Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1948, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1948, Blaðsíða 2
358 LESBOK morgunblaðsins ekki verður nú sagt hvaða leið hann hefur farið af Vonarskarði niður I Fljótshverfi, því að miklar breyting- ar hafa orðið á þessum slóðum síðan. Fram af Síðujökli gengur Brattháls, og suður af honum er f jall, sem Hnúta heitir. Þar á milli er Bárðarskarð, og fylgir því nafni sú saga, að eftir þvi skarði hafi Bárður komið, en þar fell- ur nú Hverfisfljót með miklu fossa- falli. Af sögunni í Landnámu má ráða það, að Bárður hafi verið smiður, og enn geymast sagnir um það. Framan í Núpafjalli eru þverhnýptir blágrýtis- hamrar og uppi í þeim er hellir, sem Gapi heitir. Munnmæli herma að i þessum helli hafi Bárður falið smíða- tól sín áður en hann dó, og mælt svo fyrir, að sá, sem færi í hellirinn, mætti eiga þau. En það mun flestum hafa litist torsótt. Þó tókst mönnum fyrir aldamótin að komast í hellir- inn, „en fundu ekkert“! Sjálfsagt hefur hjátrú ekki verið meiri hjer í Skaftafellssýslu en víða um land, en sumar greinir hennar hafa ef til vill haldist hjer lengur við en annars staðar vegna einangrunar. Eggert Ólafsson segir svo i Ferðabók sinni: „f hinum landsfjórðungunum telja menn.... Skaftfellinga vera einkennilega. Þeir eru menn kyrlátir og áburðarlitlir. og tala fátt. Einnig er hugsunarháttur þeirra og lífsvenj- ur með sjerstökum hætti, þar sem þeir lifa í afskektum hjeruðum og hafa mjög sjaldan samneyti við aðra landa sína. 1 stuttu máli sagt hefur mál þeirra og framburður, dagfar og kurt- eisisvenjur, klæðaburður þeirra að sumu leyti, ásamt ferðavenjum o. fl. valdið því, að þeir koma öðrum lands- mönnum svo einker.nilega fyrir sjónir. Skaftfellingar, einkum úr Meðallandi og Álftaveri, sem árlega fara í Eyr- arbakkakaupstað, eru af mörgum í Árness og Rangárvallasýslum, þar sem þeir eru kunnastir, haldnir hálf- gerðir fávitringar, og það aðallega vegna þess, að þeir nota einkennileg orð, talshætti og háttalag, sem þeim er runnið í merg og bein, og breyta í engu þar frá. En þeir hafa yfirleitt rjett fyrir sjer í flestum hlutum, en hinir, sem hæða þá, fara með stað- leysustafi.“ Þessi fastheldni Skaftfellinga við fornar venjur, getur hafa átt sinn þátt í því, að ýmiskonar hjátrú hafi lifað þar lengur en annars staðar. En að svo hafi verið marka jeg af einni sögu, sem mjer var sögð þar, og hefur hún gerst fyrir 60—70 árum. Tveir bræður bjuggu á sama bæ, og var móðir þeirra háöldruð í horn- inu hjá öðrum þeirra. Hún veiktist og lá lengi mjög þungt haldin, og helt sonur hennar að hún mundi ekki geta dáið. Og til þess að greiða fyrir þvi byrjaði hann á því að refta yfir hana í rúminu. Þegar það dugði ekki, sótti hann pott og hvolfdi yfir höfuð henn- ar, en það dugði ekki heldur. Þá kom honum til hugar að þessi ósköp mundu stafa frá seljustoð í fjósinu, en bróðir hans kvað niður þá tilgátu. Seinast fór hinn umhyggjusami sonur til kirkjustaðarins og fekk þar Ijeð messu klæðin. Fór hann heim með þau og breiddi yfir móður sína. „En þá dám- aði mjer ekki, því að það lá við að henni skánaði,“ sagði hann. Menn vita nú ef til vill ekki hvernig stóð á fyrstu tilraununum. En sú var trú, að ef vanfær kona gengi undir hálfreft hús, eða sypi af barmi á potti, þá gæti afkvæmi hennar ekki dáið nema því aðeins að reft væri yfir það eða potti hvolft yfir andlitið. Þessa sögu hygg jeg seinasta dæmið um það. að þessi trú hafi verið við líði. Frá þessu er ekki sagt til að niðra Skaftfellingum. Og þetta á ekki við nú, því að þar er ekki meira um hjá- trú en annars staðar. En mjer hefur aldrei fundist rjett að hæðast að for- feðrum okkar og formæðrum fyrir það að hafa lagt trúnað á ýmislegt, er vjer köllum nú fásinnu. Það bitnar aðeins á oss sjálfum, því að margt af því, sem vjer trúum og treystum mun verða kölluð fásinna er stundir líða, alveg á sama hátt. Nokkuð fyrir austan Núpa standa bæirnir Kálfafellskot, kirkjustaðurinn Kálfafell og Blómsturvellir og er mjög skamt á milli þeirra. Fyrir ofan Kálfa fellskot er hátt f ja.ll, sem heitir Kola- fjall, en hæsta öxlin á því að framan heitir Harðskafi og er þverhnýpt. Þvi sagði sjera Jón köggull í stólræðu á Kálfafelli, að sálir fordæmdra hryndu niður til vítis eins og lambaspörð á hjarni niður Harðskafann. Á Kálfafelli er tvíbýli og stendur annar bærinn hátt. Þar var kirkjan áður og þar er gamli kirkjugarður- inn á hólbrún fyrir framan bæinn. Nú stendur kirkjan á sljettri grund vest- an við bæinn og er fest niður með keðjum á hverju horni svo að hún fjúki ekki, því að hjer geta komið vondir byljir, og undir kirkjunni er aðeins grunnur hlaðinn úr lausum hell um. í kirkjunni hangir á vegg silfur- kross til minningar um Sigurð Ólafs- son lækni. — Þennan kross smíðaði Filippus Stefánsson í Kálfafellskoti — sló hann úr silfurpeningum og kveikti armana við. Fyrir neðan kirkjugarðshólinn er stór þúfa, og er hún kölluð Völuleiði. Þar undir á að hvíla vala, og má hvorki slá leiðið nje raska því. Einu seinni var verið að taka gröf í Kálfafellskirkjugarði. Komu menn þá niður á kistubrot og var í henni beinagrind grautfúin, nema fæturnir. Þeir voru alveg heilir upp að hnjám og harðir eins og múmia. Líkið hafði verið grafið í mosalituðum sokkum og voru þeir enn á fótunum og var alt ófúið og innþornað það sem sokkarnir náðu. Var talið að mosaliturinn hefði valdið þessu. Vestur frá kirkjunni gengur klapp- arholt eða veggur og vestast undir honum er mjög fagur skógarlundur. Þennan skóg gróðursetti ungmenna- f jelag sveitarinnaar um 1915. Ef hald- ið hefði verið áfram ag gróðursetja þannig árlega, mundi nú komið þarha

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.