Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1947, Síða 8
300
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
LOFTUR GUTTORMSSON SKALD
sem kallaður var hinn ríki, var einn
af fremstu mönnum á sinni tíð, virð-
ingarmaður mikill og vegmenni. Um
auð hans má fá hug-niynd af skiftabrjefi
hans (1436 eða 1437). Eftir því hafa
skilgetnir synir hans, Þorvarður og
Eiríkur, hvor fengið í arf cftir hann
11U hundrað hundraða í fasteiguum, 2
hundruð hundraða í virðingarfje og 76
hundruð í smjörum, er 12 fjórðungar
voru lagðir í eitt hundrað. Dætur hans
skilgetnar, úlöf og Soffía, fengu hálfu
minna hvor. Ai.k þess er sagt að hann
hafi gefið laungetnum sonum sínum og
Kristínar Oddsdóttur, þeim Ólafi, Ormi,
Skúla og Sumarliða, b hundruð hundr-
aða.
%
HÓLAKIRKJA
Þegar biskupsstóll var stofnaður á
Hólum og Jón biskup Ögmundsson kom
þangað, var þar lítil og óvönduð kirkja.
Ljet biskup rífa hana, en keypti kirkju-
við í Norcgi og fermdi skip af honum.
Skipið tók höfn á Eyrarbakka og þar
var kirkjuviðnum skipað á land. Fluttu
svo Sunnlendingar viðinn upp í Hvin-
verjadal á Kili, en Norðlendingar drógu
hann á sleðum heim að Hólum. Mundu
það taldir dýrir flutningar og óhag-
kvæmir nú á dögum. Af þessum viði ljet
Jón biskup gera mikla og virðulega
kirkju á Hólum og mun hún hafa staðið
í rúm 150 ár.
NÝBÝLI
Á seinni árum hafa féir cða alls engir
stofnsett nýbýli á íslandi í stað hinna
ótalmörgu eyðibýla. — Undantekning í
þcssu efni var Brynjólfur Sveinsson,
biskup. Þessi lærði og á marga lund á-
gæti maður keypti hingað og þangað
landspildur við sjóinn, einkum á Akra-
nesi, hýsti þar bæi og bygði síðan jarð-
imar með lágri landskuld. Eitt af ný-
býlum hans er Grund í Skorradal. —
(Ferðabók).
MJÖLSÝRA
nefndist drykkur, sem um eitt skeið
var búinn til undir Jökli, en hvergi
annars staðar á landinu. Hún var þannig
gerð að rúgmjöl var hrært út í vatni
svo að úr varð þunnur grautur. Þessi
4
,,ÞORPIÐ VIÐ SJÁVARSÍÐUNA“. Mynd, þessi cr af málverki eftir Gunn-
laug Scheving, og var þaö á norrœnu listsýningunni í Stokkhólmi í sumar.
Málverkið keypti Nationa1 Museum í Stokkhólmi og er þaö nú í því safni.
grautur var svo soðinn þangað til liann
jafnaðist. Að því búnu var liann settur
í trje ílát með loki yfir. Korr þá í hann
gerð. Þegar henni var lokið var þynk-
unni helt ofan af, en maukið geymt til
næstu gerjunar. Þegar sýran var orðin
nógu sterk var heitu vatni lielt í hana
og helt hún þá áfram að gerjast.
GALDRABRENNUR
Á þrjátíu ára tímabili (1660—1690)
voru 16 menn brendir fyrir galdra á
íslandi. Sumir þeirra voru noiðlenskir,
en flestir úr Vestfirðingafjórðungi, aðal
lega Vestfjörðum. Árið 1690 var á Al-
þingi lesin konungleg tilskipun, scm
bannaði að taka galdramenn af eftir
hjeraðsdómi eða Alþingisdómi og skyldi
málum þeirra skotið til konungs.
KISTUM SNClÐ
Það var siður í Grímsey, þegar sira
Páll Tómasson (föðurbróðir Gríms
Thomsens) var prestur þar (1828—1834)
að snúa hverju líki þrisvar fyrir kirkju-
dyrum, áður en það var jarðað, í því
skyni að villa afturgönguna tilvonandi.
Einu sinni var jarðaður einhver maður,
sem eyjarskeggjar höfðu sterkan grun á
að mundi ganga aftur, svo að þeir sneru
líkinu oftar en þrisvar. Síra Páll sá það
og sagði: „Snúið þið og snúift þið, piltar
mínir. Aldrei verður of mikið snúið“.
Eftir það er sagt, að Grímseyingar hafi
hætt að snúa líkum fyrir kirkjudyrum.
(Ól. Davíðsson).
GRÆNLANDSHUGUR —
BRASILlUFÖR
Veturinn 1858—59 er talinn með verstu
vetrum norðanlands á öldinni sem leið
Seir.t í sept. gekk hann í garð í Þing-
eyjarsýslu með ógurlegri stórhríð og
fenti þá margt fje. Frá 1. mars til 24.
apríl skiptust á stórhríðar og bruna-
frost. Þá voru sumarpáskar. Þá var svo
heylaust orðið að sumir skáru fjeð í hús-
unum og kösuðu það, svo að það skvldi
ckki svelta yfir hátíðina. Upp úr hess-
um harðindum tók að bera mikið á því
að Þingeyingar vildu komast af landi
burt og var efst í þeim að taka sig sam-
an og flytjast til Grænlands og endur-
reisa hina fornu íslendingabygð þar. —
Voru margir fundir haldnir um þetta í
innsveitunum. En ekkert varð úr Græn
landsförinni. Einar í Nesi sneri hugum
mann frá þessu og taldi þeim hyggilegra
að leita til Brasilíu. Og upp úr því hófust
Brasilíuferðirnar.