Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1946, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1946, Blaðsíða 2
110 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ið. Raunar hafði hann lítinn frið fyrir ólátunum í okkur. Fyrst voru spilin tekin, og var ætlunin að spila „lú“ eða „lander“ upp á glerbrot alt kvöldið. En ekki ríkti lengi friður við spilin. Leið eigi á löngu, að svo alvarlega skær ist í odda, að föður mínum þótti varla niega við una. Stóð hann þá upp frá skrifborðinu og skipaði okkur höstuglega að þegja og hætta að spila, hann gæti ekki skrifað fyrir þessum óhræsishávaða. — í bili mun hafa sljákkað eitthvað í okkur við þetta, en sótti brátt í sama horfið aftur. Bráðlega varð faðir minn að skerast í leikinn á nýjan leik, svo að eigi fyki þakið af baðstofunni. Var þá sleginn botn inn i spilamennskuna. En tæpast hygg jeg. að tæki'þá betra við, hvað næði snerti. Nú var baðstofan end anna milli gerð að íþróttasal ög þá ekki hirt um að velja einuhgis þær íþróttir, sem hentugastar mundu innan húss, þar sem hús- rými er takmarkað, heldur látið fljóta með höfrungahlaup, lang- stökk með atrennu, hástökk með og án atrennu, að ógleymdri hrygg spennu og glímu. Mun tæpast vera ofmælt, að nú hafi baðstofan leik- ið öll á reiðiskjálfi, og gekk svo kvöldvökuna út. Tvívegis var skrif- borð föður míns hrist svo hastar- lega til, að blekbyttan valt um koll. Varð hann í síðara skiftið að hella í hana vatni til þess að bæta sjer blekmissinn. Að öðrum kosti hefðu skriftirnar orðið að stöðvast. Jeg hygg, að tæpast hafi liðið svo tíu mínútur allt kvöldið, að eigi hafi faðir minn orðið að standa upp frá boi'ðinu og jafnvel flytja sig til xneð áhöldin,-þar sem honum var naumlega vært fyrir ólátunum í okkur. Sannast að segja var þó ekki í annað hús að venda. Gcgnir hinni mestu furðu, að auðið skuli vera að einbeita huganum til andlegra við- fangsefna — og vinna stórvirki við þvílíka aðstöðu. Vitanlega hefir ekki ávalt verið jafnónæðissamt fyrir skáldið á Sandi og umtalað kvöld. En varla nokkru sinni átti hann við að búa fullkomna þögn umhverfis sig — nema þá helst, að hann tæki sjer fyrir hendur að lesa upphátt fyrir fólkið sögur eða æfintýri. Og svo bar eigi ósjaldan við. — Þeirra kvölda minnist jeg með gleðiblöhdn um söknuði. Þá var oft kvrt og friðsælt í litlu baðstofunni. Jafnvel yngstu börnin hlustuðu með at- hygli, einkum ef efnið var við þeirra hæfi. Mikil var til dæmis gleði þeirra, er faðir minn las Æf- intýri frá ýmsum löndum, í þýð- ingu Adams Þorgrímssonar, upp- hátt. Nýkomnar skáldsögur, frum- samdar og þýddar, las hann alloft fyrir fólkið. Er næsta gaman að minnast sumra athugasemda, er hann skaut inn í frá eigin brjósti, þegar hlje varð á lestrinum. Kem- ur mjer í hug ein slík, er lesin var ' hin gullfagra saga Selmu Lagerlöf, Föðurást, í þýðingu dr. Björns frá Viðfirði. Athugasemdin var þó ekki önnur en þessi, orðrjett: „Mikil bannsett galdrakerling er hún Selma!“ Á svona kvöldvökum stóð faðir minn að jafnaði við lesturinn hjá ljósinu af fjórtán lína olíulampa, sem hjekk á hálfbrunnum bita í innanverðri miðbaðstofunni nærri vestari súðinni. Var þessi lampi oft og tíðum eina logandi ljósfærið í öllum bænum — haft myrkvað í suður- og norðurenda baðstofunn- ar til þess að spara Ijósmetið. Væri lesefnið stjórnmálalegs efnis, eins og oft bar við, cr póstur var nýgenginn um garð, eða heim- spekilegt og háfleygt mjög, las fað- ir minn aldrei öðru vísi en með sjálf um sjer, nema vakið hefðu athygli hans eða hrifið hann greinar dul- fræðilegs efnis. Þá las hann þær stöku sinnum fyrir móður mína upphátt, ef þau áttu næðisstund tvö saman. Þetta bar helst við á seinni árum. Sjaldan voru húslestrar lesnir á Sandi, en bar þó við í mínu minni, samt ekki lestrar meistara Jóns, er faðir minn mat mjög mikils. — Helst minnir mig, að hann læsi ræður sjera Páls Sigurðssonar, er föður mínum þótti mikið til koma enda var bók sjera Páls ein af þeim fáu hússpostillum, sem til voru á heimili foreldra minna. Mjög var faðir minn mótfallinn spilum, greip þau aldrei, svo að jeg sæi og sagði, að sú skemtun væri frá fjandanum. Sauðburður. ÞRÍR hafa verið mestir anna- tímar í sveit:.haustvinna, heyannir og sauðburður. Heima á Sand| var sauðburðurinn mesti annatíminn. Um sláttinn og í sláturtíðinni gátu menn þó að jafnaði notið svefns og matar nokkurn veginn. Á sauðburð inum var í raun og.veru hvorugt hægt, að minnsta kosti lcyfði aðal- fjármaðurinn sjer ekki þann mun- að nema þá af skornum skammti, faðir minn ekki heldur nema stund um. Meðan hann gætti sjálfur á- sauðar, hvildi þetta að mestu leyti á honum. Fór hann þá í fjárhúsin að vitja um óbornu ærnar einu sinni eða tvisvar á hverri nóttu, því að oftast voru þær hýstar, eftir að tíminn þeirra var kominn, sem svo nefndist. Ekki tók þó bctra við eftir að þær voru bornar. Þó að grösugar væru engjar á Sandi, og mikil sumarbeit fyrir kýr, var þar lítið og óheppi- legt sauðland, einkum fyrir lamb- fje. Ærnar sóttu mjög í mýrarnar, þótt hvorki væri það þeim nje lömbunum holt. Að lokinni langri innistöðu á vetrum og einhæfri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.