Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1947, Síða 2
294
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ofnarnir eru mjög eyðslufrekir á raf-
magn, og nokkrar aluminium- /erk-
smiðjur, sem reistar voru í n'>nda-
ríkjunum á stríðsárunum, hafa menn
neyðst til að leggja niður, vegna þess
að þær gátu ekki keppt við kana
disku verksmiðjuna. Og ástæðan var
sú, að þær gátu ekki fengið nógu ó-
dýrt rafmagn. Jafnvel hinir „þrír
stóru“, Aluminium Corporation of
America, Reynolds og Kaiser, hafa
gefist upp og skýrt stjórninni frá því,
að þeir geti alls ekki keppt við kana-
disku verksmiðjuna, þar sem hún =el-
ur pundið af aluminium á 12 cent.
Aluminium er einn af átta málm-
um, sem nýtísku vísindi hafa dregið
fram í dagsins ljós. Þó er það senni
lega sá málmurinn, sem mest er til af
á jörðinni. Það er svo að segja í öll-
um leir, og mönnum telst svo til, að
að ef það væri allt komið saman í
einn stað, þá mætti steypa úr því 10
kílómetra þykka skorpu utan um
hnöttinn. Og sje nú svo komið, sem
margir hafa óttast, að járnnámur
jarðarinnar sje að ganga til þurðar,
þá kemur hjer annar málmur í þess
stað, og hann er svo að segja óþrjót-
andi.
Hvernig stendur nú á því, að alu-
minium fór allt í einu að keppa við
járn og kopar? Aðalástæðan til þess
er sú, að menn hafa nýskeð upp-
götvað ýmissa eiginleika þess. og
þeim hefur tekist að blanda það öðr-
um málmum á margan hátt, svo að
hægt er að nota það á mörgum sinn-
um fleiri vegu en áður. Mönnum hef
ur tekist að gera það gljáandi eins og
„króm“, fjaðurmagnað eins og stál
og jafn sterkt og járn. Það leiðir raf-
magn engu síður en kopar, tekur lit
eins og bómull og er jafn góð hita-
einangrun eins og ull.
Menn heldu áður að höfuðkostur
þess væri sá, hvað það er ljett. En
það hefur annan eiginleika, sem ekki
er minna varið í: það endurkastar
hitageislum eins og spegill endur-
kastar ljósgeislum.
Aluminium handvagn fyrir golfleik-
ara.
Aluminium-þynnur, sem ekki eru
þykkri en „silfurpappír", sem hafður
er utan um vindlinga, og settar væri
á húsþak, myndi endurkasta 60% af
sólarhitanum á sumrinu, og minnka
hitaútstreymi um 50% á vetrinum.
Sje nú þessi aluminium-þynna gerð
einn þumlungur á þykkt, þá er hún
jafn góð hitaeinangrun eins og 50
þumlunga þykkt vaðmál.
Vegna þess hvað aluminium er 'jett,
þá þarf minni gufukraft til að knýja
járnbrautarlest úr aluminium, heldur
en lest úr stáli. Með öðrum orðum,
með sömu eldsnevtiseyðslu og áður,
geta járnbrautarlestir nú flutt mikiU
meira.
Margir almenningsbílar eru nú gerð
ir úr aluminium, og þeir eru svo
miklu ljettari en eldri bílar, að nemur
þunga 30 farþega. Það er einnig farið
að nota það í einkabíla. Verksmiðja í
Quebeck, sem smíðar yfirbyggingar á
bíla, notar nú eingöngu aluminium.
í Bretlandi hefur bíll verið smíðaður
úr aluminium og vegur ekki meira
en 800 pund, en getur ekið um 70 míl-
ur á einu gallon (41/, lítral af
bensíni.
Járnbrautarfjelögin í Ameríku
hafa gert ýmsar tilraunir með alu-
minium á undanförnum árum. Og nú
hafa verið smíðaðir farþegavagnar,
sem eru 5000 pundum Ijettari en
vagnar voru áður. Og endingin talin
jafn góð og járns áður.
Nú er verið að gera við og endur-
byggja mörg skip og kemur alumin-
ium þar í staðinn fyrir járn. Á eitt
skip, ,,Redfern“ var sett alveg ný yfir
býgging úr aluminium og í mörgum
skipum hafa verið gerð farþegarúm
úr því.
Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að
hún muni láta reisa 100,000 alumin-
ium-hús handa afskráðum hermönn-
um. Er talið að hvert hús muni kosta
um 7000 dollara.
Mikið er nú notað af aluminium til
að klæða og þekja his, einkum í vest-
urfylkjum Kanada. í austurfylkjun-
um leyfa byggingasamþykktir ekki
notkun þess í borgum, en í landbún-
aðarhjeruðunum er það mikið notað.
Þetta er ekki óeðlilegt, því að alumin-
ium hefur þrjá höfuðkosti, sem
byggingarefni. Það einangrar svo vel
að húsin verða hlý. Aldrei þarf að
mála það. Og það er svo ljett að auð-
velt er að fara með stórar plötur af
því, en það er mjög til verkdrýginda
við húsbyggingar. Húsasmiðir telja
og að það geti víða komið í stað fyrir
timbur. Fyrir 8—9 árum var sett
alufninium þak á hús í Arvida, og það
er jafn gott enn, og hefur aldrei verið
málað og aldrei þurft viðgerðar.
Hið nýasta á þessu sviði er að nota
aluminium ekki aðeins í hús, heldur
einnig í barnaleikföng, bikara og ótal
margt annað. Er alla, vega litt alu-
minium komið á markaðinn.
Húsasmiðir og byggingameistarar,
sem hafa notað aluminium, vilja nú
helst hvorki hafa timbur nje járn í
húsum. Þó segja þeir að það geti ekki
komið í staðinn fyrir stál í stórbygg-
ingum og brúm, því að þar sje það
of dýrt og verði of mikið fyrirferðar,
eigi það að hafa nægilegt burðarmagn.
Þó er engin regla án undantekning-
ar. I Montreal var dómkirkja byggð ;
gotneskum stíl. En er hún hafði stað-