Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1948, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1948, Page 6
5.10 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS að íbúarnir væru flúnir til Vest- urheims. Hvað var þá líklegra en að hann elti þá þangað, annað- hvort í þeim tilgangi að fá þá til að snúa heim aftur, eða til þess að boða þeim trú að nýu og fá þeim kennimenn? Sem sann- kaþólskum mönnum á þeim tíma hefir þeim verið það óbærileg til- hugsun að menn gengi af trúnni, því að það var í þeirra augum sama sem að gefa sig fjandanum. Þegar leiðangursmenn sáu því að þeir höfðu ekki neitt að gera í Grænlandi, hafa þeir farið vestur til Marklands og Vínlands að leita Grænlendinga. Og þar er skýring- in á því hversvegna leiðangurinn var svo lengi að heiman. Holand hefir gert áætlun um það hvernig þeir hafi hagað ferð- um sínum, til þess að skýra hvern- ig á því stendur að þeir hafa lát- ið eftir sig orðsendingu inni í miðju landi. Har.n er ekki í neinum vafa um það, að rúnirnar á Kensington- steininum sje handverk þeirra og skýrsla um ferðalagið. Alt bendir og til þess: tíminn, aldur rúnagerð- arinnar og ekki síst þetta „8 Gaut- ar og 22 Norðmenn“. (Gautarnir eru taldir fyr, því að þeir hafa talið sig æðri, þar sem þeir voru hirðmenn konungs). Ennfremur segir á steininum að þeir sje á rannsóknarför „vestur frá Vín- landi“. Telur Holand því að þeir muni fyrst hafa farið til Vínlands og snúið þar við norður á bóginn og vestur með Labrodor og kom- ist inn í Hudson-flóa. Þeir muni hafa leitað vandlega á þessum slóð- um, og leitin orðið tafsöm, vegna þess að strandlengjan er mjög vog- skorin. Síðan hafi þeir farið upper eftir Nelson fljótinu, en skilið skip- in eftir og nokkra menn til að gæta þeirra. Það sje sagt berum orðum á steininum, að þeir hafi verið skildir eftir úti við „hafið“. en haf gat þá ekki þýtt annað en Með punktum er lijer a kortinu mörkuð sú leið er Holand hyggur að leiðangursmenn hafi farið. saltan sjó. Leiðangursmenn kom- ast svo til Winnipegvatns og halda suður eftir því, en þaðan muni þeir hafa þóst eiga skamt ófarið til Vínlands og sent hóp manna landleiðina þangað. Kensington- steinninn er til vitnisburðar um að svo langt hafa þeir komist. Holand segir að leiðangursmenn muni fyrst hafa haldið að Vínland væri eyja og þess vegna talið sjer skylt að sigla umhverfis hana. Þeir muni og hafa styrkst í þessari trú er þeir komu inn í Hudsonflóa og sigldu mörg hundruð mílur suður á bóginn. „En þegar þeir voru komnir að Nelson-fljóti, mun foringi farar- innar hafa sjeð, að leitin að Græn- lendingum var árangurslaus. En þá sennilegt að hann hafi eygt annan tilgang, að vísu veraldlegri en hinn. Hvernig var þetta land, er hann hafði svo lengi siglt með- fram? Var það ein eyðimörk, eða var þar að finna undur og auð- æfi eins og Asíu, og þá voru ný- lega orðin kunn. Þetta var á önd- verðri hinni miklu landkönnunar- öld. Frásagnir um hin ævintýra- legu ferðalög Marco Polo, Fríar John og William Rubruquis höfðu borist til allra höfðuðborga hins kristna heims. Fyrir mentaða og duglega menn eins og Pál Knúts- son og fjelaga hans, sem gjarna vildu vinna sjer hylli konungs síns, hlaut það að vera mjög freistandi að kanna þetta nýa land“, segir Holand. Hann gerir ráð fyrir því að skip- in hafi biðið fram á haust eftir leiðangursmönnum þeim, er settu mark sitt á Kensingtonsteininn og því frosið þar inni. Sumarið 1363 hafi þau svo siglt til Vínlands og búist við því að hitta þá þar. Ern þeir hafi ekki komið og skipin hafa biðið svo lengi að þau hafi ekki þorað að leggja út á hafið undir vetur sjálfan, og svo siglt heim næsta sumar, 1364 og komið til Noregs um haustið, eins og aðr- ar heimildir herma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.