Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1951, Side 3
LESBÓK MORGUNBLADSINS
t ,4.. -**». r v *
eða fleiri vikur, að leita læknis, og
það enda þótt þeir hafi áður haft
svipuð einkenni, sem hafa batnað.
Röntgenskoðun getur þá skorið úr
um það, hvort nokkuð alvarlegt sje
á seiði, og sje nokkur vafi eftir þá
skoðun, getur hálslæknir með sjer-
stökum tækjum skyggnst niður í
vjelindið alla leið niður í maga, og
tekur sú skoðun, sem er fremur
auðveld og hættulaus, þá allan vafa
af.
Sem betur fer eru þessi einkenni,
sem jeg nú hef talið, langoftast
öðru að kenna en krabbameini, t.d.
slímhúðunarbólgum, taugasjúkdóm
um, magakvillum o. fl., en eina
ráðið til að fá fulla vitneskju um,
hvort nokkuð alvarlegt er að, er
rækileg skoðun.
Finnist krabbamein í vjelindi á
byrjunarstigi hefur þráfaldlega
tekist að lækna það að fullu með
geislalækningu.
Á seinni árum er farið að fram-
kvæma skurðaðgerðir á þeim hluta
vjelindisins, sem liggur í brjósthol-
inu, en þar er meinið oftast, og er þá
sá hluti vjelindisins tekinn burtu,
sem sjúkur er, og stúfarnir saum-
aðir saman. Þannig hefur tekist að
bjarga mörgum mannslífum, en
varanlegur árangur er undir því
kominn, að unt sje að gera það svo
snemma i sjúkdómnum, að æxlis-
frumur hafi ekki borist frá |iein-
inu til lymfucitla, eða krabbamein-
ið sjálft hafi ckki gripið yfir á ná-
læg líffæri.
Krabbamein í nefinu sjálfu er
sjaldgæft. Það lýsir sjer með vax-
andi nefstíflu, öðru megin í nefi
og rennsli frá þeirri nös, er fram
liða stundir. Útferðin getur þá vcrið
blóði blönduð ööru hvoru, og smá-
bhcðinga gctur orðið vart áður en
nefstífia er orðin áberandi.
Nokkru algengara er meinið í
nefkoki, bak við nefið. Vex það oft-
ast út frá öðrum hliðarvegg ncf-
koksins og vcldur vaxandi nef-
stíflu, fyrst þeim megin, sem æxlið
situr, en síðar beggja vegna í nefi,
þegar það er orðið svo stórt, að það
fyllir nefkokið að mestu. Fylgir
þessu talsvert nefrensli, sem oft cr
blóðugt.
Algengt er að æxli á þessum stað
leggist fyrir mynni kokhlustarinn-
ar, sem er einskonar loftleiðsla til
eyrans, og veldur það hellu og suðu
fyrir eyranu. Þetta einkenni getur
komið löngu áður en það fer að
bera á nefstiflu eða rennsli.
Fyrir 4—5 árurn siðan kom til
min maður um sextugt, með hellu
fyrir vinstra eyra og talsverða
stíflu í vinstri nös, ásamt nokkru
rennsli úr þeirri nös. Jeg fann hjá
honum æxli vinstra megin í nef-
koki, skar það burtu og fekk það
rannsakað. Reyndist það vera
krabbamein. Sjúklingnum var gef-
in kröftug röntgengeislun. Jeg hef
fylgst með honum síðan, og þegar
jeg skoðaði hann nú fyrir skömmu,
sáust engin merki þess, að meinið
væri að taka sig upp á ný.
í svonefndum nefholum, einkum
kjálkaholum er krabbamein engan
vegin mjög sjaldgæft. Það gerir
vart við sig með nefrennsli og stíflu
annars vegar, og stundum smá-
blæðingum frá nefi. Lengi framan
af eru engir verkir. Meinsemd í
kjálkaholu getur einnig gert vart
við sig í munni, því aftari Irluti efra
góms liggur undir botni kjálkahol-
unnar og getur stundum orðið fyrir
vexti krabbameinsins. Gómurinn
stækkar þá oft og aflagast svo, að
hafi sjúklingurinn t. d. gerfitennur,
fara þær að sitja illa og særa.
Það, sem við eigum einkum að
hafa hugfast og læra af því, sem
hjer hefur verið sagt um krabba-
mein í nefi, nefkoki og ncfholum
er, að hafi maður vaxandi nefstíflu
og rennsli, annars vegar úr nefi,
ekki síst ef það er blóði blandað,
ber að fá það rannsakað hið bráð-
asta. Einkum á þetta við fólk yfir
335
fertugt, en enginn aldur er þó ör-
uggur.
Langalgengustu orsakir þeirra
einkenna, sem jeg nu hef talið eru
góðkynja. afleiðingar kvefs, mein-
laus æxli og aðrir lítilfjörlegir
kvillar, en jafnvel þó svo sje er
rjettast að fá úr því skorið hvað
veldur.
Krabbamein er sjaldgæft í eyr-
um. í miðeyra og eyrnagangi kem-
ur það helst fyrir þar, sem lang-
varandi bólga hefur verið i mið-
eyra, með meira eða minna stöð-
ugri útferð árum eða áratugum
saman. Slík eyru þurfa að sjálf-
sögðu athugunar við hjá sjerfræð-
ingi og getur hann þá, jafnhliða því
sem hann gerir ráðstafanir til að
stöðva útferð og lækna bólguna, ef
unt er, athugað hvort byrjandi
meinsemd kunni að leynast í eyr-
anu. Byrjunareinkenni eru óljós,
en verði útferð úr eyra blóðblönd-
uð, sem ekki hefur verið það áður,
ætti það að vekja grun um að ekki
væri alt með feldu og að það gæti
stafað frá æxli.
Fyrir nokkrum árum rannsakaði
jeg eyra ungs manns, sem hafði
haft útferð úr öðru eyranu frá því
hann var barn, en þá nýlega var
farið að koma blóð í útferðinni, við
og við. Jeg fann óreglulegt þykk-
ildi og sár i miðjum eyrnagangi.
Smásjárrannsókn á lítlum bita
teknurn úr sárbarminum sýndi að
þetta var krabbamein. Jeg^kar það
burtu eins rækilega og tök voru á,
og er sárin voru gróin fekk sjúk-
lingurinn viðeigandi röntgenmeð-
ferð. Síðan hefur meinið ekki gert
vart við sig og tel jcg nokkurn
veginn örugt að það geri það cklii
úr þessu.
Á ytra eyra er auðvelt að sjá
hvort nokkuð er að. Hersli, þykk-
ildi eða sár þar, sem ekki vill batna
á skömmum tíma, þurfa athugunar
við.
Að lokum vil jcg aðeins segja