Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1948, Blaðsíða 6
402 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ÞEGAR SKOGARELDAR GEISA. • > ÓGURLEGIR skógareldar geis- uðu i Kanada i sumar. Sem sýnis- horn um frjettir af þeim, má takc þessa. blaðaklausu: — í baráttunni við liina miklu skógarelda, sem nú hafa geisað i þrjár vikur í norðurskógum lands- ins, hefur einn maður biðið bana, annar horfið og tuttugu hlotið meiðsl. Hundruð fermílna af skóg- um hefur brunnið og tjónið er met ið 30 milljónir dollara. Það er ekkert rangt í þessari stuttorðu skýrslu um hin miklu hervirki eldsins. Mannslíf og doll- arar er mikils virði og þykir friett- næmt ef hvort tveggja glatast. En vel hefði mátt bæta þessu við frjett ina: — Þúsund hirtir, mörg hundruð elgsdýi', tugir þúsunda af fiskum og' ótölulegur grúi smádýra og fugla, sem ekki vildu vfirgefa iireiður sin, urðu eldinum að bráð. Þetta tjón verður ekki metið í dollurum.------ Jeg flaug norður yfir eldsvæðið með Ijósmyndara, sem endilega vildi ná myndum þar. Það var ó lýsanleg sjón, sem blasti við okkur Eins langt og auga eygði hnyklað- ist grár reykmökkur. Einstaka hátt trje, með sviðin lauf og grein- ar, sást upp úr reyknum, og er minnst varði gaus upp eldur í því og stóð logastrókurinn upp úr reyk haíinu. Ljósmyndarinn benti allt í einu niður til jarðar. Þar var rjóður, en umhverfis það var reykmökkurinn eins og veggur og glóði í logandi trje allt um kring. í miðju rjóðrinu var svolítil tjörn. Og úti í miðri tjörninni hafði elgkýr leitað skjóls Við hhð hennar, og þjett upp að lienni stóð kálfur og naði vatnið lionum í kvið. Við gátum ekki betur sjeð en clgkýrin hefði sætt sig við forlög- in, en kálfurinn var hræddur. Hún sleikti hann í óðaönn. Gerði hún það til þess að róa hann, eða tii þess að verja hann fyrir hitanum af eldinum? Hún var enn að sleikja kálfinn er þau hurfu okkur í reykj- arsvæluna. Á hverjum lendingarstað um- hverfis eldhafið, hittum við þrevtta slökkviliðsmenn, svarta af reyk, og þeir höfðu allir sögur að segja um dýrin, sem hamfarir eldsins höfðu bitnað á. Einn þeirra sagðist liafa fundið fjóra hirti i sjálfheldu. „Þeir stóðu undir lágum kletta- stalli, en eldhafið nálgaðst þá á þrjá vegu. Þeir voru sýnilega hræddir, en veigruðu sjer við að hlaupa upp hleinarnar, en það var eina leiðin til undankomu. Um leið og þeir sáu mig, trylltust þeir. Þrír æddu upp klettana og komust undan, en sá fjórði hljóp beint inn í eldhafið. Mjer er það óskiljanlegt hvers vegna þessi dýr, sem biðu þess þolinmóð að verða eldinum að bráð, urðu allt í einu hamstola af hræðslu þegar þau sáu mann, og eitt þeirra skyldi hlaupa út í opinn dauðann?“ Gamall veiðimaður var þar nær staddur. Hann hefur urn 30 ár ver- ið á meðal skógardýranna. Hann sagði: „Allar skepnur hafa meðfæddn sterka sjálfsbjargarhvöt, en þau hræðast aðeins það, sem reynsla þeirra sjálfra og forfeðra þeirra i marga liðu hefur kennt þeim að er hættulegt. Eldurinn hefur aldrei verið óvinur þeirra svo lengi í senn, að það hafi komist inn i eðlis- meðvitund þeirra, að hann beri að óttast. Þar sem náttúran er einráð, verða skógareldar sjaldan. Þeir or- sakast ekki af öðru en eldingu. Þess vegna hlaupa dýrin alveg eins á cldinn og undan honum“. Slökkviliðsmaður, sem við hitt- um í mýrlendi skamt frá Fort William í Ontario, sagði að þeir hefði fundið nokkrar sviðr.ar og brunnar andir þar sem eldurinn hafði læst sig í hátt gras. Þær sátu allar á hreiðrum sínum og undir þeim lágu eggin og orðin brún af hita. Þeim hefði verið hægðarleik- ur að fljúga, fljúga burt undar. eldinum, en móðurástin varð sjálf- bjargarhvötinni sterkari. Fljótt á litið mun það þvkja ó- trúlegt að fiskar geti farist í skóg- arbruna. En í öllum vötnum og lækjum sáum við þúsundir allskon ar vatnafiska, sem ílutu þar dauðir og rotnandi. Þar sem um grunn vötn og lygna læki er að ræða, getur hitinn áf skógareldunum orðið svo mikill, að fiskarnir hreint og beint soðni lif- andi. Verst þolir silungur hitann. En þó um harðgerðari fiska sje að ræða og þeir komist í hylji þar sem vatnið verður ekki svo heitt að þeir drepist af því, þá er þeim ekki und- ankomu von. Allir fiskar þurfa á lífslofti að halda, og vatnið sogar í sig oxygen úr loftinu. En eldurinn etur allt lífsloft þar sem hann fer yfii; svo að fiskarnir „kafna“ blátt. áfi'am. Sums staðar berst svo mikii aska í vötn og læki að fiskarnir þola það ekki. Ef þeir komast hjá því að soðna, kafna og fá talkmn full af ösku, þá tekur ekki betra við. Eldurinn hefur gjöreytt frosk- um og skordýrum, sem fiskarniv lifa mestmegnis á, svo að þeir hafa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.