Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Síða 11
LESBOK ivIORGUNBLAÐSINS 167 staði á Rangárvöllum og það svo að jörðin er óbyggileg í nokkur ár. — Ýmsir, sem til þekkja munu telja, að þessi jörð og fleiri þar í nágrenni muni verða óbyggilegar í framtíð- inni, vegna legu sinnar og staðhátta, þó engin aska eða öskuleifar kærni til. Þetta þyrfti enganvegin svo að verða, ef landbúskapurinn yrði betur skipulagður en nú er og horfið yrði að því, að hafa eingöngu sauðfje þar sem kjarnlendi er og hætt við að hafa fje á mýrarjörðunum, þar sem fje verðui' vanalegast rýrt. Það mun varla ofsagt, að Rauð- nefsstaðafjall muni hafa verið besta sumarlandið fyrir sauðfje hjer i sýslu, miðað við heimalönd, ef mátu- lega margt fje var í landinu, en flest sumur var fjeð mikið of margt. Eftir nokkur ár þegar landið er orðið gróið sæmilega verður þarna sama kjarn- lendið eins og áður var og gæti þá svo farið að einhver vildi vera þarna og hafa sauðfje nálega eingöngu. En ef svo skyldi fara, að iörðin byggist ekki aftur, vil jeg ekki láta undir höfuð leggjast, að skrifa upp það sem jeg veit sanrast, að gerst hefur í sambandi við jörð þessa Jörðin er landnámsjórð sbr. Land- námu, bls. 213 í nýju íslondingasagna- útgáfunni. Þar segir: Hrólfur rauðskeggur nam öll Hólmslönd og bjó að Forsi. Þessi Hólmslönd voru um 15 km. lang- ur tangi á milli Rangár eystri og Fisk- ár. í þessu landnámi hafa svo verið bygðir bæir, svo sem Rafnstaðir og Holt, sbr. Njálu og h\ort sem rjett er, eru all mikil verksummerki á báð- urn þessum stöðum. En nú um langan aldur hafa á þessum Kóimslöndum verið, auk Rauðnefsstaða, bæirnir Þorleifsstaðir og Reynifeil og þar er Reynifellshólmur, en bar er mikill víðiviður o. fl. kvisttegundir og því gott vetrarland fyrir sauðfje. — Enn segir í Landnámu: Hans börn (Hrólfs) voru þau Þorsteinn rauo- nefur, er þar bjó síðan og Þóra, móðir Þorkels mána og Ása, rnóðir Þórunn- ar, móður Þorgeirs á Ljósavatni og Heiga, móðir Odds í Mjósyndi. Dóttir Odds var Ásborg er átti Þorsteinn goði, faðir Bjarna ins spaka, föður Skeggja, föður Markúsar lögsögu- manns. Þorsteinn rauðnefur var blót- maður mikill. Hann blotaði forsinn og skyldi bera allar leifar á forsinn — Hann var og framsýnn mjög. Þor- steinn ljet telja sauði sína úr rjett 20 hundruð (120), en þá hljóp alla rjettina þaðan aí. Því var sauðurinn svo margur að hann sá á haustum hverjir feigir voru og Ijet þá skera. En hið siðasta haust er hann lifði, þá mælti hann í sauðarjett: „Skerið þjer nú sauði þá er þjer viljið. Feigur er jeg nú eða allur sauðurinn ellegar nema ba?ði sje“. En þá nótt er hann andaðist rak sauði alla í forsinn. Skyldi þetta n'i ver a satt? Ekki þarf að efa að þetta fólk eða að minnsta kosti feðgarmr hafa barna verið. Fossinn og bæjarnafnið sanna þetta. Fossinn, sem hOtir Leifafoss, er 7 m. hár. Undir fossinum var 8 m. djúpur hylur, þar sem dýpst var. Nú í haust var þessi nylur og allir aðrir hyljir í Fiská gjörsamlega fullir af vikri og ösku. En gat allt fjeð farið í fossinn á einni nótt? Brynjólfur Jónsson, fræðimaður frá Minnanúpi, rannsakaði mikið þessi Hólmslönd. Fyrir hans tilstilli er mörg um fornminjum þarna friðlýst, meðal annars fjárrjett eða gerði, sem Brynj- ólfur áleit að mur.di hafa verið fjár- rjett Þorsteins rauðr.eís. Matthías Þórðarson, fornminjavörð ur, áleit að vísu, að þetta væri eða hefði verið akurgerði, r-n hann rann- sakaði þetta ekkert, ætlaði að koma aftur og athuga þetta r.ár.ar, en mun ekki hafa gert það. Jeg og margir aðrii höfum mælt þetta gerði og er líkast sem það hafi rúmað 4500 fjá; . En hvei’nig se:n það nú er, hvar rjettin hefur ve ið, þá sar.nar hin geína tala og svo það er ;t hijóp, að hvergi á Islandi hefur verið jafn- stórt fjárbú hjá einum manni sem Þorsteini rauðnef. Umrætt gerði er á eystri árbakk- anum og um 100 m. sunnar er foss- inn. Hefði nú flest eða allt fjeð verið rekið í einu í þessa r jett og verið hleypt út að kvöldi til eins og ávalt er þegar um vetrarsmölun er að ræða (og þó um færra sje-að ræða), þá hlaut fjeð að renna iil norðausturs til að byrja með vegna staðhátta og hefði svo komið vonriur bylur um nóttina af austri eða norðaustri. þá lá ekkert annað fyrir fjenu, en að hrekjast í fossinn og ána bæði norðar og sunnar, því þegar komið er frost er Fiská ævinlega stífluð af krapa og ófær fyrir f je. Sumir kynnu að halda, að þarna á þeim tímum hafi allt verið skógi vaxið, en í árbökkunum og djúp um giljum þar í grend, eru engar skógarleifar, en þegar lengra kemur upp í fjallið er mikið um slíkar leifar og þar sumsstaðar gildir stofnar. í litlum hól fáum metrum austur af bænum á vestri árbakkanum, er sagt að Þorsteinn rauðnefur sje hevgður. Þau ummæli hafa á legið, að aldrei megi hreyfa hól þenna og hefur það ekki verið gert svo jeg viti. En sjer- staklega börn og reyndar fleiri hafa haft gaman af að standa á hól þess- um og horfa niður í ána og ekki orðið að meini. Hóll þessi er kallaður Stóra- þúfa. Þá er það Víkingslækjarættin, sem varla verður á milli sieð hvort á að kenna við Víkingslæk eða Rauðnefs- staði, því sem kunnugt er, bjó Bjarni Halldórsson og kona hans, Guðríður Eyjólfsdóttir, á Rauðnefsstöðum í 19 ár og eru fædd 16 af 17 börnum þeirra einmitt á Rauðnefsstöðum. Og Halldór, sonur þeirra hjóna, bjó á Rauðnefsstöðum einnig 1 19 ár. Hins- vegar bjó Bjarni á Víkmgslæk í 27 ár og rjeði það úrslitum, en fæðingar- staðui barna Bjarna hefur þó nokkuð að segja og sumir eru ávallt kenndir við fæðingarstað sinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.