Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 171 NORÐURLJOSADYRÐ Eítir Jónas Hallgrímsson HINN 26. ágúst 1837 var jeg á ferð inni í óbygðum, yfir hið víðáttumikla hálendi, sem aðskilur landsfjórðunga. Það var yndislegt kvöld, blæjalogn og heiðríkur himinn. Lestin okkar var komin norður á 'Grímstunguheiði og nú blöstu við sjónum hin tindóttu og háu strandfjöll norðanlands. Ljósblá þoka sveimaði niðri í dölunum, en náði ekki upp á hálendið. Útsýn var því hin besta norður úr og var það fögur sjón að sjá fjallatindana rísa upp úr þokuhafinu í fjarska. Og sjerstaklega voru litbrigðin fögur og breytileg á meðan kvöldroðinn háði baráttu við aðsteðjandi nótt. Eftir sólarlag glitr- uðu fjallatindarnir í kvöldljómanum, jafnvel hjer inni á hálendinu. En smám saman færðist rökkrið upp eftir þeim og seinast slokknaði glóðin á þeim hverjum af öðrum eins og kerta- ljós og um stund stóðu þeir eins og svartir drangar upp úr þokuhafinu. Síðan var eins og þeir rynni saman í dökkva og ógreinilega keðju. Út við sjónarrönd var tunglið bleikt og birtu- laust og háði baráttu við þokumóðuna, og það stuðlaði enn fremur að því að gera línur fjallanna ógreinilegar. En þetta stóð ekki nema stutta stund. Þegar öll dagskíma var horfin var eins og birtan af stjörnunum magnaðist. Og nú var hægt að greina ýmislegt betur en áður. Að þessu stuðl skamtar en hjer er frá sagt geta verið varasamir. Og aldrei mega menn taka inn benodryl áður en þeir fara að aka bíl, vegna þess hvað það hefur svæf- andi áhrif. Sje farið eftir læknisráði, og hæfi- legur skamtur tekinn, er talið að menn geti fljótt losnað við allskonar .kvef. aði líka það að með nóttinni kom frost svo að döggin varð að hrími, hvítum feldi á jörðinni og glitraði og glóði í stjörnuljósinu. Um eilefuleytið tóku að sjást ein- staka geislarákir á norðurloftinu. Þær voru forboðar norðurljósa. Fyrst i stað voru þessar rákir nákvæmlega eins og ljett og björt ský, en smám saman hófust bjartari bylgjur yfir þeim og allt um kring. Ekki stóð þetta lengi. Ljósagangurinn hætti, en í norð vestri myndaðist þá kyrstæður skær blettur svo sem 10—14° undir póln- um. Síðan var sem blettur þessi opn- aðist í miðju og myndaði hring, en út frá honum stöfuðu hornóttir geisl- ar í allar áttir, ekki ósvipaðir þeim dýrðarljóma, sem sjá má umhverfis höfuð dýrlinga á gömlum útskurði —- svo kyrrir og fastir sýndust þessir geislar. Jeg mintist þess að hafa sjeð eitthvað svipað í gamalli danskri bók (jeg held „Den Verdslige Viisdom“) þar sem voru myndir er áttu að tákna norðurljós. Jeg hafði þá hlegið að þessu, því að jeg helt að slíkt ætti sjer aldrei stað í náttúrunni. Þetta stóð ekki nema nokkur augna- blik. Þá hófst hin venjulega titrandi og flöktandi hreyfing ljósanna. Jafn- framt jókst ljósmagnið skyndilega, alveg eins og kveikt væri á gasi og brátt stóð alt norðurloftið í ljósum loga. Jeg hef sjálfsagt sjeð meiri norð urljós, en tæplega jafnfögur. Hinar ljettu bylgjur flugu fram og aftur um himininn með óteljandi litbrigðum, grænleitum, glóandi og eldrauðum. En það var eins og þær ætti aðalupptök sín, þar sem geislahringurinn hafði myndast og jeg sá ekki betur en að hans gætti enn innan um þetta kvik- andi ljóshaf. En vegna þess að föru- nautar mínir þóttust ekki sjá það, þótt jeg benti þeim á það, þá skal jeg ekki fullyrða að svo hafi verið. Ef til vill hefur ímyndunaraflið leitt mig í gön- ur. Eftir svo sem hálfa klukkustund tók að draga úr þessari dýrð, lita- skrautiö fölnaði, hreyfingarnar urðu hægari. Sums staðar urðu ljósin föl og kyrstæð, sums staðar hurfu þau með öllu. Tunglið var nú komið hærra á loft og var bjartara svo að það yfir- gnæfði birtu norðurljósanna. En alla nóttina komu þau þó við og við þjót- andi, en dagsbirtan slökti þau að lok- um. Þó er það ekki víst, því að þá sá- ust á lofti afar þunn og ljett ský. Jeg skal ekki fullyrða að þau hafi verið eftirstöðvar norðurljósanna, en mjer fanst það. Hins er rjett að geta, að næsta kvöld breyttist veðrið skyndilega. — Hann rauk upp á norðvestan, fyrst með úrhellis rigningu, sem svo breytt- ist í frost og stórhríð, sem stóð svo að segja látlaust í margar vikur. -— Þannig breyttist sumarið í vetur á hinn hryggilegasta hátt fyrir alla Norðlendinga. (Þýtt úr dagbók). V V ^ íW ^nnrœti ólreutt í INDVERSKRI dæmisögu segir að forðum hafi músin ekki litið glaðan dag, vegna þess hvað hún var hrædd við köttinn. Töframaður nokkur aumkvaðist þá yfir hana og gerði hana að ketti. En þá kom önnur hræðsla ekki minni, hræðslan við hundinn. Töframaðurinn breytti henni þá í hund, en þá var hún hrædd við tígrisdýrið. Þá breytti töframaðurinn henni í tígrisdýr, en þá var hún hrædd við veiðimanninn. Þá sagði töframaðurinn: „Það er best að þú verðir að mús aftur. Það er ekki hægt að hjálpa þjer, þvi að þú hefur mús- arhjarta".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.