Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1951, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1951, Side 2
406 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þótti að því snyrtibragur. Þessi siður mun hafa lagst niður skömmu fyrir aldamótin seinustu. Eftir að bygð lagðist niður í evnni var hún' leigð til slægna og hrossa- göngu, og um rnörg ár hefði Geir Zoega útgerðarmaður lýsisbrseðslu þar. Þólti þá bæarmönnum stundum nóg um þegar gi’útarsvæluna þaðan lagði inn vfir bæinn og hún blandað- ist ódauninum úr göturæsunum og forarþefnum af Austurvelli. En Geir l>að menn vel una anganinni úr eynni, því að það væri peningalykt. 0O0—— Árið 1913 hefst svo nýT þáttur í sögu evarinnar. Þá var hafin hafnar- gerð Reykjavíkur með eyna að bak- hjaili. Á þjóðhátíðardegi Norðmanna hinn 17. maí um vorið, rann fyrsti eimvagninn hlaðinn grjóti frá Öskju- hlið og steypii af sjer farminum niður í fjöruna fram af Hlíðarhúsalandi. Það var byrjunin á Grandagarðinum, sem svo hefur Verið nefndur. Síðan var unnið að þessu mannvirki jafnt og þjett og í árslok 1915 var undir- stöðu garðsins að mestu lokið og á næsta ári var hann fullgerður. Þá var Örfirisey orðin landföst öðru sinni. Garður þessi var gerður úr stórgrýii og þykkur neðét, en þunnur efst. Eftir að hann var kominn mátti oft sjá fólk ganga sjer til skemtunar út i ey á góðviðrisdögum. Síðan var reistur þar sundskáli og var þar þá oft margt um manninn. Þá var Ör- firisey um skeið helsti útisamkomu- staður Reykvíkinga. En alt er á hverfanda hveli. Skál- inn lagðist niður og aftur varð kyrð og ró á eynni. En svo kemur styrj- öldin og hernámið 1941. Þá leggur hinn útlendi her eyna algjörlega und- ir sig. Rættist þá það, er sagt var i álitsgerðinni 1787, að eyan væri mjög vel til þess fallin að þar væri vígi borgarinnar. Sú umsögn var að vísu löngu gleymd Reykvíkingum sjálf- um, því að um tugi ára hafði það ekki hvarflað að þeim, að hjer gæti orðið stríð og að þeir þyrfti á hervörnum og vígi að halda. En herstjórnin sá fljótt hvers virði Örfirisey var og víg- girti hana ramlega, eins og enn má sjá merki. Þegar stríðinu lauk hefst svo enn nýtt tímabil í sögu Örfiriseyar og það stendur enn yfir. Það byrjaði með því að Slysavarnafjelagið reisti bátaskýli og björgunarstöð þar sem verslunarhúsin stóðu í gamla daga syðst á oddanum. Grandagarðurinn hefur verið breikkaður svo að hann er ámóta breiður og suðurhluti eyarinnar. Nú er hánn ekki lengur tilsýndar eins og mjótt stryk milH lands og eyar, held- ur má segja að eyan Liafi verið fram- lengd til lands. A þessu nýa landi standa stórhýsi, verbúðirnar, sem ná fra landi og út undir miðjan garð, og Faxaverksmiðjan. — Það er rangt sem sagt er í daglegu tali, að hún standi í Örfirisey. Undir hana hefir ekki farið þumlungur lands af eynni. Hun er öll bygð á Grandggarðinum, eða hinu nýa landi, sem þarna hefur verið gert. Auk þess er þarna bílveg- ur og voldugan hafnarbakka er verið að gera þar. Og svo er verið að stækka Örfiris- ey. Nú á að bæta henm upp það, sem sjórinn hefur brotió af henni. Byrjað er að hlaða garð frfi Grandagarðinum ofan við verksmiðjuna og stefnir hann beint á klettana á Reykja- nesi. Innan við þennan garð er viður kriki, sem síðar verður fyltur upp, og þegar því er lokið heíur eyan stækkað um helming. ----oOo----- í góðviðrinu á frídegi verslunar- manna 4. ágúst gekk jeg út í ey til þess að skoða hana áður en hún breytist. Hver veit hvaða breytingar kunna að fara í kjölfar þessara fram- kvæmda? Víggirðingarnar eru nú rústir ein- ar og bæarrústirnar eru svo að segja með öllu afmáðar. En nyrst og austast á eynni, þar sem heita Hásteinar, hefur verið reistur olíugeymir mikill og lögð frá honum 12 þumlunga víð pípa út á höfn og fest þar við ílufl. Er það gert til þess að skip geti dælt þaðan olíu í geymirinn hverju sem viðrar, enda er eklcert skipalægi við eyna þeim megin. Tjörnin, sem oftast er í dældinni norðan á eynni, var nú þur með öilu, en mikill gróður víðast hvar. Tveir hestar voru þar á beit, en nú voru komnir menn til að handsama þá. Það ætlaði að ganga illa, því að hest- arnir voru ljónstyggir og hafði þeim sjáanlega liðið vel þarna. Annars var fátt um fólk úti í eynni, átta manns á víð og dreif og sýnir það að eyan er ekki lengur sá skemtistaður, sem hún áður var. Ljósmynd af élstu ristunni. Mjer varð aðallega reikað um klappirnar á eynni, því að jeg vissi að þar voru nokkrar ristur, sem mig langaði til að athuga og vekja athvgli á, ef vera mætti að þær, sem nokk- urs virði eru, væri verndaðar. Það er langt frá því að allar rist- urnar sje þess virði. En nóg er af þeim. Fólk hefur gert sjer það til skemtunar á seinni árum að krota á klappirnar fangamörk sín eða nöfn. Stundum er ártal við, stundum ekki. Flest af þessu kroti er rispað með steinum og máist því fljótt af fyrir regni og vindi. En svo eru þarna líka reglulegar ristur, sem lengi munu endast, og sumar þegar orðnar gaml- ar. Einna elst af þeim mun vera á kiöpp á norðvesturhorni eyarinnar. Þar stendur höggvið eftir eigin rit- hönd: Hendr. Handsen. Þórbergur get ur um þessa ristu í „Landnámi Ing- ólfs“ og telur að þarna muni Hinrik „gjörtlari“, afi Hinriks Erlendssonar læknis og þeirra systkina, hafa klapp- að nafn sitt. En jeg tel að það muni hafa gert afi hans, Hendrik Hansen, sem seinast var kaupmaður á Bás- endum og lenti þar í flóðinu mikla 1799. Hann var um eitt skeið versl- unarþjónn við kóngsverslunina með- an hún var í Örfirisey ,og því líklegt að hann hafi haft tíma til að föndra við þetta. Það bendir einnig til þess hvernig hann skrifar ættarnafn sitt. Hinrik „gjörtlari" mun hafa skrifað sig Hansen en ekki Handsen. Þessi áletrun ætti því að vera orðin 170 ára gömul, eða enn eldri. Þarna rjett hjá stendur K P 19 — 22

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.