Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1948, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
345
PT
GunnarshélTlr
selför um sumarið og bygðu um vorið
sel í Garnagili. Tildrög þessa örnefnis
eru sögð þau, að eitt sinn fyrir löngu
hafi orðið þar slys, mannýgur grað-
ungur orðið stúlku að bana, og hafi
garnirnar úr henni verið um horn
hans er menn komu að.
Konur þeirra bræðra voru í seli um
sumarið. Og er þær voru þangað
farnar skiftu þeir bræður verkum með
sjer. Fór Bjarni kaUpstaðarferð fyrir
báða, en Jón tók til sláttar fyrir báða
og átti vinnukonan að raka á eftir
honum. Kendi hún sjer einkis meins
er hún gekk út. En er hún tók að raka
þótti henni undarlega við bregða. —
Henni fanst hrífudrátturinn eins og
hljóð, svo skerandi sárt að henni þótti
sem höfuðið á sjer mundi klofna. Fór
hún þá inn, lagði sig út af og sofnaði.
Dreymdi hana þá að kona kæmi að
sjer, heldur reiðileg, og mælti: „Þú
skalt gjalda húsbænda þinna fyrir
umrótið, sem þeir gerðu í Garnagili. Á
þeim sjálfum get jeg ekki hefnt, þvi
á Bjarna vinnur ekkert nema járnið,
en Jón er fæddur í sigurkufli og skírð-
ur í messu.Hefndin skal koma niður
á þjer og að nokkru leyti á konunum
þeirra.“
Þá er stúlkan vaknaði sagði hún
Jóni drauminn. Var hún þá fárveik,
lá nokkra daga og dó síðan.
Eigi þótti konunum gott í selinu.
Þóttust verða fyrir ýmsum dularfull-
um glettingum þar. Og þótt þær væri
kjarkmiklar að eðli, þá urðu þær
smám saman hræddar, og þá er heim
var flutt úr selinu voru þær orðnar
svo úrvinda, að þær náðu sjer aldrei
aftur. Hvorug þeirra þorði að vera á
Geirlandi áfram. Fluttu þeir bræður
þaðan voHð eftir, Bjarni að Þykkva-
bæjarklaustri, en Jón að Hlíð í Skaft-
ártur.gu. Ragnhildur var s'ifelt geð-
veik upp frá þessu, og var það á þann
hátt, að hún þóttist mundu missa
sjónina. Á hverju kvöldi var hún sann
færð um það, að hún mundi vakna
biind að morgni. Helt hún þó góðri
sjón og vissi sjálf að ekki var með
feldu um þessa hræðslu. En hún fekk
ekki við gert. Kendi hún það huldu-
fólkinu í Garnagili. Þessi kvíði lækn-
aðist ekki fyr en hún var orðin göm-
ul og fekk að bergja á álfakaleik
Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð. —
Þau Jón og Ragnhildur eignuðust
mörg börn og eru þaðan miklar ættir
komnar. Einn sonur þeirra var Ei-
ríkur, faðir sjera Sveins í Ásum, föð-
ur Gísla sendiherra.
Drjúgan kipp upp með Geirlandsá,
að austan, er bærinn Mörtunga. Sjest
ekki þangað af veginum. Þar bjó fyrir
aldamót maður sá, er Oddur Odds-
son hjet. Hann var ógiftur alla ævi,
en hafði ráðskonu. Oddur var helj-
armenni að burðum og harðjaxl. Einu
sinni var hann einn síns liðs um vetr-
artíma að ganga við sauði uppi í
fjöllum. Hrapaði hann þá vegna
hálku hátt uppi í fjalli og kastaðist
niður kletta og skriður alt ofan á jafn
sljettu. Var hann allur marinn og
brotinn, en samt gekk hann til bygða,
og er það í annálum haft. — Þegar
Oddur lagðist banaleguna vildi hann
ekki fara úr fötum, en lá alklæddur
uppi 'i rúmi með hatt á höfðinu. Nú
dró smám saman af honum, og þegar
ráðskonan sá að hann var að því kom-
inn að gefa upp andann, fanst henni
það ganga guðlasti næst ef hann
Gosutindur
skyldi deyja með hattinn á höfðinu.
Hún ætlaði þá að draga hattinn af
honum, en Oddur greip með báðum
höndum á móti í hattbörðin og helt
fast, og þarna sálaðist hann með hatt-
inn á höfðinu og helt í hann sannköll-
uðu dauðahaldi.
Prestbakki stendur hátt uppi undir
hlíð austan við Geirlandsá. Kirkjan er
langt frá bænum, niðri á sljettri
grund. Hún var einu sinni talin eitt-
hvert fegursta guðshús á landinu, og
um langt skeið var hún eina timbur-
húsið á þessum slóðum. í túninu á
Prestbakka er hóll, sem aldrei má slá,
því að þá kemur ofsaveður, sem feyk-
ir burt allri töðunni.
Skamt fyrir sunnan Prestbakka er
Breiðabólstaður og stendur hann hátt
undir vesturhorninu á Keldunúpi og
er þar Ijómandi fallegt. Fremst í tún-
hólnum vestan við bæinn er kletta-
hóll og nefnist Álfhóll. Nokkuð fyrir
framan hann rennur lækur og er þar
grund á milli og bæjarhólsihs. En þau
álög liggja þarna á, að ekki má slá
brekkuna undir klettinum og ekki
heldur grundina meðfram læknum,
því að það er engi huldufólksins, sem
í klettinum býr. Ekki veit jeg hvað
við liggur, ef út af þessu er brugðið,
en þess hefur jafnan verið vandlega
gætt að slá ekki þarna. Er þó sagt