Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1947, Qupperneq 2
342
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
—Það var nú ósköp einfalt. Mar-
teinn hafði gert sjer gerviskegg úr
ullarflóka, en við hinir vorum aðeins
með hatta og ljetum þá slúta. Þegar
við vorum komnir að kistunum kom
varðmaður Thomsens hlaupandi heim
an frá Ártúnum. Hann hjet Jón og
var einhendur. Thomsen hafði kennt
%
honum það ráð, að hann skyldi standa
uppi á laxakistunum, ef einhver ætlaði
að brjóta þær, því að menn mundu
kynoka sjer við að steypa honum í
ána. Og nú hljóp Jón upp á kistuna
og ætlaði að standa þar. En við gerð-
um okkur hægt um hönd, tókum mann
inn og leiddum hann upp í hólma og
þar helt einn honum á meðan við hinir
brutum kisturnar. Hann þekkti engan
okkar og þess vegna komst það ekki
upp fyr en löngu síðar hverjir höfðu
verið þar að verki.
— Hvernig voru laxakisturnar?
— Fyrst voru fjögur trje milli
stíflugarðanna, tvö að neðan og tvö að
ofan og þilju slegið innan á þau. Á
henni voru mörg smágöt til að hleypa
út vatni, en á miðri þiljunni stórt gat
og innar af því svokallaður háfur. —
Voru það tálkn, sem voru fest um-
hverfis gatið og gengu í odd inn í
kistuna. Þar þrengdu laxarnir sjer í
gegn, en komust auðvitað ekki út aft-
ur. Kistan sjálf var úr rimlum, eins
og áður er lýst.
— Hvernig fóruð þið að, brutuð þið
kisturnar eða tókuð þær upp?
— Við mölbrutum þær; við ætluð-
umst ekki til þess að hægt væri að
setja þær niður aftur. Þetta var hermd
arverk og mjer þótti það í aðra hönd-
ina leiðinlegt, en á hinn bóginn vorum
við alveg sannfærðir um það að þetta
væri ilf nauðsyn, því að öðrum kosti
mundi aldrei verða komið lögum yfir
Thomsen. Hann hafði sterka með-
haldsmenn, landshöfðingja, amtmann
og tvo dómara í landsyfirrjetti, þá
Lárus Sveinbjörnsson og Magnús
Stephensen. Jón Pjetursson, yfirdóm-
ari, taldi aftur á móti þvergirðingar
Thomsens ólöglegar.
Svo var jeg með í „stóra kistubrot-
inu“. sem kallað var. En þar voru
ekki aðrir ákærðir en þeir, sem skrif-
uðu undir brjefið til landshöfðingja.
— Hvað geturðu sagt mjer um hinn
vopnaða vörð, sem Thomsen hafði við
árnar og kallaður er Eiríkur landseti
hans?
— Jeg vissi aldrei til þess að vopn-
aðir menn gætti ánna. En þessi Ei-
ríkur varð seinna þjóðkunnur maðUr.
Það var Eiríkur ólafsson frá Brún-
um. Hann bjó þá á Ártúnum.
— Lentir þá ekki í yfirheyrslum
hjá Jóni. landritara?
— Jú, blessaður vertu. — Hann
gerði mjer fyrst boð að mæta á bæjar-
þingstofunni á ákveðinni stundu. Jeg
kom þangað á rjettum tíma, en þá
var hann ekki við. En þarna hitti jeg
ungan pilt, Sighvat Bjarnason, sem
seinna varð bankastjóri. Hann var þá
víst skrifari hjá Jóni landritara. Jeg
sagði honum erindi mitt og bað hann
að minnast þess að jeg hefði komið
að ákveðinni stundu, en nú væri jeg
farinn aftur því að jeg hefði annað
að gera en slæpast hjer. Hann bað
mig að bíða á meðan hann færi heim
til landritara. Jeg lofaði að bíða í 15
mínútur. Með það fór Sighvatur, en
kom aftur og sagði að landritari gæti
ekki komið fyr en eftir hálfa stund.
Þá fór jeg.
Nokkru síðar kemur svo Jón við
annan mann upp að Vatnsenda og
ætlaði að taka mig fastan. Þá fauk nú
i mig og fingurnir kreptust ósjálfrátt
í lófana, því að jeg var enginn aukvisi
á þeim árum. Jeg sagði honum að jeg
væri ekki uppnæmur fyrir tveimur
mönnum og hann mundi þurfa meiri
mannafla, ef hann ætlaði að taka mig
höndum, því að óbundinn færi jeg ekki
fet. Auk þess hefði hann enga heimild
til að taka mig fastan því að jeg hefði
þegar fengið dóm og greitt sekt, og
þar með væri það mál útkljáð, og
þýddi ekki fyrir hann að ætla að taka
það upp aftur. Þetta hafði Benedikt
Sveinsson ráðlagt mjer að segja. Og
við það fór Jón.
En þegar Marteinn hafði meðgengið
allt og sagt hverjir hefði staðið að
kistubrotunum með sjer — og þar á
meðal jeg — þá kallaði Jón mig aftur
fyrir rjett. Jeg sagði honum þá að nú
gæti jeg vel leyst ofan af skjóðunni,
því að mjer hefði ekki gengið annað
til áður, er jeg þrjóskaðist, en að koma
ekki öðrum í bölvun. „Þetta er drengi-
lega hugsað", sagði Jón þá. Og að
lokinni yfirheyrslu kvaddi hann mig
með handabandi og kvaðst skyldi
minnast þess hvað jeg hefði komið
drengilega fram. Svo einkennilegur
var Jón inn við beinið.
Um úrslit málanna er kunnugt, að
allir sluppu nema þau fjögur, sem
stóðu að seinasta kistubrotinu. Og svo
voru þvergirðingar Thomsens dæmdar
ólöglegar og teknar úr ánum. — Við
höfðum sigrað eftir langa mæðu. Og
það brá svo við, að þegar þvergirð-
ingarnar voru farnar, þá fóru bænd-
urnir upp með ánum að rjetta við. —
Það var eigi aðeins að nú fylltust árn-
ar af laxi alveg upp í vatn og nóg
veiði fyrir löndum jarðanna, heldur
komu nú Englendingar og leigðu
veiðirjett af bændunum fyrir ærið
fje. Jeg veit því að ,,uppreisnin“ varð
til blessunar bæði þar og víðar, því að
síðan hefur enginn dirfst að þvergirða
laxár.
— Hvað geturðu sagt mjer um þá
Martein og Bergstein?
— Jeg þekkti þá svo sem ekki neitt.
En mjer var sagt að þeir hefðu verið
heimagangar hjá Þorbjörgu Sveins-
dóttur, því að þeir hefði verið að
draga sig eftir Ólafíu Jóhannsdóttur
og Helgu systur hennar. Ólafía var þá
hjá Þorbjörgu, glæsileg og gáfuð
stúlka. Svo fór að Marteinn krækti í
Helgu og fóru þau til Ameríku. En
hjónaband þeirra varð ófarsælt og
þau skildu. Hið seinasta, sem jeg
frjetti af Marteini var það, að hann
bjó einn í ljelegum kofa einhversstað-
ar hjá Winnipeg-vatni. Hann hafði orð