Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1947, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1947, Blaðsíða 2
302 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS á blaðinu, það var svo stórt og hrika- legt, miklu stærra en nafnið á blaðinu Þjóöólfur, sem þá kom ávallt reglu- lega með fjórtán daga millibili. Fvrsti stafurinn, Ú-ið var svo tröllslegt að jeg gleymi því aldrei. Útgeíandans hafði jeg oft heyrt getið, en við þetta tækifæri festist„ nafn hans betur í minni mínu, og jeg komst að þeirri niðurstöðu að hann væri flestum mönnum meiri. Síðar kom út skáld- saga eftir hann, .Mínir vinir“, sem lesin var á kvöldin og rætt mikið um á eftir, enda vissi fólk góð deili á höf- undinum, sem það sagði að væri mað- ur á besta skeiði, lærður vel og gædd- ur miklum hæfileikum, þá nýkominn frá Englandi og kæmi þaðan með nýja siði í verslunar- og viðskiptalegu tilliti, sem eflaust yrði til bóta. Og svo komu fleiri ritlingar og prentaðir listar yfir vörur og verð frá hans hendi, sem lesnir voru með athygli og voru umræðuefni á heimilinu marga daga á eftir. Nokkuð jók það álit mitt á þessum kaupmanni að verslun hans sendi svonefndar „vöruprufur“ öðru hverju heim til okkar að Móum. Þessar „prufur“ kom faðir minn með nokkr- um sinnum á vorin í byrjun kauptíð- ar og stundum á öðrum tíðum árs- ins, einkum fyrir hátíðir. Þetta var mest sýnishorn af koloníalvörum, kaffi, hveiti, grjón, ávextir, rúsínur, sveskjur o. fl„ í brjefpoka lagt niður í kassa. Þegar jeg beiddist upplýsinga um hvað orðið „prufa“ þýddi, var mjer svarað, að það væru vörur sem ekki væri krafist endurgjalds fyrir. En þetta atriði olli mjer ekki mikilla heilabrota að minnsta kosti í það skipti. En verslun Þorl. Ó. Johnson var í hávegum höfð af öllum á heim- ilinu. Svo var það eitt sinn, að jeg fekk að fara til Reykjavíkur með foreldr- um mínum. Á göngu minni um bæ- inn varð mjer starsýnt á afarlangt hús í Hafnarstræti, sölubúð með geisi- stóru spjaldi, sem reist var á rönd lóðrjett á þakskegginu frá enda til cr.da á húsir.u. Á spjalclið var ritað með risavöxnum stöfum nafn versl- unarinnar og að þar fengist góðar vörur með lágu verði, er komnar væru beina leið frá Manchester, Shef- field, Birminghcm, London, Liver- pol og Glasgow. Þetta var versiun Þorláks Ó. Johnson. Fyrir mjer þá tæplega tíu ára gömlum — opnaði þessi sjón r.ýjan heim er jeg óljóst hafði gert mjer grein fyrir áður. Hinar verslanirr.ar i bænum virtust mjer tilkomulitlar. minnsta kosti að ytra útliti. — Þær voru í mínum augum danskar einok- unarbúðir, eins og jeg hafði heyrt sumar þeirra nefndar við tækifæri einhverntíma áður. Ve'-slun Þorl. Ó. Johnson benti mjer aftur á móti á stórborgir, einhvers staðar úti í heimi, með auð og allsnægtir, þar sem allt fengis.t sem beðið væri um með lágu verði. Og um gæðin á vörunum þurfti ekki að deila það báru „prufurnar", sem okkur höfðu verið sendar vitni um. í fylgd með foreldrum minum gafst mjer tækifæri til að koma heim í hið veglega tveggja hæða hús við lækinn, heimili kaupmannsins pg heilsa upp á hinn eldfjöruga og slcemmtilega Gentleman Þorl. Ó. Johnson og konu hans, hina glæsi- lrgu, hæglátu hefðarfrú. Og • síðar minnst einu sinni á ári fram að ferm- ingaraldri, kom jeg heim til þeirra og dáðist að báðum hjónunum og börn- unum .fallegum og siðprúðum og heim ilinu. Þvílíkan sælustað hafði jeg — sveitadrengurinn — ekki gert mjer hugmynd um áður. ÆTTERNI Heima hafði jeg oft heyrt móður ihína minnast á foreldra Þorl. Ó. Johnson og man ennþá hvernig hún lýsti þeim. En öðrum til upplýsinga og mjer til hægðarauka vil jeg til- færa það sem síra Matthías segir um þá: „Faðir Þorláks Ó. Johnson’s", skrifar hann, „var Ólafur Einarsson Johnson, prestur á Stað á Reykjanesi, bræðrungur Jóns Sigurðssonar, for- seta og bróðir Ingibjargar konu hans og var skyldleikinn auðsær“. Svo bætir hann við: „Hann var eins c Jón umíram flesta menn að fróðleík og höfðinglegum háttum, djarflegur, fjörugur og frækinn og að öllu manndómslega á sig kominn. Reið- maður var hann góður og enn slyng- ari sjómaður, syndur sem selur. — Hreinhjartaður var hann og guðræk- inn. Kona hans var Sigríður Þorláks- dóttir prests Gestssonar, frá Móum á Kjalarnesi, fríð kona og dáðrík og allra kvenna prúðust og guðræknust. — Þau bjuggu ríkmannlegu bái og byggðu svo staðinn að enginn bær á Vesturlandi þótti fegri en Staðar- bær“. Svona lýsir síra Matthísar foreldr- um kaupmanns Þorl. Ó. Johnson’s. — Um Þorl. Ó. Johnson sjálfan, sem þá er ungur við verslunarnám 1 London skrifar hann — þá á ferðalagi í Eng- landi og naut leiðsögu hans ng að- stoðar á allan hátt — að Þorlákur Ó. Johnson væri „maður lipur og Ijúfur, hinn mesti glaðværðar- og fjörmaður og alúðlegasti fjelagi". Jeg var of ungur þegar jeg kynnt- ist Þorl. Ó. Johnson, til þess að geta lýst þessum alúðarvin og velgjörða- manni foreldra minna, sem var svo mikið talað um á heimili okkar og meðal sveitunganna. En það var gert orð á því, að hann væri pr’úðmenni hið mesta og fyrirmyndar kaupmað- ur, flestum menntaðri, frjálslyndur og einbeittur umbótamaður á flestum sviðum verslunar og viðskipta. DVÖL í ENGLANDI Þorl. Ó. Johnson hafði í nokkur ár með tilstyrk frænda síns, Jóns Sig- urðssonar forseta, dvalist við verslun- arnám í Englandi og síðan starfað þar við verslun í mörg ár, þar til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.