Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1946, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1946, Side 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 213 V Annar eins bardagi hefir aldrei sjest. augnabliki voru þar ekki nema tveir. Dempsey var horfinn og það var engu líkara en að hann hefði farið í gegn um gólfið. Rúmlega 85 þús. manna horfðu á, og það er áreiðanlegt að jafn margar skýpngar hafa komið á því hvemig Dempsey hvarf, og hvern- ig honum skaut upp aftur, nema hvað þeir 50, sem sátu á fremsta bekk sáu með hvaða hætti þetta varð. Og sagan er þessi: Firpo fylgdi Dempsey þjett eftir út að vjeböndunum og sneri að honum vinstri hlið. Hægri hönd- ina hafði hann lausa og viðbúna til höggs. Og sex sinnum sló hann Dempsey í höfuðið, en Dempsey gat ekki endurgoldið það, því að hann kom ekki fyrir sig höndun- um. Hann var kortiinn þarna í sjálf- heldu, og er honum varð það ljóst afrjeð hann að reyna að komast úr henni. Hann bar hægri handk legginn fyrir höfuð sjer, laut nið- ur og ætlaði með vinstri hendi að draga sig eftir kaðlinum út úr kvínni. En þegar höfuð hans var rjett undir efsta kaðlinum og hann lyfti hægri fætinum til að stíga eitt skref áfram, þá gaf Firpo hon- um bymlingshögg undir hökuna. Svo mikið var höggið, að Dempsey lyftist upp af gólfinu og þeyttist út á milli vjebandanna eins og kólfi væri skotið og niður á frjetta- ritara íþróttablaðanna. En 85 þús- undir manna störðu á pallinn og áttuðu sig ekkert á því hvað af Dempsey háfði orðið. MIKIÐ hefir verið skrifað um það hvernig blaðamennirnir tóku á móti Dempsey og hvernig þeir hjálp uðu honum upp á pallinn'. En sann leikurinn er, að þeir urðu honum frckar til trafala en hitt. Þegar þessi stóri skrokkur kom þarna fljúgandi beint á blaðamsnn ina, reyndi hver að bjarga sjer. Þeir báru allir fyrir sig hendur til þess að reyna að hrinda honum af sjer, en ekki til þess að bjarga Dempsey, sem hafði veyð svo ó- heppinn að þeytast út á meðal þeirra. Það var heldur ekki álit- legt að fá hann ofan á sig, því hann sparkaði og barði út í loftið með öllum öngum. í þessum svip gaf hcínn einum dómaranna, Kid Mc Portland, svo vel útilátið högg, að hann gekk með blátt auga lengi á eftir. Sannleikurinn es sá, að blaða- mennirnir tóku á móti Dempsey með höggum og slögum til að koma honum af sjer. Og það var ekkert vinaklapp, sem hann fekk. Allir voru hræddir um það að hann mundi berja sig eða sparka í sig ó- sjálfrátt, og vildu því koma honum af sjer. Og þeir hrundu honum af sjer til þess að forða sjer við stór- mciðslum. Enginn hefir sjeð jafn ræíllsleg- an mann, svo gjörsneiddan öllu því sem menning heitir, eins og Dempsey er hann skreiddist upp á pallinn um leið og dómarinn taldi „níu“. Handleggirnir hengu mátt- lausir niður og augnaráðið var hálf brostið. Nú var tækifærið fyrir Firpo til þess ^ð ná í heimsmeistaratitilinn — en hann ljet það ganga sjer úr greipum.. EF Firpo hefði gengið þjett að Dempsey þá og greitt honum eitt af sínum ógnarhöggum, er ekki nokkur minsti vafi á því að Dems- • / /*v t t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.