Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1946, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1946, Síða 2
446 L.ESBOK MORGUNBLAÐSINS '•^Rkurey’ior ^kau^iCijjar *♦ ^Kró«^r. %** d Qtafity • vatni fyrir framan rúmið sitt og vakn- aði oft við það að hún var komin með fæturnar niður í vatnið. Nótt eina í septembermánuði dreymir hana að hún fari fram úr rúminu og hugsar hún þá í svefninum: ,.Guð hjálpi mjer, nú hefi jeg gleymt að láta vatnsbytt- una fyrir framan rúmið mitt, nú fer jeg að ganga í svefni“. Finst henni sem hún gangi út úr bænum, út á tún og svo alla leið sjávargötuna niður að sjó. > r> Guðrún Ó Johnsen. Þegar hún kemur þangað, sjer hún að Ebenezer stendur við skektu, sem st<>ð í vörinni. Skekta þessi var kölf- uð Eyrbyggja (hún var eyrseymd) snoturlega máluð, enda uppáhalds- fleyta síra Ólafs. Guðrúnu finst Et>en- •»*er vera lifandi og man ekkert eftir því að hann sje dáinn. Ebenezer á- varpar hana og segir: „Viltu koma á sjó með mjer. Gur>na?“ Ilún er til í það. Hryntu þau skckt- unni á flot og setjast undir árar, róa út úr vognum og inn með landi að ev þeirri er Lyngey er kölluð. Þar lenda þau og fer Ebenezer upp úr bátnum. í því finst henni hann hverfa, en í fjörunni sjer hún lík, höfuðtaust. Um leið er hann kominn aftur lifandi að skektunni, bendir í fjöruna og segir: „Hjerna ligg jeg, Gunna“. Fer hann síðan upp í skektuna og þau setjast undir árar og róa til sama lands, setja skektuna og skorða hana. Að því loknu segir Ebenezer: „Heyrðu, Gunna! Þegar þú vaknar í fyrramálið, þá heldur þú að þetta sje allt draumarugl og vitleysa, en taktu nú eftir og hafðu það til marks að nú læt jeg stýrissveifina undir hæl- inn á henni Eyrbyggju“. Og henni virðist hann gera það, en um leið er hann horfinn. Ekki fanst henni neitt óeðiilegt við þetta í svefninum og ckkert varð hún hrædd. Síðan finst henni hún ganga heim, inn í bæ og leggjast í rúm sitt og svaf svo draumlaust til morguns. Um morguninn þegar hún vaknar. man hún allan drauminn og er nú á- kveðin í að biðja föður sinn að láta enn leita í dag. Þegár hún fer að lala við föður sinn, er hann fyrst afundinn og segist ekki vilja hlusta á drauma- rugl hennar, en það verður þó úr, að hún fær að segja honum draum sinn, og þegar hún segir honum livað Eben- ezer hefði sagt og að hann hafi látið stýrissveifina undir hælinn á skekt- unni, brá honum nokkuð, kallar á vinnumann sinn, er Sturlaugur hjet, og segir við hann: ,-Sturli! Farðu ofan að sjó og gættu að, hvort stýrissveifin af henni Eyr- byggju sje undir hælnum á henni. í gær þegar við lentum ljet jeg sveif- ina uppá bitann í sjóarhúsinu“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.