Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1946, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1946, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 209 þar lá hún þögul og flóttaleg, því að hún var hrædd um að hún mundi deyja. Hinir sjúklingarnir sváfu. Það var skuggsýnt þarna inni, aðeins örlítil skíma af litlum olíulampa með bláum kúpli. Verkakonan starði út í rökkrið og hugsaði um liðna ævi. Hún gekk þá um engið með unglings- pilti, sem hafði blíð og björt augu. Þau höfðu krækt saman litlu fingr unum og leiddust svo. — Þá nótt breyttist hún úr ungling í þrosk- aða konu. Þessi unglingspiltur var János Kovács, og hún sá nú fyrir sjer andlitsfall hans og augun og heyrði óminn af rödd hans. En hún nefndi ekki nafn hans með vörunum. End urminningunni skaut aðeins allra snöggvast upp í meðvitund hinn- ar deyjandi konu. Árið eftir brann prestsetur nokk urt og þar brunnu inni allar kirkju bækurnar, en í þær var skráð hve- nær János Kovács var fæddur og hvenær hann dó. í janúarmánuði 1901 voru miklar frosthörkur. Þá var það eitt kvöld í svarta myrkri að ræfilslegur mað ur kleif yfir kirkjugarðsgrindurn- ar. Hann hafði á brott með sjer tvo trjekrossa til þess að ylja upp heima hjá sjer. Annar krossinn var af gröf János Kovács. Enn liðu 20 ár. Árið 1920 sat ung- ur lögfræðingur í Kecskemét við skrifborð sitt og var að athuga eft- ir látin skjöl föður síns. Hann skoð aði hvert brjef vandlega. Á einum miða stóð með viðvaningslegri skrift: „Fyrir að pólera tvo stóla 4 forin tur og 60 kreuzer. Móttekið virð- ingarfylst. János Kovács“. Lögfræðingurinn leit aðeins á reikninginn, reif hann svo sundur og fleygði honum í blaðakörfuna. Morguninn eftir helti vinnukonan úr körfunni í horn út í garði. Þremur dögum seinna kom rign- ing. Reikningssnipsin urðu renn- vot og skriftin þvoðist af nema J.. Ková... Og J var þó lítt læsilegt. Svo rigndi ekki lengi. En miðinn hafði klínst við leirinn og þar mátti enn sjá: J.... Ková...., seinustu bókstafina, hið allra seinasta, sem minti á það að János Kovács hefði verið til. Nokkrum vikum seinna kom hellidemba.. Þá þvoðust stafirnir af brjefsnifsinu. Lengst stóðst v rign- inguna, því að þegar János Kovács skrifaði þann staf hafði hann tekið ofurlítið fastar á pennanum. En að lokum hvarf þessi stafur líka. Og þá, einmitt á þeirri sundu, 46 árum eftir dauða sinn, hvarf fyrir fult og alt úr þessum heimi snikk- arasveinninn János Kovács. Barnahjal Það var verið að lesa þjóð- sögur upphátt, þar á meðal sögiJha um það að skór úr mannsskinni væri óslítandi. Á eftir gekk Nonni litli að rúmi niðursetukarls og spurði hann: — Má jeg ekki eiga af þjer hrygglengjuna? Karlinn brást reiður við, og þá sagði Nonni: — Nei, ekki fyr en þú ert dauður. Það gerir ekkert til því að þá ertu í eyði. Mamma hafði sagt Ingu litlu að hún mætti aldrei tala um menn í strætisvagninum, þær skyldu heldur tala um þá. þegar þær væru komnar þeim. Einu sinni sem oftar er Inga með mömmu sinni ,í strætis- vagni. Varð henni þá starsýnt á mann, sem hafði óvenju stórt nef. Að lokum sagði hún upphátt: * _ — Mamma, við skul.um tala' um þennan kai'l, þegar vjð komum heim. . , t , Stína hefir veriíi óþehk ‘óg mamma hefir reffeað nenhf. Eftir dálitla stund’ iðrast Stína' eftir öllu saman óg > biðúr mömmu fyrirgefningar óg mamma tekur haná á knje sjer. Stína strýkur mjúklega hár mömmu og segir svó: ? — En hvað þú ert gráhærð. — Já, mömmurnar verða grá hærðar þegar litlar stúlkur eru ekki góðar. Stína hugsar sig um stúnd- arkorn og segir svo: — Hún amma er miklu grá- hærðari! > '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.