Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1948, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1948, Page 8
532. LESJBÖK MORGUNBEAÐSIN3 LITLA KONUNGSRÍKIÐ LANGT austur í Kyrrahafi og fjarri siglingaleiðum, er konungs- ríkið Tonga, eyaklasi með 40.000 ibúum, eða talsvert færri en í Reykjayik. . Fyrir órofi yetra námu íorfeð- ur Tongabúa land þarna. Það var á þeim tímum er Polynesíar leit- uðu hópum saman austur á bóg- inn og ferðuðust yfir óraviddir hafsins á smábátum sínum og sett- ust að hingað og þangað á Suður- hafseyum. Menn greinir á um það hvaðan þeir hafi verið upprunn- ir. Sumir segja að þeir hafi verið frá Indonesíu, aðrir segja að þeir liafi komið frá meginlandi Asiu, og enn halda sumir því fram, að þeir hafi komið frá Suður-Amer- iku. Sennilega verður þetta altaf óraðin gáta, vegna þess hve langt er síðan að þessir þjóðflutningar áttu sjer stað. Það var löngu áð- ur en ísland bygðist. Og á Tonga eru ævafom mannvirki, sem vís- indamönnum er lika ráðgáta. Þar eru t. d. miklar steinhvyrfingar, ekki ósvipaðar Stonehenge á Eng- landi. Fram til ársins 1875 var ein- veldi í Tonga og mestur hluti íbú- anna þrælar. En þá var það, að Tupon konungur gaf ríki sínu stjórnarskrá, sem var sniðin eftir bresku stjórnarskránni, og síðari hefir þar verið þingbundin kon- ungsstjórn. Talið er að Tonga rikið nái yfir um 150 eyar. En það eru aðallega kóraleyar og eldeyar. Bygð er að- eins á þremur stærstu eyunum. Mest þeirra er Tongatabu og þar er höfuðborgin Nukualofa og þar er flugvöllur, umkringdur pálm- um og hitabeitisgróðri. Næst er eyan Haapai og sjer á milli þeirra. Norðar er Vavau, fjalJend ey og þakin skógi. Þetta er dásamlegt land Hjer þarf enginn að vita hvað tírnan- um liður og klukkur eru ekki til annars er skrauts í húsum. Nátt- úran er lijer svo gjöful að menn þurfa ekki að vinna nema sjer til garnans, enda eru þeir meira gefnir fyrir skemtanir, veislur, söng og dans. Af kokospálrnum og bambus fá menn nægilegt efni trl husabygginga, og þess vegna er engin húsnæðisekla þar. Sjórinn er fullur af físki. Yfirfljótanlegt er af kokoshnetum og brauö'aldinum, og hvert trje svignar undan ávöxtum. Húsdýr erU aðallega svín og Um alt úir og grúir af grísum. Menn þurfa því ekki að hafa mikið fyr- ir því að afla sjer fæðu. Þess vegna lifa þeir glöðu og áhyggjulausu lífi. Hjer er það eins og í Bretlandi að ríkiserfðir ganga jafnt til sona og dætra. Nú hafa Tonga-búar drotningu yffr sjer og heitir hún Salote, en það er afbökun á nafn- inu Charlotte. Drotningin er sköru- leg kona, rúm 6 fet á hæð og' hin tígulegasta. Hún á tvo uppkomna syni, og er sá eldri rjettborinn til konungstignar. Þingið er þannig skipað, að hin- ar 33 aðalsættir landsins kjósa 7 þingnienn, en skattgreiðendur aðra 7, og' haia þá kosningarjett allir karlmenn, sem hafa náð 21 árs aldri. Forseti þingsins er kosinn af aðlinum sjerstaklega. Þingið kýs stjórn og ræður hún milli þinga í samráði við ríkisráð, þar sem drotningin á sæti. En þingið verð- ur að staðfesta allar ákvarðanir stjórnar og rikisráðs ef þær eiga að verða að lögum. Þingstörfum er hagað alveg á sama hátt eins og í sambandsríkj- um Breta, Kanada, Ástralíu og Nýa Sjálandi. Þetta er líklega eiria konungs- ríkið í heirni, þar sem hvorki er skortur, deilur nje flokkadrættir. Þar er enginn stjettarígur, og eng- ar deilur út af gæðum landsins. Hver piltur, sem orðinn er 18 ára, fær hæfilegt land til þess að reisa á bú þegar þar að kemur. Landið er svo stórt að það getur fram- fleytt lieilh fjölskyldu. Hann byrj- ar á því að rækta það og reisa sjer þar hús úr bambus og pálmalauf- um. Eftir sjö eða átta ár er hann vís til að geta selt svo mikið af afurðum, að hann fái 2—10 ster- lingspund á mánuði, og það er ær- ið fje, þegar hins er gætt að hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.