Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1947, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
343
Bergsteinn Jónsson
ið fyrir því slysi að skjóta af sjer
aðra höndina. Og einhendur lifði hann
nú aðallega á því að skjóta fugla sjer
til matar. Mjer fannst Marteinn alltaf
heldur ógiftusamlegur, enda varð
hann enginn gæfumaður.
Bergsteinn var mikið greindari mað
ur, en þó fataöist honum einu sinni
þegar hann ætlaði að strjúka frá Jóni
iandritara og hafði ekki meiri hraðan
á, cn að hann gisti um nóttina að
Lækjarbotnum. Jón varð þess vísari
að hann var strokinn, elti hann og
rakti slóð hans austur yfir fjall og
heim að bæ, þar sem hann var þá
kominn. — Bergsteinn ljest á Eyrar-
bakka skömmu eftir að málunum
lauk.
— Hvað viltu segja mjer af sjálf-
um þjer?
— Um mig er fátt að segja. Jeg
ólst upp hjá Ólafi móðurbróður mín-
um á Vatnsenda. Ólafur fór seinna til
Ameríku og var þar í 30 ár, kom
blindur heim og dó í Reykjavík 1931.
Þú sjerð á þessu aö blindan er ættar-
fylgja. Skömmu eftir málaferlin reisti
jeg bú á Lambhaga í Mosfellssveit og
bjó þar nokkur ár. Svo keypti jeg
þessa jörð, og hjer hefi jeg verið síð-
an. —
★
Þótt sögu málaferlanna og „upp-
reisnarinnar“ sje nú iokið, þykir mjer
rjett að rekja í stuttu máli sögu Elliða
ánna frá þeim tímá.
THOMSEN SELUR ÁRNAR
EFTIR ALLA þcssa erfiðleika, lang
varandi málaferli og ósigur að lokum,
yarð Thom'sen leiður á því að fást við
laxveiðarnar í Elliðaánum og áriö
1S85 bauð hann bænum árnar fyrir
12000 krónur. Því boði hafnaði bæjar-
stjórn umræðulaust með öllum atkvæð
um. Aftur bauð hann bænum for-
kaupsrjett 1890. En þá var kominn í
spilið cnskur maður, Mr. Fayne, sem
vildi kaupa þær fvrir 3000 £, eða
54,000 kr. Bæjarstjórn hafnaði for-
kauprjetti, og síðan voru árnar eign
Mr. Payne fram til ársins 1906.
BÆRINN KAUPIR ÁRNAR
ÞEGAR landið fekk innlenda stjórn
1904, fór þegar að bera á framfara-
hug, og gerði hann vart við sig á öllum
sviðum. Reykjavík var í örúm vexti,
og fólkið var orðið svo margt, að til
hreinustu vandræða horfði um vatn
handa þeim fjölda. En þá voru ekki
önnur vatnsból í bænum en gömlu
brunnarnir, og þeir voru fljótt þur-
ausnir, og sumir þeirra voru blátt á-
fram hættulegir, hreinasta pestarupp-
spretta. Vakti Guðmundur Björnson,
sem þá var hjeraðslæknir, athygli á
þessu og nauðsyn þess að hjer kæmi
vatnsveita. Fór þá bæjarstjórn að líta
í kring um sig og kom auga á Elliða-
árnar. Þar var hægt að fá nóg vatn
handa bænum. Sýndist mörgum það
nú mjög misráðið, að bærinn skyldi
tvisvar hafa hafnað boði um kaup á
ánum, en þess bera að geta, að þá var
enginn vatnsveituhugur kominn í
menn.
Árið 1906 voru svo árnar keyptar
af Mr. Payne fyrir 8000 £, eða 144
þús. kr. Fylgdi þar með veiðirjettur-
inn, en hann var nú ekki jafn mikils
virði talinn og áður. Nú var það vatn-
ið í ánum, og vatnsmagnið, sem bær-
inn gekst fyrir, því að jafnframt var
farið að hugsa um að koma þar upp
rafmagnsstöð. — Kaus bæjarstjórn
nokkru síðar á arinu nefnd til að at-
huga það mál og veitti Halldóri Guð-
mundssyni, raívirkja, lítils háttar
styrk til þess að kynna sjer vatnsafl-
stöðvar í Noregi. Ilalldór kom þá fyrst
ur manna fram með það að rjettara
mundi að nota Sogsfossana til raf-
magnsframleiðslu. Þótti mönnum það
hin fáránlegasta uppástunga þá.
V ATNSVEITAN
ÁRIÐ 1907 voru sett lög um vatns-
veitu fyrir Reykjavík. Og á bæjar-
stjórnarfundi í nóvember var lögð
fram áætlun frá Jóni Þorlákss., verk-
fræðing, um kostnað við vatnsveituna.
Gerði hann ráð fyrir að vatnsveita
úr Elliðaánum mundi kosta 340 þús.
króna, en hann lagði til að heldur
yrði sótt vatn upp í Gvendarbrunna.
Að vísu mundi það kosta 80 þús. kr.
meira, en það væri ekki forsvaran-
legt að taka neysluvatn úr ánum.
Hinn 8. mars 1907 var svo ákveðið
að byrja á vatnsveitunni með vorinu
og taka vatnið úr Gvendarbrunnun-
um. Var gert ráö fyrir því að verkinu
yrði lokið á 3 missirum og stóðst það
nokkurn veginn. — Var hjer hafist
handa um hið mesta mannvirki, sem
ráðist hafði verið í á íslandi íram aö
þeim tíma.
Hinn 16. júní 1909 var þessu mann-
virki svo langt komið, að vatni var
hleypt í vatnsleiðslur innan bæjar, þó
ekki úr Gvendarbrunnum, heldur úr
EUiðaánuin íyrst í stað. — Fekk því
Reykjavík fyrstu vatnsveitu sína úr
ánum, eins og upphaflega var ráð fyr-
ir gert. Og þetta var merkisdagur í
sögu bæjarins. Þarna var unninn
„íyrsti stórsigur tækninnar í daglegu
iífi Reykjavíkur“, eins og komist var
að orði.
Um veturinn ar unnið að því að
leggja vatnsæðar í götur bæjarins og
unnu 200—250 menn að því að stað-
aldri. Og sumarið eftir var fullger
vatnsleiðslan milli Gvendarbrunna og
t