftar, vöxtur smnr, varð mjer ei að bana, v i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.