Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1951, Page 2
430
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
margar og margvíslegar, t. d. ógæti-
legur akstur, bilanir á farartækjum
o. fl., en um þetta eða þesskonar
verður ekki rætt hjer. Þá er hál,ka
á vegum hættuleg og ekki hvað síst
yfir hengiflugi, eins og víða er í
Oshlíðinni. Við þeirri hættu munu
ekki önnur ráð, en aðgæsla og traust-
' ur útbúnaður. Mætti þó tala um
færslu vegarins þarna oe verður vik-
ið að því lítilsháttar síðar.
Hættum þeim á Óshlíðinni, sem
aðallega verður rætt um hjer, má
• skipta í fernt: Snjóflóð, brim. aur-
skriður og steinkast eða grjótskriður.
Er þó eiri hættan enn, sem ekki má
gleyma, Og ér það hrun á sjálfum
veginum, þar sem snarbratt er og
r verður líka minst á það síðar.
Þegar snjóflóðahættan vofir yfir,
r er vegurinn ekki akfær oe þarf því
ekki að ræða um þessa hættu í sam-
’ bandi við ökuferðir um hlíðina.
Brim gengur einstaka sinnum upp
í kletta á tveimur eða þremur stöð-
um, en vegurinn er nú fyrir ofan
alla þessa kletta, og á meðan svo er,
er engin bein hætta af briminu.
Aurskriður falla ekki mjög hratt
niður og ná oftast yfir mjótt svæði
eða renna í þröngum giljum. Veg-
farendum þarf því ekki að vera búin
hætta áf þeim, ef einhver aðgæsla
er við höfð.
Steinkastið, frá fjallinu eða grjót-
skriðurnar eru því eina hættan, sem
| óttast þarf og varast, að sumarlagi,
á þessum vegi.
Þessar skriður byrja oftast með
því, að steinn eða steinar, smærri
j eða stærri, losna úr hinum þver-
hnýpta hamravegg efst í fjallinu og
fara í loftinu niður í hlíðina. Lendi
þeir þar í lausu grjóti, kemst það á
hreyfingu og tekur að velta niður,
eykur við sig og dreifir sjer og get-
ur því skriðan náð yfir nokkurra
1 metratuga svæði neðst. Stundum
taka flugsteinarnir ekkert með sjer
og fara þá jafnan í loftköstum alla
leið niður í f jöru.
Margir munu ætla að öll Óshlíðin
sje jafn hættuleg, þar sem hamrarn-
1 ir hanga yfir, en svo er ekki. Mestur
hluti leiðarinnar er ekki hættulegur
vegna grjóthruns.
Aðal hættusvæðin á Óshlíðinni eru
þrjú: Sporhamarsleitið, Haldsgilið
i og undir Hvanngjánum.
Sporhamarsleitið er rjett fyrir
utan Kálfadal (þar varð slysið 8.
júlí s. 1.). Eru skriðuföll þar tíð og
geta eins komið fyrir í þurru veðri
um hásumar. Eru þarna háir hamr-
ar yfir, en hlíðin upp að klettunum
er líka nokkuð há og ekki mjög snar-
brött. Er því gott að sjá til fjallsins
þarna og þessvegna hægra um varn-
ir. Hið sífelda grjóthrun þarna, er
um aldirnar búið að mynda mikla
bun^u eða leiti, sem auðvitað er
hæst og breiðast neðst. Leitið er
snarbratt neðst vegna þess að sjór-
inn brýtur framan af því. í gamla
daga var reiðvegurinn í fjörunni
undir leitinu, en var færður í seinni
tíð upp á hábunguna, af því að hann
stóð svo illa fyrir neðan. Breidd leitis-
ins eða lengd vegarins yfir þetta
hættusvæði mun vera um 500 metrar
og ætti þá bíll að vera um hálfa
mínútu eða vel það að renna þar
yfir.
Haldsgilið er nokkru fvrir innan
Kálfadal. Falla þar oft bæði aur- og
griótskriður. En gilið er svo mjótt,
að hættulitið er, ef enginn steinn er
á ferðinni, þegar farið er inn í gilið.
