Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1949, Blaðsíða 6
338 LESBÓK MORGUNBLaÐSINF nugsar ekki að fólkið geti lifað á kvikmyndum og leiksýningum. — Sevðisfjörður rjettir ekki við fyr en slíkur maður kemur. Mjer heyrðist á verkamönnunum þar, að þeir hefði ótrú á framtíð kaup- staðarins. Aðrir hafa þá ótrú líka. í víkunum milli Loðmundarfjarð- ar og Borgarfjarðar, Álftavík, Húsa vík, Breiðuvík, Kjólsvík, 'Hvalvík og Brúnavík hefir verið bygð lil skams tíma, en nú er hvergi búið nema í Húsavík. Allir hinir bæirn- ir eru komnir í eyði. Á Glettings- nesi var og bygð og talsvert útræði, en það er líka í eyði. Hvert fór fólkið? Það fór flest til Borgar- fjarðar, en ekki Seyðisfjarðar, af því að það hafði ótrú á Seyðis- íirði. Á. Ó. ^W ^W ^ ^W ^W a óuiói k ÞAÐ VARÐ eigi litill skellur fyrir framleiðendur hinna „þöglu kvikmynda“, þegar hljómmyndirn- ar komu til sögunnar. Fyrir kvik- myndahús og starfsfólk þeirra varð það einnig mikið áfall. Kvik- myndahúsin urðu að fá sjer nýar sýningarvjelar og allir hljómlistar- menn þeirra mistu atvinnu sína. í Bandaríkjunum einum var hjer um 3 miljónir manna að ræða. Svo kemur sjónvarpið, sem flyt- ur kvikmyndasýningar inn á heim- ílin. Ný tækni og nýar vjelar. Hinir miklu kvikmyndajöfrar í Holly- wood urðu skelfdir. Þeir stóðu uppi með kvikmyndatæki, sem kosta eina miljón dollara, og það var engu líkara en að þessi tæki væri orðin úrelt og þeim yrði að fleygja. önnu á unnn (Kvæði þctta cr orkt til Vilhjáhns Stefánssonar). Úr múghugans deyfð svífur mæringsins þrá, að markinu því, sem hann ætlar að ná. — Hinn rökvísi andi um ríki sitt brá þeim röðli, sem alheimi lýsti. I útjaðri veraldar ónumið lá það óðal, sem vonir hans hýsti. Hin ósjeða fjarlægð var eggjandi hrein, og önnur gafst huganum fróun ei nein. Á djúpin var horft, þar sem hafrokið hvein við háreistan jaka og öldu, og sögulaus auðnin við auganu skein, í ísríki myrku og köldu. Með ættkjarna frónskan í sinni og sál, var sótt yfir brimhvítan, rjúkandi ál. Það er ekki í stefnunni ótti, nje tál, sem aðra um leiðsögu biðji. Og óþekktum hjara skaut undir sitt mál hinn íslenski háfjallaniðji. Á andvrana helströnd í ofstopahríð skein íslenskur hugur, um daglausa tið — þar fannst ekki af myrkri nein veröld svo víð að víkingnum brygðist að lýsa. Um hafþökin tindraði hyggja svo fríð að hlýnaði um kólgu og ísa. 1 forystu þinni og fræknlegum þrótt, sem frægð sína hefur um íshöfin sótt, oss mætir hin norræna goðmennskugnótt, sem gæddi þig ætterni sínu. Um bólstrandi hrannir og biksvarta nótt, skin bjarmi af atgerfi þinu. Gísli Erlendsson, Óðmsgötu 14 Og nú kemur seinasta nýungin, „þriggja vídda“ kvikmyndirnar, sem bera langt af öðrum myndum. í þeim kemur fram eðlileg dýpt, eins og á steroskop-myndum og við það verða þær svo eðlilegar, að áhorfendur gleyma því að um mynd sje að ræða. Þeim finst alt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.