Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1951, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
431
frá því að bíllinn fer um og þar til.
skriðan fellur. En nú leiðir jörðin
hristinginn einnig til hliðar, og get-
ur því grjótið fallið fyrir framan
vagninn, en þar i liggur hættan, eins
og síðar verður vikið að. En jafnvel
þó að ekkert mark sje tekið á þessu,
þá ætti þó ekki að nota stóra mann-
flutningabíla á Óshlíðinni. Hvert
mannslif er dýrt og slysin því átak-
anlegri, sem fleiri verða fyrir þeim
í einu. Ekki ættu heldur margir bílar
að aka samtímis yfir hættusvéeðin, af
sömu ástæðu. Þegar bílar þurfa að
mætast þar og sjá ekki hvor til ann-
ars er þeir koma að hættustaðnum,
má hvorugur nema staðar. Vegurinn
verður að vera svo breiður og sljettur
þarna, að alls engin töf þurfi að
verða, er bílarnir aka hvor fram hjá
öðrum. Hugsum okkur að skriða felli
á milli bílanna rjett áður en þeir
mætast og að þeir tefðust eitt augna-
l)lik? Nei, það vill víst enginn hugsa
þá hugsun til enda. En þurfi nú að
breikka veginn, á hættusvæðunum,
svo að hann verði ekinn hiklaust,
með fullum hraða, hvað sem mætir,
þá sjest enn betur sparnaðurinn, sem
yrði við það að færa hann niður und-
ir Hvanngjánum. Þar niður við sjó
mun sjást, úr öruggum stöðum báðum
megin frá, til farartækis er kæmi á
móti. Þarna þyrfti því aldrei að vera
á ferð nema einn bíll í einu og mætti
því vegurinn vera miklu mjórri en
ella.
Allir fararstjórar skyldu gæta þess
að aka aldrei inn á hættusvæðin án
þcss fyrst að aðgæta vel alt fjallið
fyrir ofan, — í myrkri og þoku verð-
ur að hlusta, — en sje þá alt kyrt,
er varla hætta á því að grjót nái
bílnum, þó að það falli síðar, að
minsta kosti ekki á Sporhamarsleit-
inu nje í Haldsgilinu. Þessa varúð
munu flestir áður hafa við haft, hvort
sem þeir voru gangandi eða ríðandi.
Aðalhættan er sú, að skriðan falli
fyrir framan vegfarandann, án þess
að eftir sje tekið og að ekið sje blind-
andi beint undir voðann.
Nú gæti það þó viljað til, enda
þótt alt væri með kyrrum kjörum,
þegar ekið er inn á hættusvæðið, að
skriða felli augnabliki síðar, en
svo langt fyrir framan bílinn, að tví-
sýnt þætti hvort heldur aka skyldi
áfram eða stöðva bílinn og jafnvel
yfirgefa hann og hlaupa til baka. —
Verður þá bílstjórinn einn, með eld-
ingarhraða, að taka ákvörðun Og
framkvæma hana á svipaðan hátt og
sá er stýrir báti þegar hann þarf að
sigla af sjer brotsjó. Ekkert augna-
blik má missast. Þegar svona kynni
að vilja til' og raunar altaf, verður
að hafa það í huga, að grjótið ber
oft af beinni leið í niðurfallinu, og
er því aldrei hægt að sjá með vissu
hvar steinarnif lenda, þegar þeir eru
komnir alla leið niður.
ÓSHLÍÐIN hefur verið alfaravegur
gangandi manna síðan land bygðist
og reiðvegur að minsta kosti um 70
—80 ára bil; áður var reiðvegurinn
um Hnífsdalsheiði. Hafa því senni-
lega orðið þar einhver slys á öllu
þessu tímabili. Það gætu og verið til
heimildir um það, þó að þær sjeu
ekki nærtækar. Hinsvegar er víst um
þrjú dauðaslys er urðu þar á nítjándu
öldinni. Þar fórst í snjóflóði 17. febr.
1817, sjera Hákon Jónsson, prófastur
að Eyri (ísafirði). Ekki er getið um
aðra, er með honum hafi farist eða
komist af. Kristján Þorbjarnarson,
frá Selárdal í Súgandafirði, 19 ára
gamall, fórst þarna 8. mars 1880,
lika í snjóflóði. Unglingur frá Bol-
ungarvík, Set Guðmundsson að nafni,
týndist á Óshlíð haustið 1885. Var
álitið að hann hefði farið í sjóinn,
líkið fanst ekki. Fjörutíu og þremur
árum síðar, eða 11. febrúar 1928, far-
ast svo tvær konur og tveir karl-
menn í snjóflóði á hlíðinni. Fimti
maðurinn í förinni komst af, og var
því til frásagnar um slysið. Þetta
fólk lagði á hlíðina i náttmyrkri og
ófærð, með snjóflóðahættu yfirvoí-
andí. Það settist niður til að hvíla
sig í ’ hættulegasta staðnum undir
Hvanngjánum, en skriðan fell yíir
það nokkrum augnablikum eftir að
það stóð upp.
Fyrir tæpum 60 árum fell grjót-
skriða mikil á Sporhamarsleitinu yf-
ir mann er var þar einn á ferð ríð-
andi. Vegurinn var þá undir leitinu,
en þar var altaf ógreiðfært í fjöru-
grjótinu. Undankomu var því ekki
auðið. Maðurinn tók þvi það ráð að
fara af baki og verjast í sjálfri skrið-
unni, og tókst það svo vel, að hann
slapp með fremur lítilsháttar meiðsli
á fæti. Hestinn sakaði hvcrgi.
Slysin tvö á Óshlíðinni í sumar,
eru því fyrstu og einu alvarlegu
grjótskriðuslysin, sem þar hafa orðið
svo vitað sje, svo langt aftur í tím-
ann er sagnir ná og heimildir greina.
Má þó vera, að mjer, sem þetta rita,
hafi yfir eitthvað skotist. En það mun
þó óhætt að fullyrða, að allar þær
sögur, sem gengið hafa manna á milli
og jafnvel komist á prent, um mjög
tíð og margskonar slys á Óshlíð, sjeu
úr lausu lofti gripnar, þær eru að
minsta kosti órökstuddar. En viti
einhver um fleiri slys þarna en hjer
hafa verið tilgreind, væri gott að fá
upplýsingar um það.
EKKI mun það kunnugt, að skriðu-
föllin á Óshlíð hafi aftrað nokkrum
manni að fara þar um, ef með þurfti.
Hliðina hafa gengið og riðið þúsundir
manna og kvenna, þ. á. m. prestar,
læknar og sýslumenn, og oft einir á
ferð, eins og t. d. sjera Þorvaldur
Jónsson, er kom vanalegast ríðandi