Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1951, Side 7
LESBÓIC MORGUNBLAÐSINS
4S5
2000 'ÁRA AFMÆLIS-
SJÓDUR ÍSLANDS
í MARSMÁNUÐI árið 1390 ! irtist cítirfarandi frásögn um stoínun hins
einkennilegasta sjóðs, sem til er hjer á landi.
HINN 3. þ. mán. lögðu fimm menn
hjer í Reykjavík í Söfnunarsjóðinn 4
kr. í peningum, með þeim kjörum, að
vextir og höfuðstóll skyldi útborgast
árið 2874, á 2000 ára afmæli íslands.
Standi þessar 4 kr. á vöxtum þessi
984 ár með aðeins 1%, þá verður upp-
hæðin orðin samt með vöxtum 89.730
krónur.
Sje vextirnir hafðir 2%, verður upp-
hæðin orðin 1160 miljónir, en það verða
rúmar 16.500 kr. í hlut handa hverju
mannsbarni á íslandi, með þeirri fólks-
tölu, sem nú er, 70 þúsundum.
Sje vextirnir hafðir 3% verður af-
mælissjóðurinn 17 biljónir 240 þús.
miljónir. Það verða 246 milj. handa
hverju mannsbarni á íslandi. Þá gæti
hver maður á landinu haft í árstekjur
4900 kr., þó hann ljeti sinn hlut standa
á vöxtum með aðeins 2%.
Húskofi til þess að geyma í þessar 17
biljónir 240 þús. milj. í gulli í tómum
20 króna peningum, þarf að vera 400
alnir á lengd, 300 alnir á breidd og 20
alnir á hæð.
En stæðu nú þessar 4 kr. á vöxtum .
allan tímann með 4%, þá verður upp-
hæðin orðin á 2000 ára afmæli íslands
288 þúsund og eitt hundrað biljónir.
Sú tala lítur svona út:
288.100.000.000.000.000.
Með þessu fje mætti hylja alt fsland
og alia firði í kring um það með 20
króna peningum röðuðum hverjum við
annan, og yrði þó nokkuð afgangs.
Þó að landsbúar á íslandi væru þá
orðnir 1 miljón á 2000-ára-afmæli lands
ins, gæti hvert mannsbarn á landinu
samt fengið í hátíðargjöf af sjóði þess-
um 288.100 milj. kr. En það er svo mik-
ið fje, þetta sem hver fengi í sinn
hlut, að meðal-mannsævi entist eigi til
að telja 20. partinn af þvi, þó að það
væri í eintómum 20-króna-peningum,
og maðurinn teldi 720.000 kr. á dag,
60.000 á klukkustundinni.
Sjóðstofnun þessi er, eins og gefur
að skilja, gerð fremur í gamni en al-
vöru. Hvorki sjóðstofnendur nje aðrir
munu láta sjer til hugar koma, að sjóð-
urinn verði orðinn 288.100 biljónir á
2000 ára afmæli íslands — ekki vegna
þess, að framangreindur reikningur
muni eigi vera fyllilega rjettur, og því
þurfi eigi annað en að frumstofninn,
4 krónurnar, sje reglulega ávaxtaðar
með aðeins 4% ásamt rentum og rentu-
rentum — heldur af þvi, að það sem
fyrir getur komið á jafnlöngu tímabili
til tálmunar þrifum og viðgangi sjóðs-
ins, er svo ótal margt og mikið, að sje
nokkur hlutur vonargripur, þá er það
vonin í þessum feiknamikla sjóði eftir
984 ár.
Nú er sjóður þessi orðinn um 70
krónur eftir að hafa staðið 60 ár á
vöxtum. Vextirnir hafa verið nokkuð
misjafnir á þessum tíma, en með nú-
verandi vöxtum tvöfaldast sjóðurinn á
hverjum 15 árum. Að 100 árum liön-
um ætti hann því að vera orðinn um
8000 kr., eftir 200 ár er hann orðinn
um 400 þús. kr. og eftir 300 ár er hann
orðinn um 53 miljónir. Árið 2874 verð-
ur hann því orðinn miklum mun stærri
heldur en ráð er fyrir gert í þessari
grein. Á hinn bóginn er ekki rjett að
tala um gullkrónur í þessu sambandi,
því að sjóðurinn mun ólíkiega greidd-
ur út í gulli. Þess vegna sjáum vjer nú
það einkennilega fyrirbrigði, að sjóð-
urinn er raunverulega minni heldur en
hann var þegar hann var stofnaður.
Kaupmóttur 4 króna stofnsjóðsins var
meiri en 70 króna nú. Það sjest t. d. á
því, að árið 1890 gátu menn fengið
rúmlega 3 kg. af kaffi fyrir 4 krónur,
en nú kostar brent og malað kaffi um
40 kr. og fást því tæplega 2 kg. af því
fyrir 70 kr. Árið 1890 gátu menn feng-
ið 6 flöskur af brennivíni fyrir 4 krón-
ur, en nú kostar 1 flaska af brennivíni
85 kr. og hrekkur 70 kr. sjóðurinn því
ekki til að kaupa eina flösku.
BRIDGE
S. D 8 Lf
H. 8 5 3
T. Á 8 4
L. K 9 6 4 2
S. Á 10 6
H. K 9 5 4
T. K 6 5 3
L. 8
2
N
V A
S
S. 9 r ' 3 2
H. D G
T. D G 10 7 2
L. 10
S. K G 7
H. Á 10 7
T. 9
L. Á D G 5 .:
Suður hafði sagt 5 1. • n
út.
Nú sjer S að hann hefur 3 tapspil,
2 í hjarta og eitt í spaða. Ex hjörtun
eru 4 og 3 hjá andstæðingum, þá er
spilið tapað. Eina vonin er au V hai.
spilað út í 5-lit. C þar sem A lælur
gosann, þá getur hann ekki haft kóng-
inn; hann hlýtur a^ vera hjá V. En
V getur ekki haít drotninguna líka,
því að þá hefði han slegið út kóng.
Þess vegna er sennuegast að A hafi
aðeins 2 hjörtu, gosa og drotningu. Að
þessu athuguðu drepur S með hjarta-
ás. Þá geta hinir ekki fengið nema
einn slag í hjarta. S slær út trompi
og síðan spaða og þá er spilið unnið.
^ ðt ðí I
Málshæfitir
ÞAÐ er einkennilegt að meðal hinna
ólíkustu þjóða eru til hinir sömu máls-
hættir, eða málshættir sem hafa sömu
merkingu. Vjer skulum taka til dæmis
islenska málsháttinn: Margt smátt ger-
ir eitt stórt.
Englendingar segja: Droparnir mynda
haf.
Frakkar segja: Af ótal stráum byggir
fuglinn hreiður siít.
Spánverjar segja: Smátt og smátt
fyllist mælirinn.
Japanar segja: Rykið myndar stórar
hæðir.
Arabar segja: Eitt og eitt hár mynda
skeggið.
Þjóðverjar segja: Iðni dropinn holar
steininn.
Rússar segja: Sínn spottinn úr hverri
áttinni nægir í skyrtu.