Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1946, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1946, Side 2
374 % WSfPII LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jóannes Patursson í skrifstofu sinni í Kirkjubæ. í skápunum á bak við hann eru ýmsir forngripir, sem fundist hafa þar á staðnum. sjúkleika nokkurs, svo að sumir segja, að hann hafi eigi orðið full- komlega samur maður síðan. Hann rjetti þó vel við aftur og vann ó- trauður að hugsjónum sínum í ræðu og riti til æviloka. Færeyska tungu talaði hann og ritaði manna best, með þrótti og orðkyngi svo að af bar. Skáld var hann mikið og stund- aði ljóðagerð allmikið nærfelt sex- tigu vetra. Þar á meðal eru nafn- kunn sagnaljóð, Gunnlaugs kvæði, um Gunnlaug Ormstungu og Helgu ina fögru, fjöldi tækifæriskvæða, hvatningarljóð, ádeilur og jafnvel sálmar, „einhverjir inir bestu á færeyska tungu“. Sögðu andstæð- ingar hans, að skáldgáfa hans ogi stórhugur hefði stundum leitt hann í gönur. Fár bregður inu betra, ef hann veit ið verra. Jóhannes bóndi Patursson var mikilmenni, „Sannur Færeyjason- ur frá blautu barnsbeini“. Hann hneigðist þegar í æsku að þjóðleg- um fræðum, sem gnótt var af í eyjunum og kunni að meta alt slíkt. Tók hann og snemma að yrkja sjálfur, sem á var vikið, og hafði jafnan „Yggjar full“ á takteinum að aldurtila. Mun „Viðris fengr“ oft hafa verið honum „bölvabætr“ á löngum æviferli. Jóannes bóndi var maður fjöl- hæfur. Liggur eftir hann mikill verki í skáldskap og bókmentum. Hagvirkur var hann á það, er hann lagði á gjörva hönd. Margan fagur- legan trjeskurð hefur hann int af höndum. Þó skipta mestu afrek hans að stjórnmáium til þjóðlegr- ar vakningar og frelsis fyrir land sitt og þjóð. Snemma beygist krókurinn. Hann tók virkan þátt í stjómmála- vakning þeirri, er hófst með fundi á annan dag jóla 1888. Þá var hann tuttugu og þriggja ára. Á þeim fundi er talið, að lögð væri frum- drög að sjálfstæðisbaráttu Færey- inga og leiddi til þess að stofnað var „Færeyingafjelagið“ árið eftir. Skipar hann þar lengstum fremsta sessinn. En hugur hans beindist allmiklu fyrr að frelsismálum eyjarskeggja,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.