Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1947, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1947, Page 1
40. tölublaö. Sunnudagur 16. nóvember 1947. XXII. árg. ELLIÐAÁRMÁLIN Niðurlag SAMTAL VIÐ MAGNÚS ÓLAFSSON AF ÖLLUM þeim fjölda manna, sem eitthvaö voru við Elliðaármálin riönir, er nú aðeins e^jnn á lífi, Magnús Ólafsson, sem þá var vinnumaður á Vatnsenda. Hann er bóndi á Eyjum í Kjós og verður 91 árs gamall á morg- un (17. nóv.). Hann ber hinn háa ald- ur vel, er stálminnugur, að minnsta kosti á allt það sem skeði á bestu manndómsárum hans. En sjónin er farin fyrir þremur árum. Jeg fór að finna Magnús og biðja hann að segja mjer nánar frá kistu- brotunum í Elliðaánum. Ekki hafði jeg sjeð hann fyr, en mjer fannst þegar sem hann væri lifandi eftir- mynd Egils Skallagrimssonar, þegar hann var á Mosfelli, hár maður og herðabreiður, með fannhvítt skegg niður á bringu, útlimamikill og með stórar og kraftalegar hendur. — Er auðsjeð að hann hefur verið víkingur að burðum og atorku, og mundi vera enn hinn errilegasti, ef hann yrði ekki að ,hvarfa blindur af branda“. Hann rjettist í setinu og einkennileg- ur svipur kom á andlitið þegar talið barst að Elliðaármálunum, ofurlítið endurskin af þeim áhuga og brenn- andi rjettlætistilfinningu, sem rjeðu gerðum kistubrotsmanna. Jeg las fyrir hann írásögn Lesbók- Magmis Ólafsson ar um Elliðaármálin og ,kvað hann hana að öllu leyti rjetta. Var auðsjeö að hann hafði gaman að lestrinum og lifði nú upp í huganum löngu liðna atburði. Brosti hann oft og strauk skeggið alveg eins og jeg ímynda mjer að Egill hafi gert, þegar tíðrætt varð um afrek hans á yngri árum. — Þú munt hafa tekið þátt í þrem- ur kistubrotum, sagði jeg. — Ónei, fjórum sinnum var jeg með, sagði hann íbygginn. Jeg var ekki með í fyrsta skipti. Þá voru það aðeins leiguliðar á landsjóðsjörðunum Hólmi og Breiðholti. Það mun hafa verið gert að ráðleggingu Benedikts Sveinssonar, því að hann ;ar driffjöð- urin í öllu þessu. Mun hann hafa álitjð rjettast að landsetar landsjóðs tæki sig fram um það að verja rjettindi á- biðarjarða sinna. Þeir gerðu ekki annað með því en verja eignarrjett- indi landsjóðs. Næst þegar kisturnar voni brotnar stóð Kristinn Magnússon í Engey fyr- ir því. Þá var jeg með. En Kristinn tók einn á sig alla sökina og við hinir sluppum. Þar næst vorum við þrír að verki. Þeir voru þá með mjer Bergsteinn Jónsson. söðlasmiður, sem Þorbjörg Sveinsdóttir sendi til að aðstoða okk- ur, og Einar Steindórsson, vinnumað- ur á Elliðavatni. Einar var systur- sonur Sæmundar bónda þar og jeg var jafnskyldur Ólafi íóstra mínum á Vatnscnda. Jeg var þá rúmlega tví- tugur. Böndin bárust að okkur Einari, en fyrst í stað vildum við ekki gefa Kristjáni Jónssyni, sýslumanni, nein- ar upplýsingar. Var máliö þvælt fram og aftur, en að lokum bauðst jeg til þess að taka á mig alla sökina, ef þá yrði ekki meira gert í málinu. Sýslu- maður samþykkti þetta, því að honum var það siður en svo kappsmál að standa í þessum erjum og koma mörg- um í bölvun. -— Svo varstu einn aí þessum grímu klæddu mönnum, sem brutu kisturnar. Hvernig gerðuð þið ykkur torkenni- lega?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.