Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1946, Side 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
377
Hildur Kalman:
BORGIRNAR HRUNDAR
BONN er ekki mikið skemd.
Þær skemmdir sem urou voru eft-
ir loftárásir og voru aðallega á
bökkum Rínar. Brúin yfir Rín
hafði verið sprengd í loft upp, eins
og vel flestar brýrnar. Það voru
held jeg aðeins tvær brýr sem
bandamenn náðu óskemmdum og
var önnur hjá Coblenz og hin hjá
Nijmegen. Bráðabirgðabrýr höfðu
verið gerðar allstaðar. En þegar
vetra tók og Rín varð vatnsmikiL
og illileg voru þær hver annari
hættulegri. Aðal hættan var að
straumurinn í ánni tæki með sjer
eitthvað að skips-skrokkunum á ár
botninum eða brúarstöplana og
sópuðu þeim með sjer.
Oft og mörgum sinnum þurftum
við að fara yfir ána og þá fórum
við stundum á ferjum. Voru það
flöt skip (eða bátar) og keyrðum
við bílana um borð. Engin handrið
voru í kringum þilfarið, en bílarn-
ir keyrðir út á ystu brún til að
koma sem flestum fyrir því að
ferjurnar voru fáar. Ekki var laust
við að jeg væri hrædd þá.
Til Aachen (Aix-la-Chapelle)
fórum við oft og hjeldum þá til þar
í nokkrar nætur. Þar var mikið um
eyðileggingu og í vetrarfrostunum
hrundu fjölda mörg hús. Á leiðinni
til Aachen fórum við 1 gegnum
Julich. Þá skildi jeg til hlítar „jafn-
að við jörðu“. Ef jeg man rjett þá
hafði borgin tvisvar eða þrisvar
verið tekin í orustum og því
ekki að undra þótt skemdir væru
miklar. — í Aachen fórum við og
skoðuðum kirkju þá sem Charle-
magne var krýndur í árið 812. Ein
álma kirkjunnar var algjörlegá
eyðilögð, en miðparturinn, sem sr
Síðari grein
rómverskur og elsti hlutinn, var
næsta óskemdur. Múrað hafði ver-
ið yfir krýningarstólinn, til vernd-
ar gegn skemdum. Hann var á
„efri hæð“(?) og sneri beint á móti
altarinu, og veggirnir voru alsettir
gyltum mosaik. Var næsta ótrú-
legt að loft- og veggjaskreytingin
væri 1100 ára gömul. Okkur var
líka sýndur járnvarinn hluti kirkj-
unnar (strong room?), þar sem
geymdar voru allar gersemar kirkj
unnar, svo sem eins og 12 mismun-
andi klæðnaðir á líkneski Maríu
meyjar, ísaumaðir perlum og de-
möntum. Voru þessir klæðnaðir
gjafir frá ýmsum konunglegum
höfðingjum á ýmsum öldum. Þar
var 1 íka undur fallegt gull-skrín
sem á að innihalda jarðneskar leif-
ar Charlemagne, en hann var dýrð
lingur Aachen. Þarna var t. d. gull-
kross, rúmlega fet á hæð, alsettur
dýrum steinum. Sá stærsti þeirra,
í miðjum krossinum, var fyrir
stríð metinn á 2 millj. marka, sagði
leiðsögumaður okkar. Það tók
okkur meira en klukkutíma að
skoða alla þessa dýrð, en þá var
okkur líka orðið jökulkalt og við
vorum fegin að komast út. Óneit-
anlega var það skrítið að koma út
úr þessu gullstássi öllu og gim-
steinum og klifra yfir brotna stiga
og göng til að komast út á götu.
Frá Aachen fórum við stundum
í lítið þorp nefnt Monschau. Það
liggur rjett hjá landamærunum
milli Belgíu og Þýskalands og var
lengi belgískt. Það liggur í dal-
verpi, milli snarbrattra fjalla. Læk
ir renna niður fjallshlíðarnar og
sameinast í straummikilli á, sem
rennur í gegnum þorpið.
Þegar snjóar á vetrum teppast
allir vegir að og frá þorpinu.
í fyrsta sinn sem jeg fór til
Monschau með leikflokknum, fór-
um við frá Aachen um eftirmiðdag
í desember. Það var rösk tveggjja
tíma keyrsia, en vegurinn afleitur,
enda mikið skemdur eftir orust-
urnar. Þarna keyrðum við fram
hjá ónýtum skriðdrekum, sem lágu
hjer og þar við vegkantinn. Mátti
sjá á skemdunum á skóginum að
þarna hafði verið barist mikið, og
á skotgryfjunum og ónýtu her-
gögnunum við veginn. Þar voru
líka blettir hjer og þar, þaktir
smá-krossum, og voru það her-
mannagrafir. Á einstaka kross var
hengdur hermannahjálmur, þýsk-
ur, breskur eða amerikanskur.
„Hjerna þekki jeg hverja þúfu og
Laut“, sagði Michael. „Heldur ró-
legra núna en síðast þegar jeg var
hjer“. Meira sagði hann ekki.
Á AÐFANGADAG fór jeg í bíl-
túr niður í franska hernámssvæð-
ið, sem tekur við ca. 20 mílur fyrir
sunnan Bonn. Keyrðum við ca. 100
mílur þennan dag, en varla kom
það fyrir að við mættum farartæki.
Hestvagnarnir sem alsstaðar voru
á breska svæðinu, með grindhor-
uðum hestum fyrir, sáust varla
þarna. Handkerrurnar sem klambr
að er saman úr alsskonar trjebút-
um, sá maður, en fáar. Það var eng-
in umferð eiginlega og varla mann
að sjá á götu. — Var mjer sagt að
Frakkar hefðu engin farartæki fyr
ir heimalandið, hvað þá setulið í