Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1952, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 385 íslenzk menning vestan hafs 10 ára afmæli ^The Brelandic Camadian46 Frú Hólmfriður Danielsson ritstj. Icelandic Canadian NÚ eru tíu ár síðan að „The Ice- landic Canadian CIub“ stofnaði tímaritið „The Icelandic Canadian“ — rit á ensku handa íslendingum. Sumum fannst það þá hlálegt að hugsa sér að hægt væri að vinna íslenzkri menningu gagn með því að gefa út tímarit á ensku. Margir heldu að einangrun væri bezta tryggingin fyrir að 'nægt væri að varðveita íslenzka menningu vest- an hafs. íslendingar yrði að eiga sín eigin blöð, rituð á islenzku, sín eigin félög, þar sem íslenzka væri töluð. Þeir yrðu að þjap'pa sér sam- an og mynda nokkurs konar smáey í hinu mikla þjóðahafi. Þetta hafði verið reynt af ein- lægum áhuga, ættrækni og þjóð- rækni. En hvernig fór? Unga fólkið sogaðist ómótstæðilega inn í hring- iðu tímans. Það hlaut að leggja lag sitt við fólk af öðrum ættum. Það er lögmál, sem ekki verður umflúið og tilgangslaust er að reyna að reisa rönd við. Og það var svo kom- ið að íslenzku prestarnir sögðu að af hverjum fimm hjónaböndum væri fjögur „blönduð“. Aðeins við fimmtu hverja hjónavígslu væri brúðhjónin bæði af íslenzkum ætt- um. Þannig tapaðist unga fólkið út úr höndum eldri kynslóðarinnar. Það fekk ný áhugamál, það ól börn sín upp eftir landsháttum og móður- mál þeirra varð enskan. í íslenzku félögunum, þar sem íslenzka var töluð, sat nú aðeins gamalt fólk á fundum. Fyrir nokkrum árum var talið, að meðalaldur þeirra, sem sátu á þingi Þjóðræknisfélagsins, hefði verið 60 ár. Með þessu áframhaldi var sýni- legt, að íslenzk tunga og íslenzk menning mundi deya út vestan haís með gömlu kynslóðinni, þrátt fyrir góðah hug yngri kynslóðar innar í garð íslands. Átti þá öll bar- átta landnemanna og næstu aíkom- enda þeirra fyrir íslenzkri tungu og íslenzkri menningu að vera unnin íyrir gíg? Nei, það skal aldrei verða, sögðu nokkrir af forvígismönnum ís- lenzka þjóðarbrotsins í Kanada. ís- lenzk menning þarf ekki að hverfa vestan hafs enda þótt íslenzk tunga hverfi. Vér höfum tekið í arf fleira en tunguna. í oss býr arfleifð hinn- ar íslenzku þjóðarsálar, mannkost- ir, dyggðir, gáfur og heilbrigt lífs- viðhorf. Þessa eiginleika eigum vér að rækta með oss til hagsmuna fyrir þá þjóð, sem vér höfum runn- Jón K. Laxdal form. Icelandic Canadian Club ið inn í. Vér eigum að benda á og sýna í verki hve heilladrjúg hin ís- lenzka arfleifð er, þar sem hún nýt- ur sín í þjóðfélaginu, að menn af íslenzkum ættum eru góðir borgar- ar og ekki eftirbátar neinna ann- arra. Með þessu getum vér vakið virðing þjóðarinnar fýrir því sem íslenzkt er. Og um þetta efni eig- um vér að sameina alla þá, sém af íslenzku bergi eru brotnir og þykir vænt um hin íslenzku ættarbönd. En til þess að svo megi verða, þurf- um vér að eignast málgagn, sem allir geta skilið og lesið. ★ Og svo varð það úr að tímaritið „Icelandic Canadian" var stofnað. Einn af aðalhvatamönnum þessa var Walther Líndal dómari og haftn lýsti tilgangi tímaritsins í grein, scm hann skrifaði fyrir Lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.