Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1946, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1946, Page 7
LESBOK MORG!UNBLAÐSINS 451 og netlur og önnur dýr forðast að koma nærri þeim. í staðinn fyrir þessa vernd fær „blómið“ helming- inn af allri þeirri fæðu, sem ein- búinn nær í. Fleiri samvinnudýr eru þarna. Hinir marglitu kóralfiskar eru líka í bandalagi við blómdýrin. Koral- fiskarnir færa þeim fæðu, en fá svo að fela sig undir blöðum þeirra þegar hætta er á ferðum. Örlítill krabbi gætir þess altaf að vera í námunda við sjerstaka skel. Þegar krabbanum er hætta búin, opnast skelin og hann skríð- ur inn í hana og felur sig þar, þang- að til hættan er úti. Ekki er það á neins manns færi að lýsa þeirri dásamlegu litafjöl- breytni, sem er að finna niðri í sjónum. Maður þykist sjá hinar skrautlegustu korallagreinar, ljós- bláar með heiðgulum blettum. En ætli maður að snerta á þeim, hverfa allar greinarnar, því að þær hafa þá ekki verið annað en veiðiklær á einhverju kvikendi. En svo skýtur þeim upp aftur og þá er það sem áður var gult, orðið hárautt og ef maður snertir það nú, skiftir það enn um lit á augabragði og verður daufhvítt eins og fílabein. Kolkrabbinn er líka snillingur í því að skifta um lit. Stundum er hann ljósrauður og skiftir svo bang að til hann hefir sýnt alt litrófið og er orðinn kolsvartur. Sá, sem fer í rannsóknaför niður íí djúpið, kemst fljótt að því, að þar ráða alt önnur lögmál heldur en á þurru landi. Hann getur gengið á höndunum, ef honum sýnist svo, ekki síður en á fótunum. Ef hann dettur, þá ve’-ður bað ekki bvlta, heldur sígur hann hægt og rólega til botns og meiðir sig ekkert. Og honum er alveg varnað bess. að dæma um fjarlægðir með augun- um. Það sem honum sýnist vera rjett hjá sjer, er langt í burtu og það sem honum sýnist vera langt í burtu, er máske rjett við nefið á honum. Himininn, sem hann sjer yfir sjer, er ekki annað en blámi hafsins, og hinar óteljandi stjörn- ur, sem hann þykist sjá á þeim himni, eru ekki annað en örlitlir silfurlitir fiskar. reilmincjlnn Sagan gerðist norðarlega í Kanada, þar sem erii víðáttumiklar auðnir og langt á milli mannabygða. Nokkrir hvítir veiðimenn höfðu sect að á ein- hverjum stað og komust þar í kvnni við Indíána, sem þeir kiilluðu .Tóa. Var hann ekki mikill fyrir mann að sjá, en hitt þótti þeim frábært, hvað hann var veðurglöggur. Kom það varla fyrir að veðurspár hans rættust ekki. I glaða sólskini, þegar hvergi sá skýhaf á lofti, og allir hugðu rakinn þerri. var Jói vís til að segja: „Það er rigning'í honum núna“. Og skömmu seinna var farið að rigna. Svo var það illviðrisdag nokkurn, að veiðimenn spurðu Jóa hvort ekki færi bráðum að stytta upp. Jói uppti öxlum: „Veit það ekki. Útvarpið bilað“. V w Að vísu tapaði hann í hnefaleik- unum, en hann hefði getað fengið 1. verðlaun fyrir spretthlaup. • ■ • Getið þjer svarað þessum spurn- ingum? Þær eru prófsteinn á greind yðar og athyglisgáfu: 1. Þér standið á steingólfi og hald- ið á ósoðnu eggi i höndinni. Hvernig farið þjer að því að láta eggið detta einn meter án þess að lirotna? 2. Hvernig farið þjer að því að kasta leiksoppi eins langt og ])jer get- ið og láta hann koma aftur til yðar, án þess að hann hafi rekist á neitt? 3. ímyndið yður að þjer sjeuð í.bíl og framundan liggur vegurinn beir.t í suður. An þess að snúa við akið þjer svo þangað til þjer eru einum kíló meter norðar, heldur en þegar þjer lögðuð á stað. Hvernig farið þjer að því? 4. Setjum svo að þjer stjórnið flug- vjel, sem fer á milii New York og Chicago. Vegalengdin er 1600 k-n. og flugvjtlin lendir ’á hálftíma fresti. Flughraðinn er 320 kílómetrar á klukkustund. Hvað heitir flugmaður- in n? 5. í ýmsum löndum liggur refsíng við því, að gera tilraun til að fremja ákveðinn glæp, en engin refsing við því ef glæpurinn er framinn. Hvaða glæpur er það? 6. bjer biðjið smið að saga siindur bjálka nokkurn í 4 búta. Siuiðurinn vill t'á 50 aura fyrir að saga hann í tvennt. Hve mikið þurfið þjer ]>á að greiða honum? 7. Hvernig farið þjer að því að stinga vinstri hönd í hægri buxna- vasa og hægri hönd í vinstri buxna- vasa? VÍSA eftir Skúla Magnússon landfógeta: Ymsir kúga. innbvrftis einnig þrúga vinum. falsa, Ijúsa. mala mis. merginn sjúga úr liinum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.