Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1948, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1948, Blaðsíða 2
590 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS heyrt um þær. Við viljum fá eitt- hvað vjelrænt og margbrotið. og sem aðeins fáum getur auðnast, og sem við getum alið með okkur í einrúmi — þangað til alt í einu að það birtist, sem dýrlegur ávöxt- ur hugvits okkar. Við leitum til þeirra. sem þykjast sjá forlög :>kk- ar með lófalestri, stjörnuspá eða öðru slíku, og ef ástandið er slæmt, förum við til geðlækna eins af öðr- um, þangað til við læknumst, eða verðum svo illa farin, að við skeyt um engu. Síðan á dögum Aristótel- esar hafa geðlæknar og heimspek- ingar sífelt verið að verki, þó er það ekki fvr en á síðustu árum, að nokkru hefur miðað. Veikist maður nú á geðsmunum, er hann lagður inn í sjúkrahús og læknast þar með fáum undantekn- ingum. Slíkum sjúklingum er ekki lengur kastað inn í óhreina klefa og látnir deyja þar. Meðul, raf- straumur, dáleiðsla eða viðræður koma þeim nú aftur á rjettan kjöl í flestum tilfellum. En við brjótum ekki hcilann svo mikið um þessi alvarlegu tilfelli. Flestum verður að hugsa einkum um sjálfa sig. Við finnum að okkur er ekki þörf á geðlækningum. Við erum með fullu fjöri og viti Við reynum að laga okkur nokkurn veginn eftir umhverfinu, sem við verðum að búa við. Þó óskum við eftir meira af gæfu og gengi, frægð og frama. — Við vildum gjarnan fækka þeim stundum, þegar við erum döpur og þunglynd. Okkur langar til að komast eins vel af og nágrannarnir — og frá okkar bæ- ardyrum sjeð, virðast þeir lengst af sælir og glaðir, þar sem við einir búum við örðugleikana. Við viljum finna töfrasprotann, og svo höldum við áfram að leita hans. Við sálgreini-læknar köfum í for- tíðina alla leið niður í frumbernsku og finnum að við höfum verið slæmir drengir, slæmar stúlkur í insta eðli okkar — jafnvel þó að alt væri sljett og felt á yfirborðinu. Þessum uppgötvunum er ætlað að gera okkur albata. En nú eru sál- greini-læknar að komast að því, að þessi köfun — sem jafnan er bæði kvalafull og kostnaðarsöm — er alls ekki jafn nauðsynleg og menn hafa álitið alt fram að síðustu ár- um. Það eru aðeins fáein atriði, sem við verðum að slá föstum. í barnæskunni vorum við býsna slæm. Það er almennur barnaskap- ur. Litla stúlkan, með engils and- litið, sem fór þarna fram hjá, get- ur búið yfir hugsunum, sem geta ef til vill síðar leitt til geðbilunar, ef hún gætir sín ekki vel. F’est börn eru einhvern tíma ástfangin í öðru hvoru foreldra sinna, og bað auðvitað án þess að vita af því sjálf. Ef til vill hefur þú öfnndað eða hatað föður þinn eða móður. Yrði bað uppvíst, þætti það bý.-na hræði legt. En í raun og veru e” það alls ekki. Það er algerlega eðlileg bernsku-afstaða gagnvart ákveðnu viðhorfi. Getir þú lært að taka þess- um æsku ástum og hatri og öðrum misgerðum sem algerlega eðlileg- um viðburðum, í stað þess að harð- neita þeim og dvelja sífellt við þá, þá fer svo, að þú losnar við þá. Þú þarft ekki að borga lækni tutt- ugu og fimm dollara á tímann fvrir að fá að rifja upp æskuafbrot þín. Segðu aðeins sjálfum þjer, að þeg- ar þú varst barn, þá varð þjer á ýmislegt, eins og öðrum börnum. Nú ert þú fullorðinn og hugsar um daginn í dag og á morgun. en fleyg ir frá þjer fortíðinni. Alt frá morgni tímans hefur ein geðshræring yfirgnæft allar aðrar. Af henni fæddust fyrstu töfrabrögð in og fyrstu trúarbrögð manna. Þessi geðshræring var óttinn. Hcnn var til í frummanninum og varð upphaf að ást og hatri og bardög- um. Enn er hann til í f iri yngri manna og eldri. Gætum við út- rýmt óttanum, mundi ófriður hverfa úr sögunni. Önnur geðshræring hefur verið fylgifiskur manna að fornu og nýju — það er einstæðingsskapudnn. Andstæð henni er ást og fjelags- skapur. Sjeum við hjá þeim, sem við elskum, kennum við ekki ein- stæðingsskapar. Sjeum við meðal ókunnugra, eða einsamlir, finr.um við til hans, og eins ef við óttumst að missa ástvinina. Takið burtu þessar tvær tegundir geðhrifa og við það væri mestu af hörmungum heimsins lokið. Ef við þektum ekki óttann, mundum við vinna störf okkar og hepnast þau. Tækist okk- ur að losna við einstæðingsskap- inn, mundum við hjálpa öðrum og öðlast við það hamingju bæði handa okkur og heiminum í heild. Þetta virðist nú vandalítið. En hvar eigum við að finna lækningu við ótta og einstæðingsskap, hina nýu tegund geðlækninga, sem get- ur útrýmt ófarnaðinum? Því miður er svarið svo einfalt og öllum auð- skilið, að margir virða það ekki viðlits. Það eina, sem þarf að að- hafast er að trúa — á eitthvað í trúarbrögðum, á Guð. Það er alt og sumt. Jeg hef sjeð það duga. Oft þótti það fínt og mikið lærdóms- merki að afneita öllu guðlegu, eða að minnsta kosti, að taka öllu slíku með efa. En þetta virtist ekki verða neinum að liði, og svo fór um það eins og annað, sem ekkert gagn er að. Það fell úr gildi, var ekki leng- ur í tísku. Eitt er undarlegt, sem jeg hef veitt athygli, að það skiptir engu máli, hvaða kirkjudeild þú tilheyr- ir eða hvaða eiginleika þú tileink- ar guði þínum. Meginatriðið er, að þú trúir — sjert sannfærður um að til sje sá, sem stjórnar uppistöðu og ívafi hins mikla vefs mannlífs- ins. Einhver, sem vakir yfir þjer og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.