Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1952, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1952, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 355 ^4varp 44} til l4euLiavílu Kfcv !*■ Þora isorg sem Fjallkonan. yatwonunnar ut i\eijKfavwur 17. júní 1952 AfmælishátíS íslands bezta sonar, æskunnar hátíð, tekur þig í fang. Reykjavík, borgin bjartrar, stórrar vonar, borgin með nýjan skóg og fjöruþang. Langt inn í fjærstu framtíð þig ég eygi, fegurri æ með hverju ári, er líður. Draumanna arma eftir þér ég tevgi, Eilífðin handan logns og storma bíður, Fagur var morgunn þinn á þjóðar vori, þjóðin jafn glæsta minning aldrei sá. Oft síðan dreyri draup úr hverju spori, daganna þungu, er aldir liðu hjá. Margvísieg saga falls og nýrrar frægðar faldar þitt höfuð björtum reynsluljóma. Óska ég þér frama og gengis, auðs og gnægðar, — geymir þú æ hin fornu vé með sóma. Fornheiiög vé — og fornar helgar dyggðir flétti þér æ sinn dýra rósakranz. Verði þin áhrif út um breiðar byggðir bæði til sæmdar þjóð og heilla lands. tslenzka borg, skalt íslenzk jafnan vera, — íslenzkt og hreint þér liggi mál á tungu. Aga þinn hug við kyngi frosts og frera, fegurðarþrána kenridu hinum ungu. Blámóða dagsins sveipar f jarlæg f jöllin, fagurt er um að lítast hér í Vík! Yfir þér breiðist víðlend himin-höllin, hvað þú ert nú af tærri fegurð rík! Óskabarn mitt þú ert og vona-fylling allt eins og fyrst, er mannleg augu sáu á þína dýrð, og Ingólfs gifta og stilling einkenni þenna stað við fjöllin bláu. JAKOB JÓH. SMÁRI fuðraði upp, en fyrir snarræði tókst að hemja eldinn áður en mikið tjón yrði af honum. 21. brann til kaldri kola sumarbú- staður, sem Sundfélagið Ægir átti hjá Hafravatni í Mosfellssveit. * SLYSFARIR 5. Drengur á hjóli varð fyrir bíl í Reykjavík og lærbrotnaði. Annar drengur varð fyrir vörubíl hlöðnum grjóti og slasaðist mikið. Ungur maður á Suðureyri í Súganda- firði var að vinna um borð í togaran- um Röðli. Féll þá „blökk“ í höfuð hon- um og beið hann þegar bana. 6. í Bolungavík varð 16árapilturmilli vörubíls og sementshlaða og brotnaði á báðum handleggjum. 12. Dreng var hrundið ofan af renni- brautarpílli á leikvelli í Reykjavík og handleggsbrotnaði hann. — Sama dag féll maður ofan af þaki Gylta salarins í Hótel Borg og slasaðist mikið. 15. Fimm ára drengur varð fyrir kringlu, sem kastað var á íþróttavell- inum í Reykjavík. Kom hún í höfuð honum og brotnaði höfuðkúpan. 18. Herbíl hvolfdi hjá brúnni á Leir- vogsá og beið einn hermaður bana. 27. Vildi það til í Siglufirði að þrigja ára drengur féll í Hvanneyrará og sogaðist með straumnum inn í hol- ræsi sem ánni er veitt í undir veginn. Barst hann svo niður í fjöru, en náð- ist þar lifandi og lítið meiddur og þótti það ganga kraftaverki næst. í Hæstarétti var kveðinn upp dóm- ur er ákvað 8 ára dreng 400.000 kr. skaðabætur vegna lífstíðar örkmula, er hann hafði fengið af þvi að verða undir bíl fyrir þremur árum. EIMSKIPAFÉLAGIÐ Aðalfundur Eimskipafélags íslands hófst í Reykjavík 7. júní. Hlutafé fé- lagsins er nú kr. 1.680.000. Árið sem leið varð 14,3 milljóna hagnaður á rekstri eigin skipa félagsins, en 278.920 kr. tap á leiguskipum þess. Skuldlausar eignir félagsins við seinustu áramót eru taldar 66 milljónir króna. Steinolía í Seyðisfirði. Úr hinu sokkna skipi í Seyðisfirði náðust í þess- um mánuði 3000 lestir af olíu. En þá var hætt við björgunarstarfið í bili vegna þess að yart varð við djúp- sprengjur i skipinu, en hér er enginn, sem kann að .fást við þær. Nýr herforingi. Hinn 20. júní kom hingað nýr yfirforingi bandaríska setuliðsins. Hann heitir R. O. Brown- field og er hershöfðingi í flugliðinu. Stórstúkuþing. 53. þing Stórstúku íslands IOGT var haldið hér í Reykja- vík og stóð 4 daga. Voru þar um 80 fultrúar. Stórtemplar var kosinn Björn Magnússon prófessor. Um sama leyti var háð þing Unglingareglunnar á ís- landi og sóttu það 27 fulltrúar. Prestastefna Islands hófst í Reykja- vík 19. júní og sóttu hana um 70 þjón- andi prestar. Að henni lokinni var aðalfundur Prestafélags íslands hald- inn. Magnús Gíslason skrifstofustjóri í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.