Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1948, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1948, Qupperneq 6
346 LESBOK MORGUNBLAÐSINS að hjer áður, meðan túnið á Breiða- bólstað var svo lítið, að það gaí ekki af sjer nema 30 hesta af töðu, þá hafi ábúendum sviðið að mega ekki nota sjer þessar slægjur, rjett við bæjarvegginn. En svo röm voru álög- in, að enginn dirfðist að ganga í ber- högg við þau. Á Breiðabólstað er stórt timburhús og hefur það eflaust þótt afar merki- legt á sinni tíð, því að mislitar rúður eru 'i forstofugluggum. Þarna hefur verið læknissetur um langa hríð. Nú er þar ungur læknir, Esra Pjetursson. Hann á jeppabíl og fer á honum um hjeraðið þvert og endilangt, því að víðast hvar er bílfært og ár brúaðar. Er þetta mikill munur móts við það sem áður var, þegar alt varð að fara á hestum yfir illfær vötn og vegleys- ur. Þó segir í sóknarlýsingunni frá 1841: „Allir vegir í sókninni eru sljett- ir og torfærulausir og þurfa ekki veg- arbátar við.“ Menn voru ekki kröfu- harðir um samgöngubætur á þeim dögum. Breiðabólstaður var einu sinni Kristfjárjörð og skyldu þar á Krist- búinu vera tveir ómagar, kvengildir. „Þar skal gefa nyt fjár þess alls, sem fylgir á Mariumessudag að morgun- máli. Þar skal gefa karlmannsverð jóladag VIII og hinn XIII, skírdag, páskadag, uppstigningardag og Hvíta- sunnudag“. (Vilkinsmáldagi). Fyrir austan Breiðabólstað er Keldunúpur. Eru þar háir hamrar í brúnum. Þar stendur bærinn Keldu- núpur vestanhalt við núpshornið. Keldunúpur var áður Kristfjárjörð „gefin af Bjarnheðni og Ögmundi“, en óvíst hvenær. Sú kvöð fylgdi bú- inu, að þar skyldi ávalt vera „kven- gildur ómagi, sem kann að fara í föt sín og úr“. Er þetta samkvæmt afriti frá 1652 af Kirkjubæjarskjölum. I Vilkinsmáldaga segir enn fremur: „Þar skal gefa málsverð jóladag, páskadag, Hvítdrottinsdag og nyt f jár þess skal gefa að morgunmáli Pjeturs messu og lamb úr stekk og gefa um haustið ef aítur kemur.“ Vestast í Keldunúpi, eða rjett Vest- an við hann, er einstakur klettur, sem Steðji heitir. Ber hann nafn með rentu, því að hann er tilsýndar eins og gríðar mikill steðji, mjög við hæfi vætta þeirra, sem hjer búa. Framan í núpnum, hátt uppi i sljettu bjarginu, er hellir með víðum munna. Er hátt upp í hann og ilt að komast þangað. 1 þessum helli er sagt að Gunnar Keldugnúpsfífl hafi haft bækistöð sina. Sagði sagan, að inst í hellinum væri djúp tjörn og i hana hefði Gunnar kastað gullkistum. — Hellirinn er neíndur Gunnarshellir. Það freistaði ungra manna að reyna uppgöngu í hellirinn, að gullið var þar. — En þeir fyrstu, sem þangað komu, gripu í tómt. Þar var hvorki tjörn nje gull að finna. Þegar Árni Gíslason var sýslumaður í Skafta- fellssýslu, kleif Þórarinn sonur hans í hellinn, og þótti það frækilega gert. Hann fann þar ekkert heldur. En í vor rjeðust menn þar til uppgöngu og komust í hellinn. Sáu þeir þá að í bergið var markað stórt krossmark. Um uppruna þess og tilgang veit eng- inn neitt, því að enginn vissi að það er til. En það er svo stórt, að glögt má sjá það af veginum fyrir neðan núpinn. Vegurinn liggur nú austur fyrir Keldunúp og opnast þar annar dalur, Hörgsdalur. Inni í honum stendur samnefndur bær í grænum hvammi undir háum brúnum. Þarna var einn af fjórum holdsveikraspitölum lands- ins á sinni tíð, stofnaður árið 1652. En sennilega hefur verið minna um holdsveiki á þessum slóðum en annars staðar, því að árið 1756 voru aðeins 2 sjúklingar í spítalanum. — Þegar spítalinn lagðist niður átti afgjald jarðarinnar að samsvara haldi eins kvengilds ómaga. — Utan við bæinn gengur fram hár múli og undir hon- um stendur bærinn Múlakot. Þar eru háir klettar í hlíðarbrúnum austur með og heitir Háaheiði þar fyrir ofan. Þar er bærinn Hörgsland undir miðju f jallinu, en Hörgslandskot litlu austar. 1 túninu á Hörgslandi er hóll, sem heitir Álfhóll og var það forn trú að ekki mætti slá hólinn, því að þá kæmi svo mikið veður að tjón yrði af. Á sljettum melflötum vestur af bæjunum er stakur grænn hóll, sem Kerlingarhóll heitir. Á honum liggja einnig þau álög, að ekki má slá hann. Á Hörgslandi átti heima á 17. öld hinn nafnkunni galdraprestur, sjera Magnús Pjetursson, sem orkti kvæð- íð Tyrkjasvæfu, er Tyrkir komu á mörgum skipum upp undir Meðal- land, eða Skaftárós. Brá þá svo við, að skipin sigldu hvort á annað, brotn uðu og týndust. Það er mælt að sjera Magnús hafi lagt það á, að úr þeirri sókn skyldi enginn prestur fara lif- andi. Voru menn orðnir sanntrúaðir á kraft þeirra áhrínsorða, því að sjö prestar, hver fram af öðrum, þjón- uðu kallinu til dauðadags. í tvær aldir stóðu álögin, eða þangað til sjera Páll Pálsson, er seinna var í Þingmúla, braut kraft þeirra. Hann sótti um annað brauð og var fyrst veitt Meðallandsþing, þá Kálfafell í Fljótshverfi, þá Mosfell í Mosfells- sveit, en tók ekki við neinu þessara brauða. Svo var honum veitt Stafa- fell árið 1881 og fluttist hann þang- að. Sjera Páll druknaði í Grímsá á Völlum 4. okt. 1890. Hjallabrekka heitir fyrir ofan Hörgsland. Svo segir í Krukkspá, að hún muni hlaupa fram á bæinn og þá komist enginn undan nema smala maðurinn. Á Hörgslandi var fyrrum bænhús og áttu þangað kirkjusókn allir sem bjuggu þar fyrir austan og í hjá- leigum Hörgslands. Bænhúsið var af tekið með konungsúrskurði árið 1765. Frá múlanum og alla leið austur að Þverárnúpi má telja að sje óslit- inn hamraveggur, með grænum brekkum undir. Koma fram í klett- unum ýmsar merkilegar myndir. Ber þó einkum á þessu hjá Hörgs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.