Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1948, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1948, Síða 4
344 LlESBOK. MORGIINBLAÐSIMS Fero um Skaftafellssýslu Ilf AUSTUR MEÐ SÍÐU BÆIRNIR á Austur-Siou standa flest ir undir heiðarbróninni og liggur bíl- \egurinp rjctt hjá þcim. Vegur þessi nær austur að Káifafelli í Fljúts- hverfi, eða Djúpá, en ekki lcngra. bví að Djúpá er enn óbrúuð og venjuleg- ast ófær bilum. Er samt i ráði að brúa hana bráðlega og hefur verið mælt fyrir brúarstæði í svonefndu Arnar- bæli. Að Kálíafelli hafa verið reglu- legar póstferðir með bílum, en þær lögðust niður í vor, vegna þess að eldhraunið eystra mátti heita ófært öllum bilum nema jeppum. Ilefur því ríðandi póstur annast þessar ferðir í vor og sumar, en nú mun hafa verið gert við veginn og því hægt að kom- ast í áætlunarbil frá Reykjavík að Kálfafelli. En vilji menn skoða Austur-Siðuna, þá verða menn að fara hægt yfir. Er hjer margt að sjá, en flest af því hlýtur að fara fram hjá þeim, sem ferðast með áætlunarbílum. Síðan hefur löngum verið talin ein með fegurstu sveitum á íslar.di, og er þá einkum átt við austurhlutann, eða Hörgslandshrepp. Há heiðarbrún er fyrir ofan bygðina og ganga þar fram nokkrir núpar, svo sem Keldunúpur, Fossnúpur og Þver- árnúpur. Sums staðar standa nokkrir bæir saman. Tún eru hjer mikil og góð og lækir víða og eru beislaðir og rafmagn svo að segja á hverjum bæ. Fyrir framan er víðáttumikið gras- lendi niður og austur á Brunasand. Hamrarnir í heiðarbrúninni eru víða háir og svipmiklir og gnæfa hátt yfir bygðina, sem liggur I skjóli þeirra mót sumri og sól. Hlýtur þarna að vera mikil veðursæld. Fyrir ofan eru víðáttumiklar og grösugar heiðar með smáfellum, og ná þær upp að Kaldbak, sem er hæsta fjall á þessum slóðum. Fyrstu bæirnir fyrir austan Klaust- ur eru Mörk og Geirland. Þar opnast dalur fram í heiðina og eftir honum fellur Geirlandsá. Hún er stundum vatr.slitil, en hroðavöxtur getur hlaup ið í hana á fáum klukkustundum, ef nokkuð rignir, þvi að hún á sjer lang- an aðdraganda og í hana renna ótal smáár og lækir. Nú er áin brúuð hjá Mörk og skamt þar fyrir neðan fellur Stjórn í hana. Eftir það heitir hún Breiðbalakvísl og fellur í Skaftá nið- ur með Landbroti. Tungan á milli Breiðbalakvíslar og Skaftár heitir Stjórnarsandur, og er hans áður getið. Fyrrum höfðu flestir bændur á Síðu í seli. í sóknarlýsingunni frá 1841 er þess getið að selstaða hafi verið frá Þverá, Fossi, Hörgslandi, Hórgsdal, Prestbakka, Mörtungu, Geirlandi, Mörk, Kirkjubæjarklaustri, Hunku- bökkum og Holti. Breiðabólstaður átti og selstöð um vissan tíma árs í Geir- landsheiði. Allar þessar selstöður voru þá lagðar niður nema selið frá Mörk. Selið frá Geirlandi var seinast í svo- nefndu Garnagili uppi í heiðinni. Það lagðist niður vegna reimleika, og er þessi saga sögð um það: Bræður tveir, Jón og Bjarni Jóns- synir, ættaðir úr Öræfum, reistu bú á Geirlandi. Konur þeirra voru syst- ur, dætur Gísla bónda á Arnardrangi. Hjet Ragnhildur kona Jóns, en Sigr'ið- ur kona Bjarna. Báðar voru þær efni- legar, hraustar og heilsugóðar, greind ar vel og þóttu hinir bestu kvenkost- ir. Menn þeirra voru mikilmenni að ráðum og dáð. Þeir byrjuðu búskap með litlum efnum, höfðu eigi hjú nema eina vinnukonu báðir, og um alt höfðu þeir f jelagsskap. Þeir vildu hafa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.