Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1951, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1951, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 411 SEáETHFLIi Uppruni þcss og breytingar PKÁKTAFLI er orðin gömul íþrótt. Menn vita með vissu að það var iðk- að í Indlandi og Persíu á 7. öld, og máske fyr. Það er og hefur altaf ver- ið orusta þar sem tveir jaínsterkir herir eigast við. Upphaflega var mönnum raðað á taflborðið likt og fylkingaskipan var þá í indverskum her. Hver taflmaður hafði á að skipa 8 fótgönguliðsmönn- um og að baki þeirra voru 8 liðsfor- ingjar, en að baki þeirra voru kon- unguiinn og ráðgjafi hans og voru þeir varðir til beggja handa af fíl- um, hestum og stríðsvögnum. Hið merkasta við taflið er að til- gangurinn er ekki sá að uppræta al- gerlega her óvinarins, heldur að knýa konunginn til uppgjafar. Konungur bíður ósigur þótt hann hafi meira liði á að skipa en hinn, ef hann kemst í sjálfheldu. í hvert sinn er konung- ur er í hættu, er skák, en þegar hættan steðjar að á alla vegu og hann getur ekki hreyft sig, þá er mát. Þessi tvö orð ,skák og mát, eru kom- in úr persnesku, en þar þýðir ,,shah mat“: konungurinn er dáinn. Ýmsar sagnir eru um það hvernig skáktaflið hafi verið fundið upp. Ein af þeim er á þessa leið: Tveir indverskir prinsar börðust einu sinni til ríkis. Þeir voru hálf- bræður tammæðra. Þeir hjetu Talk- land og Gau. Talkland var herskár og grimmur og hann hafði gert upp- reist gcgn bróður sínum. En Gau var friðsamur maður og góðgjarn og hann gaf út þá skipan, að enginn mætti vinna bróður sínum geig í orustu. Samt fór nú svo að Talkland fell. Her Gaus haíði umkringt hann og hann fanst dauður í valnum. Móðir þeirra varð nú ákaflega reið og hún ásakaði Gau fyrir að hafa myrt bróður sinn. Sannleikurinn var sá, að menn Talklands höfðu drepið hann, en Gau gat ekki sannað það. Honum fell mjög þungt að liggja und- ir ásökunum móður sinnar, svo að hann kallaði fyrir sig alla spekinga sína og bað þá að finna einhver ráð til þess að sannfæra móður sína um sakleysi sitt. Vitringarnir sátu á ráðstefnu heila nótt og að því loknu gáfu þeir kon- ungi það ráð, að hann skyldi láta gera eftirmynd af vígvelli, þar sem tveir herir áttust við. Völlurinn skyldi aí- markaður í reita og reitarnir skyldu sýna hvað hinar ýmsu herdeildir væri fljótar í ferðum. Svo skyldi tálga smámyndir af konungunum, ráðgjöf- um þeirra, liðsforingjum og öðrum hermönnum og fylkja þeim á þessu borði. Að þvi búnu skyidi orustan hefjast. Sumar herdeildirnar sæktu hraðar fram en aðrar og að lokum kæmi að því að annarhvor konungur- inn væri umkringdur og í þeirri her- kví biði hann svo bana af „þreytu og þorsta“. Þegar taflið hafði verið smíðað sýndi Gau það móður sinni, og hún fekk svo mikinn áhuga fyrir því, að hún neytti hvorki svefns n,je matar og seinast dó hún yfir taflinu. Önnur indversk saga um uppruna taflsins er sú, að það tákni sigur hins frjálsa vilja yfir forlagatrúnni. Frá ómunatíð höfðu Indverjar iðkað tafl, sem þeir nefndu ,,nard“. Það var leik- ið þannig, að menn köstuðu teningum og eftir þeirri tölu sem upp kom, máttu þeir leika á borðinu. Hjer rjeði hendingin, eða forlögin. En svo var það að vitur Brahmaprestur kom til konungsins og sagði lionum að and- inn í þessu tafli væri gagnstæður trúarkenningunum. Konungur felst á þetta og bað hann að finna upp nýtt tafl þar sem vilji og gáfur manns gæti notið sín, tafl sem kendi mönn- um hugrekki, varíærni, metnað og ráðsnilli. Og svo fann Brahmapresturinn upp skáktaflið, sem einmitt þroskar þessa eikinleika mannsins. Góður skák- maður verður að vera ráðsnjall, var- kár og treysta sjálfum sjer. Sá, sem hugsar um það eitt að drepa alla þá menn, er hann kemst í færi við í staðinn fyrir að gera varnir konungs- ins sem traustastar, mun áreiðanlega tapa. Hjer sannast hið fornkveðna, að kapp er best með forsjá. Upphaflega var leikni í tafli sú, að sýna sem mesta herkænsku. Segir því þriðja sagan um uppruna þess, að það l»afi verið fundið upp af kon- ungi, sem vildi leggja niður fyrir sjer hvernig best væri að beita hinum ein- stöku hersveitum á vígvelli. Fjórða sagan segir að konungur nokkur hafi fundið það upp til þess að sýna þegnum sínum hvernig þeir gæti jafnað allar deilur sínar á frið- saman hátt. Þannig herma sögur að skáktaflið hafi verið fundið upp bæði til þess að læra af því herkænsku og að láta mannvitið skera úr um deilur. Á 10. öld barst skáktaflið frá Ara- bíu til Spánar og Ítalíu og þaðan til Vestur-Evrópu. Varð það snemma vel metin dægradvöl meðal heldta fólks. Þá var taflið enn mjög líkt því sem það hafði verið í Indlandi, nema hvað flestum taflmönnunum voru nú gefin ný nöfn. Eina undantekningin var nafnið á hróknum, en á indversku hafði hann heitið „rukh“. Á Englandi ui'ðu fílarnir að bisk- upum, hestarnir að riddurum og ráð- gjafinn að drotningu. Það hefði Ind- verjum aldrei dottið í hug, því að kvenfólk var ekki í miklum metum þar í landi. Sýndi þetta því ólíkan hugsunarhátt vestrænna þjóða. Og seinna varð svo drottningin „best á borði“, en það var ekki fyr en á 15. öld. Fram til þess tíma höfðu hrók- arnir verið sterkustu mennirnir. Upprunalega voru skákmennirnir smálíkneski í mannsmynd, konungur og drotning með kórónu, biskup með mítur o. s .frv. En þegar skáktal'lið breiddist út og eftirspurn varð mikil, var farið að renna skákmennina og síðan hafa ekki verið andlit á þeim. Eina undantekningin frá þessu er riddarinn, sem hefur hesthaus. Viðgangur skáktaflsins hefst að marki á 16. öld. Áður höfðu þó ýmsir leiknir skákmenn komið fram meö leiðbeiningar um heppilegustu byrj- unarleika. En nú kom Spánverjinn Ruy Lopez de Segura og ritaði skák- reglur og leiðbeiningar um byrjunar- leika. Það var árið 1561 og varð þetta grundvallarrit, sem seinni tíma menn bygðu á. Margt hefur breyst síðan og nýar reglur komið til sögunnar. Og nú er gefinn út í heiminum slíkur aragrúi af allskonar skákritum, að ekki verður tölu á komið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.