Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1946, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1946, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ’ 207 heima mamma og amma. Bærinn stendur rjett á sjávarbakkanum og var brimið svo mikið, að það gekk upp á baðstofuglugga. Ekki þorðu þær fyrir sitt líf að fara út allan þennan tíma, og enginn kom held- ur til þess að vitja um þær. Allir höfðu nóg að hugsa um sína eigin harma. Það var víst svo að segja bjargarlaust í kotinu og ekki gátu þær náð í vatn, en snjó bræddu þær til þess að hita sjer kaffi. Jeg ætla ekki að reyna að lýsa því hvernig þeim hefir verið innan- brjósts þennan tíma, vitandi pað, að hafið hafði tekið aleiguna þeirra og að þeirra beið nú ekki annað en að fara á vonarvöl. En það hefir sjálfsagt verið líkt ástatt á fleiri heimilum, því að við þetta áfall urðu 9 mæður ekkjur og 27 börn föðurlaus. Var þarna á eftir hið hörmulegasta ástand og sárustu bágindi. Vindhælishreppur rjetti ekki við í áratugi eftir þetta miþla áfall, því að hann misti eigi aðeins hinna duglegustu manna, heldur fóru og margir afkomendur þeirra á sveitina. Þar þykir jafnan skarð fyrir skildi er 24 menn farast, en sje slíkt manntjón 'tilfinnanlegt þar sem margir menn eru fyrir, þá er það þúsundsinnum tilfinnanl., þar sem svo fáment er, að svo að segja allir, sem eftir lifa, eiga um sárt að binda. Þar sem fyrirvinn- unni er svift af mörgum heimilum í senn og eftir eru bjargarlausar konur með barnahóp, og vita ekk- ert hvernig þær eiga að sjá sjer farborða“. HJER lýkur þá sögu Guðrúnar. En við hana má bæta nokkrum upp lýsingum um það hvernig ástandið var yfirleitt á þessum slóðum um þær mundir. Sumarið 1886 hafði verið kalt og óþurkasamt. Varð- heyafli því lítill og hey þau, er náðust, skemd, óholl og ljett til fóð urs. Varð ásetning alldjörf víða, eins og þá gerðist. Eftir hið mikla óveðurskast um áramótin, tók fyr- ir alla haga. Lárus Blöndal, sýslu- maður Húnvetninga, skrifaði þá öllum hreppsnefndum og lagði ríkt á við þær að gæta að heyásetningi manna, og láta fara fram heyskoð- anir í hverjum hreppi svo oft sem þörf gerðist; sömuleiðis líta eftir matbjörg á fátækari heimilum. Var þá víða farið að skera niður. í apríl voru hey víða algerlega uppi, en þá gerði stórkostlegt hret um sumarmálin, svö að engri skepnu var hægt að hleypa út. Varð fjenaður sumsstaðar að standa í svelti í húsum, en kýr voru sums- staðar fóðraðar með hrísi og dreitl inum úr sjálfum sjer. Á einum bæ í Húnavatnssýslu fellu þá 50 kind- ur, sem eftir lifðu af 150; hinar höfðu áður verið skornar af heyj- um. . Annað hret kom um uppstigning ardag; þá var frostmiHið og snjó- burður um alt land. Fenti þg sauð- fje og jafnvel hesta, og fje hrakti til bana í vötn og ár. Hafísjnn var þá kominn fyrir nokkru og voru haf þök frá Vestfjörðum og suður fyrir Seyðisfjörð. Var hann víða land- fastur fram á sumar, og komst vest ur á móts við Kúðafljótsós seint í ágúst. Þá um vorið Ijet sýslunefnd Húnavatnssýslu safna skýrslum í hverjum hreppi um það fjártjón sem orðið hafði þar. Taldist mönn- um svo til, að bændur hefði mist 11 þúsund sauðfjár, 60 nautgripi og 337 hross. Hafði það baeði fallið og farist í hretunum um vqrið. Verst var ástandið í Vindhælishreppi. Þar voru taldir 630 íbúar á 115 heimilum; þar af voru 15 bjargálna menn, 20 heimili, sem urðu að þiggja styrk, og 70 sveitarómagar. En eftirlifandi peningur þar í hreppnum var þá 100 pautgripir, 2031 sauðkind og 213 hross. í brjefi, sem birt er í Þjóðólfi úr Húnavatpssýsju um þessar mund ir, segir m- a. svo: „Þetta yfirstand andi fardagaár hafa nokkrar jarð- jr farið í pyði hjer í sýslu. Ábúend- ur á umboðsjörðum segja lausum ábýlisj. sínum; hpfa þegar 12 gert það. Ifart í ári. ... menn hafa felt pening og hlotið að farga skepnum í haust vegna skulda, svo að þeir eru ekki þúfaerir eftir. Ætlar fjöldi manna til Amotíku, ef þeir kom- ast“. Þett^ ár var fólksflutningur af landi þprt meiri en nokkru sinni áður. 2000 fóru til Ameríku. TÓBAKSEKLA í RITLING þann eftir Hans Vil- helm Lever faktor á Akureyri er hann nefnir „Ávísun til jarðepla- ræktunar“, og út kom í Leirárgörð um 1810, bætir Magnús Stephen- sen konferenzráð við neðanmáls- grein svohljóðandi: „Jarðeplablöð söxuð saman við tóbak, brúka Svíar fyrir píputóbak, og hrósa því mikið; blöðin flokkast á haustin, þegar þau eru orðin gul, en sjeu þó nokkur af þeim græn, eru þau pressuð saman, svo að þau hitni og gulni. Blöðin saxast sam- an við tóbak að helmingi, og verð- ur samsax þetta sæmilega gott og þægilegt; betra er að deygja þetta tóbpk með vatni því, sem tóbak var í soðið, ellegar sveskjur, elleg- ar birkibörkur (sjá Björns pró- fasts Halldórssonar Grasnytjar, bls. 112). Engu lakari eru bíöð þessi sam- an viö neftóbak, en arfa-, kola- og töðu-, aska, flotholt, fúaspýtur og þvílíkur óþperri er tóbakseklan kemur mörgum til að brúka, máske sinni dýrmœtu heilsu til spillis“. Sannast hjer sem oftar, að flest er hey í harðindum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.