Hvanngjárnar eru upDi vfir mið-
hlíðinni á milli Ófæru o<r Steinsófæru.
Þar fjell skriðan, er olli skemmdum
og meiðslum 7. ágúst s.l. Þar er
Svunta. Er það grjótbelti, sem nær
alla leið á milli hamra og fjöru, er
aldrei grær á gras vegna rennslisins.
Þarna er svo snarbratt að ofanföllin
spýtast niður í fjöru. en haustbrim-
in jafna svo úr. Hefir því engin
bunga myndast þarna, enda eru
skriðuföllin miklu fátíðari þar en á
Sporhamarsleitinu. En þarna er líka
miklu verra um varnir, m. a. vegna
þess að vegurinn liggur þar svo hátt,
að örstutt er upn að klettunum. Yrði
miklu hægra að verjast þarna. ef veg-
urinn væri færður alveg niður að sjó
og lagður undir eða fyrir framan
ófærurnar, sem eru takmörk þessa
hættusvæðis, sín hvoru megin. Væri
vegurinn þar við sióinn, sæist betur
til hamranna, grjótið þvrfti lengri
tíma til þess að ná til vegarins,
hálkuhætta hyrfi, en hún mu.n vera
mikil þarna, og þá þyrfti ekki að
óttast þá hættuna, sem ef til vill er
alvarlegust á þessum vegarkafla, að
vegurinn eða hluti af honum hlaupi
fram eða hrynji. Gæti það, ekki hvað
síst, komið fyrir, er bílar, einkum
stórir og þungir, væru á ferð, og væri
þá stórslys óumflýjanlegt. Það gæti
blátt áfram borgað sig fjárhagslega
að færa veginn. og verður vikið að
því betur síðar. Er bó kostnaðarhlið-
in ekki umtalsverð þegar um líf-
öryggi er að ræða. Hættu vegna
steinkasts úr siálfum ófæruklettun-
um mundi ekki þurfa að óttast bó
að vegurínn væri undir beim. Ekki
heldur brimið, nema frámunalegur
glannaskapur eða gáleysi væri við
haft.
Það mun vera álit ma^gra kunn-
u°ra, að veeurinn um Óshlíð hpfði
allsstaðar átt að vera eins nærri sjón-
um og unnt var. Undír þessa skoðun
renna þær sömu stoðir, er nefndar
voru um hættusvæðið undir Hvann-
giánum o. m. fl. Þ. á. m. hefði veg-
urinn verðið lengur akfær, ein^um
á haustin. Bakkinn fyrir ofan veg-
inn víða miklu læ«ri o» því minna
hrun úr honum. Þá hefði og dreeið
úr beirri hættu, sem oft hendir og
alltaf vofir vfir, að ekið sie útaf veg-
inum, en hvergi er sú hætta voða-
leeri en hátt unni í fiöHum. Loks
þarf ekki að eera litið úr því, að
margir eru lofthræddir og iafnvel
bílhræddir, þeir hafa bví litla ánægju
af þvi að aka á glæfralegum veei.
Nákunnugur maður, sem lika hefir
þekkingu á mannvirkjagerð. telur að
vegurinn hefði síst orðið dvrari bó
að hann hefði verið lagður með sjón-
um.
MENN töldu áður, að skriðuföll á
Óshlíð og Stigahlíð, og fleiri fjöllum
þar vestra, væru tíðari þegar stór
brim voru. Sje þetta rjett, þá virðist
ekki til önnur skýring á því en sú að
brimið hristi fjöllin.
Talið hefur og verið, að koma
megi af stað snjóflóði með því að
hóa mikið í námunda við hengjuna.
Vit.anlegt er einnig, að jarðskjálfti
veldur grjóthruni úr fjöllum og að
iörðin skelfur þar sem þung ökutæki
fara um, svo að hús hristast. Það er
því ekki ólíklegt, að þungir bílar á
Óshlíðarvegi geti valdið losi á stein-
utn í hömrunum fyrir ofan. Titring-
urinn frá þeim nær vafalaust alla
leið upp á fjallsbrún. Hann mun ber-
ast með svinuðum hraða og hljóðið
og ættu þá að líða um tvaer sekúndur