Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1948, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGIJNBLADSINS 595 MEÐAL VIÐ ÞRÍR kanadiskir læknar við Shute Institut for Clinical and Labora- tory Medicine, þeir dr Arthur Vogelsang, dr. Evar Shute og Wil- frid Shute, hafa fyrir nokkru fund- ið nýja lækninga aðferð við sykur- sýki. Er búist við því að þessi lækn- inga aðferð muni get hjálpað þús- undum manna og að mikhi leyti út- rýmt hinni illkynjuðu sykursýki og þeim kvillum, er sigla í kjölfar hennar. Reynslan, sem þegar er fengin, bendir til þess. Af 60 sjúk- lingum sem þeir hafa haft undir höndum, hefur 57 batnað mikið. Aðferðin er sú, að gefa sjúkling- unum hreint E-vítamín (aipha tocopherol) ásamt insulin. Hið ágæta meðal, insulin, læknar ekki sykursýki. Það heftir aðeins sjálfa veikina, en fylgikvillarnir, svo sem hjartaveila, nýrnaveiki og æðakölk- un, læknast ekki við notkun þess. Seinustu læknaskýrslur herma að 68% af þeim, sem sykursýki verður 'að aldurtila, látist í raun og veru af einhverjum þessara fylgikvilla. — Aðrar rannsóknir hafa sýnt, að af 350 sykursýkis sjúklingum, sem höfðu fengið insulin reglulega í 20 ár eftir að veikin byrjaði, höfðu 200, eða rúmur helmingur fengið æðakölkun. Læknarnir byrjuðu á því að nota E-vitamín handa hjartveikum sjúklingum. Sumir þeirra höfðu sykursýki. Og þá tóku læknarnir eftir því, að sykursýkin læknaðist um leið, og þannig fanst þetta með- al, sem menn gera sjer nú svo miklar vonir um. Þó hafði annar læknir orðið á undan þeim í því að veita því athygli, að E-vitamín væri gott við sykursýki. Það var ítalski læknirinn dr. Ugo Butturini. Hann hafði ritað grein um þetta í ítalskt læknarit á stríðsárunum. en vegna þess að Ítalía var einangruð þá. SYKURSYKI höfðu aðrir vísindamenn ekki tekið eftir þessu fyr en eftir að kanad- isku læknarnir voru byrjaðir á til- raunum sínum. Meðalið er tekið inn í 30—75 milligramma töflum með ofurlítilli sykurhúð utan á. (Hjer er um hreint E-vitamín -— alpha tocopher al — að ræða, en ekki blandað tocopheral sem einnig er selt í lyfja búðum sem E-vitamín, en er gagns laust við sykursýki). Enginn niað- ur skyldi þó taka inn þessar töflur nema eftir læknisráði og undir læknis umsjá, því að það getur ver- ið hættulegt. Meðal fylgifiska sykursýkinnar er æðastífla og átumein, sem hætt er við að kolbrandur hlaupi í. Menn hafa líka læknast af þessu við notk- un E-vitamínsins. Þannig er t d. getið um miðaldra konu, sem hafði þjáðst af sykursýki í 16 ár og verið rúmliggjandi seinustu tvö árin. — Hún hafði fengið beinátu, eina tá hö'fðu læknar tekið af henni og bein úr annari, og allur hægri fóturinn á henni var að spillast og stór sár höfðu dottið á hann. Þá var það að dr. Vogelsang kom til skjal- anna og ljet hana fá E-vitamín, Brá þá svo við, að eftir rúman hálfan mánuð var henni að mestu batnað og komin á fætur. — Af hverju stafar sykursýki og hvernig stendur á því að hægt er að lækna hana með E-vitamín? í fæðu þeirri, er vjer neytum, er allmikið af kolvetni (sterkju- efnum) sem breytast í svkur við meltinguna og fara út í blóðið. Þar brenna þessi efni og veita líkam- anum hita, en berist svo mikið af þeim út í blóðið að þeim er ekki öllum brent, breytist afgangurinn í fitu. Sykursýki stafar af óreglu á brenslunni, þannig að annaðhvort brenna sykurefnin ekki nógu fljótt eða ummyndast ekki í fitu. Skiljast þau þá frá blóðinu og fara út í þvagið. Þegar líkaminn getur ekki lengur hagnýtt sjer sykurinn úr fæðunni, nema að litlu leyti, fer að bera á acetone (eða acet-ediks- sýru) í þvaginu. Jafnframt því myndast einnig allmikið af amm- oníaki. Þegar svo er komið, fer alt lútarefni (natron, kalí og amraon- íak) að þverra í líkamsvefjunum, en af því leiðir aftur,- að sýru- \ eitrunar einkenni fara að koma í ljós. Þetta stafar af því, að eitthvert ólag er á briskirtlinum, sem á mik- inn þátt í efnabreytingu allra kol- vetna í líkamanum. En auk melt- ingarsafans, sem myndast í brisinu, myndast þar einnig örvandi efni (hormón), sem rennur til blóðsins líkt og úr öðrum innrensliskirtlum. Það er þetta bris-hormón, sem hjálpar líkamanum eða blóðinu til þess að brenna sykurinn úr fæð- unni, svo að hann komi líkamanum að notum. Þetta hormón myndast í litlum hluta brisins, sem kallaður er Langerhans-eyar, og er samsafn af einkennilegum frumu-hópum. Engir kirtilgangar liggja frá þess- um „eyum“, heldur fer safi þeirra til blóðsins. Ef eyarnar eyðileggj- ast, eða safarenslið stíflast, þá.rfá menn óðar sykursýki. Gagnsemi E-vitamíns er nú í því fólgin, að það örfar starf þessara eya, og opnar blóðæðar sem þang- að liggja, ef þær hafa stíflast svo að þessi hluti brisins getur aftur farið að starfa reglulega. Insulin, hið ágæta meðal, er unn- ið úr Langerhans-eyum hjá ný- bornum kálfum. Þar af „insulín“- nafnið. Því er spýtt inn í æðar manna, sem hafa sykursýki, . og hjálpar þá blóðinu tiL þess að brenna sykurefninu. En sjúkling- urinn þarf að fá það daglega til þess að halda brunanum við Það kemur í staðinn fyrir „eya-hor-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.