Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1948, Blaðsíða 6
362 LESBOK morgunblaðsins Leiðin frá Núpstað austur í Öræfi er bæði hættuleg og erfið. Venju- legast verður að fara yfir tvö ill- ræind jökulvötn, Núpsvötnin og Skeiðará, en þegar Skeiðará var ekki fær, þá varð að fara á jökli. Sand- urinn sjálfur er um 25 km. og þar foru oft jökulhlaup yfir. Ekki var harrn þó verstur yfirferðar rjett eftir jökulhlaupin, enda þótt jökulhrann- ir væri þá oft til tafar. En löngu eftir hlaupin gat verið stórhættulegt að fara um hann, eða þegar jakarn- ir höfðu farið í kaf og bráðnað, svo að þar var gaphús eftir, en aðeins þu.nn sandskel ofan á. Einu sinni var Hannes á ferð um sandinn og reið götu, sem farin hafði verið alt su'.narið. Þá brestur jörðin alt í einu undi'n hestinum og hann fer á kaf, en Hannes kastar sjer af honum. Var þarna uppþornaður pyttur eftir jaka, og þekjan á honum brotnaði nú fyrst at rúnhverjum ástæðum. Var Hannes 1 mestu vandræðum með það að ná hestinum þarna upp úr aftur, vegna þecs hvað pytturinn var djúpur og þróngur. Öðru sinni var Hannes á ferð aust- ur á sand til þess að gera við síma. Þegar hann var að fara yfir Núps- vötnin vissi hann ekki fyr til en það var eins og hesturinn sykki undir honum að aftan. Skifti það engum togum að þeir íóru þar báðir á kaf niður í jökulpytt, en elfan skall yfir þá. Hannes greip í faxið á hestinum og helt fast. Þarna byltust þeir um í kafi og stundum fanst Hannesi sem hann væri undir hestinum. „Langt þótti mjer þetta kafhlaup“, segir hann, „en báðir komumst við upp úr einhvern veginn, og ekki varð ar.nað að, en að jeg misti símaskóna, og þar eru þeir“. Fræg er orðin sagan um það, hvernig Hannes komst einu sinni n;oð póstinn úr Öræfum þegar Skeið- arárjökull hljóp. og engri skepnu, nema fuglinum fljúgandi, var talið fæi t milli sveitanna. Þá lagði Hannes upp á Skeiðarárjökul einn sins liðs, gangandi með póstinn á bakinu. — Þetta var um vetur. Hann íór úr Jökulfelli norður á jökul og tók stefnu á Súlutinda, fyrir ofan upp- töl: Súlu, því að þá var líka hlaup í nenni og hún ófær með öllu. Þegar hann kom^yfir Eystrafjall, virtist honum Núpá líka með öllu ófær, en lai.ðj þó í hana og komst yfir. „En þa gerði jeg það glappaskot að fara ekki yfir Björninn, heldur neðri leið- ina fram með björgunum og þar hjelt jeg að jeg mundi aldrei hafa mig fram úr ófærðinni í skógunum“. En heim komst hann samt, nokkuð das- aður, en ekki uppgefinn. Þegar jeg spurði Hannes ^ivort þetta hefði ekki verið mesta glæfra- föi hans, svaraði hann: „Nei, glæfralegast hefir mjer þótt að fera yfir Breiðármerkurjökul, eins og hann var einu sinni. Þá var ekki hægt að komast upp á hann nema eftú- hvassri ísegg, með gínandi jökul- g'júfrum beggja vegna. Björn á Kví- skerjum hafði fundið þessa leið. Hann hjó skörpustu íseggina af, þannig að myndaðist flötur eftir íshryggnum á breidd við mjóa götu. Þennan stíg urðu hestarnir að þræða, og auk þess hvað hann var mjór, var hann líka brattur. Jeg man að mjer óaði við að fara þarna í fyrsta skifti, en þó va’’ð þetta verra seinna því að jökull- i>m bráðnáði og eggin varð hnífhvöss aftur. svo altaf var verið að höggva hana. en við það varð brattara og brattara upp frá þessum hrygg“. Þetta er dálítið sýnishorn af því hveinig er stundum að ferðast á þess- um slóðum. Altaf eru þarna umbreytingar. Nú hefir Súla skilið við Núpá og fer sinna eigin ferða til sjávar. Og nokkru austar á sandinum hefir myndast ný kvísl þannig, að nokkrar kvíslar hafa saneinast. Þessi kvísl hefir grafið sig djúpt piður, og er mjög viðsjál. Þeir kalla hana Gýgjukvísl. Jeg held að það nafn sje afbakað og hafi af- baknst þannig: Þarna é þessum slóð- um var einu sinni kvísl, sem kölluð var Sandgígskvísl. Menn hafa stytt nafnið til þess að það væri munn- tamara og kal:að hana Sandgígju. Svo hefir orðið úr því Gígja og nú seinast er svo kvísl bætt þar aftan vi3 En það er sjálfsagt nokkuð langt síðan að nafnið tók að afbakast, því að í sóknarlýsingunni frá 1859 segir að custan við Núpsvötnin sje tveir sandhólar, sem menn kalli Sand- g>gjur. Má vera að upphaflega hafi menn ruglast í nafnorðunum gígur og gýgur. í sumar hefir Skeiðará verið vel reið undan Skaftafelli. Þar hjá ánni er nú bíll og fexðast menn með hon- um þar á milli og kvíslarinnar. Þeg- ar ferðamenn fara austur fylgir Hannes þeim austur yfir kvíslina og þar kemur bíllinn á móti þeim. Þeir, sem koma að austan fara í bíl að kvúlinni og þar tekur Hannes á móti þeim. Þetta getur gengið á meðan S'æiðarárjökull hleypur ekki fram. Jeg spurði Hannes hvenær hann byggist við hlaupi úr honum, en hann kvað ekki gott að segja um það. Hið eina, sem menn hefði vi5 að styðjast, væri hvernig jökull- inn hækkaði En það gerði hann á undan hverju hlaupi, hækkaði fyrst efst og svo færðist hækkunin fram eins og bylgja þangað til hún næði jókulsporðinum. Jökullinn væri nú óðum að hækka, en ekki gott að átta sig á því, vegna þess að mið vantar. Hann kvaðst þó fyrir nokkru hafa telúð mið í klettabrúnum í fjalli fyr- ir ofan Jökulfellið, <jg sáust þær glögt þegar hann stóð fyrir austan Lóma- gnúp. Svo jiækkaði jökullinn svo mikið, að klettabrúnirnar hurfu, og hnn varð að fara hærra og hærra upp í núpinn til að sjá þær. En nú komst hann ekki svo hátt að hann gæti sjeð þær. Hann sagði að í Ör-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.