Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Page 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSTNS 169 Kannske er hann heldur alls ekki að hlusta. Hann, sem veit ekki einu sinni, hvar á hnettinum Stalingrad og Burma eru, veit ekki, að úti í heimi berjast menn og deyja fyrir göfugar hugsjónir. Það kemur honum ekki við lengur; hann hefur háð sitt stríð og á ekkert eftir nema að deyja. Nei, hann hlustar ekki á stríðs- frjettirnar, sem frjettir, er geti haft úrslitaþýðingu fyrir framtíð mann- kynsins á jörðunni; gamall maður, sem hefur beðið ósigur í jafnhvers- dagslegri baráttu og þeirri að komast áfram í lífinu, lætur sig engu skipta framtíð mannkynsins. En frjettirnar um vosbúð og hung- ur fólksins úti í heimi vöktu hjá hon- um gamlar minningar að norðan. Þess vegna situr hann nú og hugsar um liðna tíma. Hann minnist hinna köldu vora, þegar unglömbin dóu unnvörpum úr kulda. Svo komu grasleysissumur, lít- il og hrakin hey, og eftir þau sumur komu langir og harðir vetrar; felli- vetrar. Þá hrundi fjenaðurinn niður og sumir bændurnir flosnuðu upp, — já, sumir flosnuðu upp. Gamli maðurinn staldrar snöggvast við í huganum, eins og hann þurfi að sækja í sig veðrið, áður en hann rekur ferilinn lengra. Hann styður alnbogunum á hnjen og felur andlitið í beinaberum höndunum. — Já, sumir flosnuðu upp. Þurrabúðarmenn! Það fer hrollur um gamla manninn, þegar þessu kaldranalega orði skýtur allt í einu upp í huga hans. Kannske vitnaði þetta eina orð betur en allt annað um ósigur hans í lífinu. — Kannske táknaði það skilyrðislausa uppgjöf hans, þegar svipvindar lífsins höfðu barið hugsjónir æskumannsins út í ystu myrkur. Gamli maðurinn situr enn þá kyrr í stólnum. Hann veit líklega ekki, að nú er farið að leika danslög í útvarp- inu, annars mundi hans slökkva á AMERÍSKAR XIII EFTIR að Theodor Roosevelt ljet af forsetastörfum var hann eitt sinn á ferðalagi um suðvestur-ríkin. Meðan hann var staddur í New Mexiko fekk hann skilaboð frá einum af sínum gömlu Rough Riders, frá því að hann var herforingi. Þessi maður var nú í fangelsi í Arizona, ákærðui fyrir al- varlegan glæp, og hann bað sinn gamla herforingja að koma nú og bjarga sjer. Roosevelt brá þegar við og fór til Arizona. Þar hitti hann manninn í þröngum fangaklefa og urðu þeir að talast við í gegn um grindur. Roose- velt heilsaði honum kunnuglega og sagði: „Mjer þykir sannarlega fyrir því að sjá þig hjei, Jim“. „Mjer þykir líka sannarlega fyrir því að vera hjer“, svaraði hann. „En jeg vona að þú getir beitt áhrifum þínum og fengið mig lausan. — Þeir hafa ekkert leyfi til þess að halda mjer hjer. Þetta er allt bygt á mis- skilningi". „Misskilningi?“ endurtók Roosevelt. því. Hann fer með aðra hendina niður í buxnavasann og tekur upp baukinn sinn, hristir hann og veltir honum milli handa sinna dálitla stund og læt-’ ur hann síðan í vasa sinn aftur. — Baukurinn hans er nefnilega tómur og hefur verið það lengi. En það gerir ekkert til. Til hvers skyldu svo sem gamlir, útlifaðir menn þurfa að hressa sig á neftóbaki? Svo stendur gamli mað- urinn á fætur, mjög hægt, slekkur á viðtækinu sínu og nær í Passíusálm- ana, sem eru á hillunni fyrir ofan það. Hann ætlar að hafa þá á borðinu við rúmið sitt í nótt. KÍMNISÖGUR „Mjer er sagt að þú hafir verið tekinn fastur fyrir morð — fyrir að skjóta einhvern". „Það er alveg satt“, sagði fanginn. „Jeg skaut kor.u, en það var hrein- astr óhapp“. ,,('|’.iapp?“ „Já, hreint óhapp og tilviljun. Jeg ætlaði ekki að skjóta hana. Jeg ætlaði aC skjóta konuna mína“. XIV ÞAÐ var 1918. Hersveit úr Rainbows- herdeildinni var send fram snemma morguns til að njósna, og meðal ann- ars hafði hún með sjer brjefdúfu. — Einn af hermönnunum bar hana í bári á handleggnum, en auk þess varð hann að bera allan annan útbúnað hermanns, svo sem riffil, skotfæri, haka, vírklippur, stálhjálm, gasgrímu, nesti og ótal margt annað. Gert var ráð fyrir því að gera skyndiáhlaup, svo að þeir fengu enga hlífð af fallbyssuskothríð. Svo beið herforinginn og liðsforingjar hans í bækistöðvunum. Eftir nokkra stund heyra þeir skothríð og bjuggust þá við því á hverri stundu að fá að vita eitthvað um það hvernig njósnarferð- in hefði gengið. En síminn var þögull og enginn hraðboði kom. Þeim tók að gerast órótt. Allt í einu kom dúfa í ljós og flaug rjett meðfram jörðinni. Allra augu störðu á hana. Hún flökti dálítið fram og aftur og settist svo rjett aftan við hershöfðingjann. Einhver hljóp þegar til og greip hana. Og svo kom hann með brjef, sem hann hafði fundið bundið við löppina á henni. Hershöfð- inginn tók við því og rakti það sund- ur með skjálfandi fingrum og las svo hátt það sem á því stóð: „Jeg er orðinn þreyttur á að dragn- ast með þennan skrattans fugl“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.