Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Page 1
Jfofgmifrlatoiit*
11. tölublað
Sunnudagur 21. mars 1948
XXin. árgangur
HJÁ SEXTUGUM ÍÞRÓTTAMANNI
Sigurjón Pjetursson segir
írá vakningarárum íþrótt-
anna hjer
EFTIR að ísland hafði fengið stjórn-
arskrána 1874 er eins og þjóðin fari
að losa margra alda svefn og upp úr
aldamótum er eins og hún hafi núið
stírurnar úr augunum, því að þá hefst
hjer þjóðleg vakning á ölium sviðum,
í athafnalífi, skólamálum, heilbrigðis-
málum, líkamsment o. s. frv. — Þá
vaknar iþróttahreyfingin hjer á landi
Og það var áreiðanlega ungmennafje-
lögunum mikið að þakka. Sú hreyfing
kom hjer eins og gustur, og vakti
„vormenn íslands“, æskuna í landinu,
til starfs og dáða, æskuna, sem bygt
hefur upp landið á rúmum 40 árum.
Þjóðin stendur því í mikilli þakkar-
skuld við ungmennafjelagshreyfing-
una.
Mann fram af manni hafði þjóðin
dáð fornhetjurnar fyrir hreysti og
íþróttir þeirra. Menn eins og Gunnar
á Hlíðarenda, Kjartan Ólafsson, Kári
Sölmundarson og Grettir voru dáðir í
tali og ljóðum, og íþróttir þeirra tald-
ar það hámark, sem enginn gæti náð
lengur. En nú einsetti æskulýður Is-
lands sjer að reyna að líkjast þessum
mönnum, þótt menn þyrfti ekki að
hugsa til þess að ná með tánum þar
sem þeir höfðu hælana.
En hvernig er nú komið eftir 40
ár? Hinir ungu íþróttamenn vorir eru
komnir fram úr gömlu söguhetjunum.
Svo mikið hefur áunnist. Þetta hefur
gerst á svo stuttum tíma, að fyrstu
Sigurjón Pjetursson.
framherjar og brautryðjendur í-
þróttanna eru enn á lífi. Og það má
vera þeim mikið gleðieíni hvern ár-
angur hefur borið áhugi þeirra og
barátta við þá örðugleika, sem fyrst
var við að stríða.
Einn af nafnkunnustu forvígismönn
um íþróttanna hjer á landi, Sigurjón
Pjetursson, átti nýlega sextíu ára af-
mæli. I tilefni af því átti Lesbókin
tal við hann og bað liann að segja
eitthvao frá frumbýlingsárum íþrótta
hreyfingarinnar. Það er gaman að
bera saman í huganum hvernig um-
horfs var þá, og hvernig nú er komið,
því að þá sjest best hvað áunnist hef-
ur. Það er ekki til þess að kasta
skugga á neinn af okkar ágætu íþrótta
frömuðum þótt sagt sje, að íþrótta-
hreyfingin á trauðla nokkrum ein-
um manni jafn mikið að þakka og
Sigurjóni Pjeturssyni, fyrir brennandi
áhuga hans, fordæmi og framkvæmd-
ir. Þess vegna ættu ungir íþróttamenn
að taka hann sjer til fyrirmyndar.
Þeir ættu líka að sjá á því sem hjer
fer á eftir, að til meira verður að
ætlast af þeim en af Sigurjóni og
jafnöldrum hans, því að ólíka afstöðu
eiga þeir.
Og nú er best að Sigurjón segi
sjálfur frá.